Stál í stál í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarmanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2016 18:30 Skipin liggja nú bundin við bryggju. MYND/Vilhelm Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. Vika er nú síðan að verkfall sjómanna hófst á ný og þrjú þúsund og fimm hundruð sjómenn lögðu niður störf. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna funduðu í dag í fyrsta sinn frá því sjómenn felldu kjarasamninga. Fundurinn stóð aðeins í hálftíma. „Mér sýnist það bera mikið á milli og það er nú eiginlega stál í stál með þetta allt saman núna,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. „Ég held að við getum í það minnsta verið sammála um það að staðan er erfið og alvarleg,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Ég held að við kælum okkur yfir jólin og njótum þeirra með okkar fjölskyldum og svo hittumst við á nýjum ári,“ segir Valmundur. Hann á von á að sjómenn verði verkfalli fram á næsta ár. Verkfall sjómanna hefur þegar haft töluverð áhrif á útgerðarfyrirtækin og stór hluti fiskvinnslu hefur stöðvast. „Við ætluðum að vera í vinnslu núna þessa þrjá daga sem eru að líða af þessari viku á Akranesi. Þannig að þar dettur sú vinnsla niður,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda. Vilhjálmur segir að þetta sé sá tími þegar starfsfólk í fiskvinnslustöðvum sé að jafnaði að fara í jólafrí. Það mæti svo aftur til vinnu 2. janúar. Ef sjómenn verða ekki farnir aftur til veiða þá þá verði ekkert hráefni til að vinna úr. Hann segir að fyrirtækið selji fiskafurðir fyrir um hundrað milljónir króna á dag alla virka daga ársins. Verkfallið hafi því mikil áhrif ef það dregst á langinn. Verkfall sjómanna Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. Vika er nú síðan að verkfall sjómanna hófst á ný og þrjú þúsund og fimm hundruð sjómenn lögðu niður störf. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna funduðu í dag í fyrsta sinn frá því sjómenn felldu kjarasamninga. Fundurinn stóð aðeins í hálftíma. „Mér sýnist það bera mikið á milli og það er nú eiginlega stál í stál með þetta allt saman núna,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. „Ég held að við getum í það minnsta verið sammála um það að staðan er erfið og alvarleg,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Ég held að við kælum okkur yfir jólin og njótum þeirra með okkar fjölskyldum og svo hittumst við á nýjum ári,“ segir Valmundur. Hann á von á að sjómenn verði verkfalli fram á næsta ár. Verkfall sjómanna hefur þegar haft töluverð áhrif á útgerðarfyrirtækin og stór hluti fiskvinnslu hefur stöðvast. „Við ætluðum að vera í vinnslu núna þessa þrjá daga sem eru að líða af þessari viku á Akranesi. Þannig að þar dettur sú vinnsla niður,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda. Vilhjálmur segir að þetta sé sá tími þegar starfsfólk í fiskvinnslustöðvum sé að jafnaði að fara í jólafrí. Það mæti svo aftur til vinnu 2. janúar. Ef sjómenn verða ekki farnir aftur til veiða þá þá verði ekkert hráefni til að vinna úr. Hann segir að fyrirtækið selji fiskafurðir fyrir um hundrað milljónir króna á dag alla virka daga ársins. Verkfallið hafi því mikil áhrif ef það dregst á langinn.
Verkfall sjómanna Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira