Tíminn og jólin Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2016 07:00 Þessi misserin koma þau svolítið aftan að manni, jólin. Maður man eftir því að hafa farið að sofa einhvern tímann í ágúst og svo hrekkur maður til meðvitundar í miðju jólaboði með laufabrauð í munnvikinu og bölvar miskunnarlausum framgangi tímans. Fyrir 15 árum var ég 8 ára og þá þótti mér tíminn líka óvæginn og frekur. Meinið var þó annað, nefnilega hvað hann leið löturhægt, sérstaklega í desember. Svona næstum því eins og hann væri að hæðast að mér. Og þegar jólin voru rétt handan við hornið hætti hann að hæðast og byrjaði að refsa. Í hvert skipti sem hugurinn sveif að gjafahrúgunni undir trénu á aðfangadagskvöld virtist tíminn taka eitt skref aftur á bak. En jólin komu alltaf að lokum og eftir því sem árin urðu fleiri varð tíminn samvinnuþýðari. Þangað til, fyrir ekkert svo löngu, að hann byrjaði að taka fram úr mér. Eftir 15 ár verð ég 38 ára og áður en ég veit af verður tíminn búinn að fleyta mér lóðbeint inn í aftansöng á aðfangadagskvöld árið 2031 og ég er í miðju þriðja erindi á „Í dag er glatt í döprum hjörtum“. Og kannski held ég í höndina á sætum manni og leiðin liggur heim að halda jól með börnunum okkar. Að útkljá loksins kunnuglega baráttu þeirra við tímann. Nú ætla ég hins vegar að snúa mér að jólunum sem standa yfir akkúrat núna. Um þessar mundir, þegar fortíð og framtíð hafa tilhneigingu til að rekast harkalega á, er nefnilega kjörið að bregða hreinlega fæti fyrir tímann og stinga sér á bólakaf ofan í augnablikið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Þessi misserin koma þau svolítið aftan að manni, jólin. Maður man eftir því að hafa farið að sofa einhvern tímann í ágúst og svo hrekkur maður til meðvitundar í miðju jólaboði með laufabrauð í munnvikinu og bölvar miskunnarlausum framgangi tímans. Fyrir 15 árum var ég 8 ára og þá þótti mér tíminn líka óvæginn og frekur. Meinið var þó annað, nefnilega hvað hann leið löturhægt, sérstaklega í desember. Svona næstum því eins og hann væri að hæðast að mér. Og þegar jólin voru rétt handan við hornið hætti hann að hæðast og byrjaði að refsa. Í hvert skipti sem hugurinn sveif að gjafahrúgunni undir trénu á aðfangadagskvöld virtist tíminn taka eitt skref aftur á bak. En jólin komu alltaf að lokum og eftir því sem árin urðu fleiri varð tíminn samvinnuþýðari. Þangað til, fyrir ekkert svo löngu, að hann byrjaði að taka fram úr mér. Eftir 15 ár verð ég 38 ára og áður en ég veit af verður tíminn búinn að fleyta mér lóðbeint inn í aftansöng á aðfangadagskvöld árið 2031 og ég er í miðju þriðja erindi á „Í dag er glatt í döprum hjörtum“. Og kannski held ég í höndina á sætum manni og leiðin liggur heim að halda jól með börnunum okkar. Að útkljá loksins kunnuglega baráttu þeirra við tímann. Nú ætla ég hins vegar að snúa mér að jólunum sem standa yfir akkúrat núna. Um þessar mundir, þegar fortíð og framtíð hafa tilhneigingu til að rekast harkalega á, er nefnilega kjörið að bregða hreinlega fæti fyrir tímann og stinga sér á bólakaf ofan í augnablikið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun