Minni verslun vegna breytts kortatímabils Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2016 06:00 Ef til vill liggur þetta kjöt í kæli þar til nýtt greiðslukortatímabil hefst. vísir/gva Ekki eru lengur auglýst ný greiðslukortatímabil snemma í desember líkt og tíðkaðist áður. Í dag eru það bankarnir sem ráða kortatímabilum. Jón Björnsson, forstjóri Festar sem rekur meðal annars Krónuna, segir fyrirtækið finna fyrir minni verslun þessa dagana þar sem nýtt greiðslukortatímabil hefst 22. þessa mánaðar fyrir viðskiptavini Arion banka og Íslandsbanka og 27. desember fyrir viðskiptavini Landsbankans. Áður fyrr hófust ný kortatímabil fyrr í mánuðinum.Jón Björnssonmynd/aðsendSökum þessa halda viðskiptavinir að sér höndum í jólainnkaupum og vilja frekar freista þess að kaupa inn á nýju kortatímabili. „Við finnum það eðlilega að fólkið okkar er spurt hvenær nýtt kortatímabil hefjist. Ég álít að það sé að einhverju leyti af því að fólk vill vita hvenær það gæti borgað reikninginn fyrsta febrúar í stað fyrsta janúar,“ segir Jón. Áhrifin séu þó ekki stórkostleg. Þannig segir Jón að fólk hafi áður fyrr haft rýmra greiðslufyrirkomulag. Nú hafi bankarnir það í sínu valdi að ákveða fyrirkomulagið. „Þú þarft að snúa þér til bankans núna og bankarnir hafa greinilega ekki hugsað út í þetta eins og Borgun og Valitor hafa gert í gegnum árin. Þau hafa verið að rýmka um fyrir greiðslufyrirkomulagi hjá neytendum,“ segir Jón. Hann segir gamla fyrirkomulagið betra fyrir kaupmenn og neytendur. „Það sem er betra fyrir neytendur er yfirleitt betra fyrir kaupmanninn. Það fer eiginlega alltaf saman,“ segir hann. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í gær sagði Bergþóra Karen Ketilsdóttir, forstöðumaður viðskiptavers hjá Borgun, að áður fyrr hafi bara verið eitt ákveðið kortatímabil. Frá átjánda degi mánaðar til sautjánda dags þess næsta. Þetta hafi hins vegar breyst smám saman og nú séu mismunandi kortatímabil. „Þetta er barn síns tíma. Það eru aðrar lausnir sem koma í staðinn,“ sagði Bergþóra Karen og nefndi hún til að mynda jólalán Borgunar, greiðsludreifingu og tímabundna hækkun á heimildum korthafa. „Það eru alltaf til leiðir til að auðvelda viðskipti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Ekki eru lengur auglýst ný greiðslukortatímabil snemma í desember líkt og tíðkaðist áður. Í dag eru það bankarnir sem ráða kortatímabilum. Jón Björnsson, forstjóri Festar sem rekur meðal annars Krónuna, segir fyrirtækið finna fyrir minni verslun þessa dagana þar sem nýtt greiðslukortatímabil hefst 22. þessa mánaðar fyrir viðskiptavini Arion banka og Íslandsbanka og 27. desember fyrir viðskiptavini Landsbankans. Áður fyrr hófust ný kortatímabil fyrr í mánuðinum.Jón Björnssonmynd/aðsendSökum þessa halda viðskiptavinir að sér höndum í jólainnkaupum og vilja frekar freista þess að kaupa inn á nýju kortatímabili. „Við finnum það eðlilega að fólkið okkar er spurt hvenær nýtt kortatímabil hefjist. Ég álít að það sé að einhverju leyti af því að fólk vill vita hvenær það gæti borgað reikninginn fyrsta febrúar í stað fyrsta janúar,“ segir Jón. Áhrifin séu þó ekki stórkostleg. Þannig segir Jón að fólk hafi áður fyrr haft rýmra greiðslufyrirkomulag. Nú hafi bankarnir það í sínu valdi að ákveða fyrirkomulagið. „Þú þarft að snúa þér til bankans núna og bankarnir hafa greinilega ekki hugsað út í þetta eins og Borgun og Valitor hafa gert í gegnum árin. Þau hafa verið að rýmka um fyrir greiðslufyrirkomulagi hjá neytendum,“ segir Jón. Hann segir gamla fyrirkomulagið betra fyrir kaupmenn og neytendur. „Það sem er betra fyrir neytendur er yfirleitt betra fyrir kaupmanninn. Það fer eiginlega alltaf saman,“ segir hann. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í gær sagði Bergþóra Karen Ketilsdóttir, forstöðumaður viðskiptavers hjá Borgun, að áður fyrr hafi bara verið eitt ákveðið kortatímabil. Frá átjánda degi mánaðar til sautjánda dags þess næsta. Þetta hafi hins vegar breyst smám saman og nú séu mismunandi kortatímabil. „Þetta er barn síns tíma. Það eru aðrar lausnir sem koma í staðinn,“ sagði Bergþóra Karen og nefndi hún til að mynda jólalán Borgunar, greiðsludreifingu og tímabundna hækkun á heimildum korthafa. „Það eru alltaf til leiðir til að auðvelda viðskipti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent