Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2016 09:05 Vörubílnum var ekið 50 til 80 metra áður en bílnum var numið staðar við stóra jólatréð á markaðssvæðinu. Vísir/AFP Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. Þetta vitum við um árásina.Vörubíl var ekið á mikilli ferð inn á jólamarkað við Breitscheidplatz, nærri kirkjunni Gedächtniskirche í Charlottenburg í Berlín klukkan 20:30 að staðartíma í gærkvöldi.Vörubílnum var ekið 50 til 80 metra áður en hann stansaði skammt frá stóra jólatrénu á markaðssvæðinu.Í fyrstu var óljóst hvort að um óhapp hefði verið að ræða en upp úr klukkan 21 greindi lögregla frá því að að öllum líkindum væri um skipulagða árás að ræða.Tveir menn voru í vörubílnum og lagði annar þeirra á flótta eftir að að vörubíllinn nam staðar. Annar lagði á flótta inn í nálægan garð, Tiergarten, en var handtekinn um tveimur kílómetrum frá jólamarkaðnum. Sjónarvottar sem elt höfðu manninn aðstoðuðu lögreglu við að hafa uppi á manninum.Maðurinn, sem Die Welt kallar Naved B, ku vera 23 ára Pakistani sem kom til Þýskalands sem flóttamaður í febrúar síðastliðinn. RBB greinir frá því að hann á að hafa komið til landamærabæjarins Passau í Bæjaralandi í desember í fyrra. Yfirheyrslur yfirmanninum standa nú yfir.Hinn maðurinn sem fannst í vörubílnum var úrskurðaður látinn á staðnum. Hann var pólskur ríkisborgari. Vangaveltur eru uppi um að maðurinn sem ók bílnum inn á markaðinn hafi áður drepið manninn til að komast yfir vörubílinn. Pólska stöðin TVN24 segir að pólski ríkisborgarinn hafi verið 37 ára. Vörubíllinn sem notaður var í árásinni er skráður í Póllandi. Eigandi vörubílsins segist hafa leigt frænda sínum bílinn, en segir útilokað að sá hafi átt nokkurn þátt í árásinni. Hann segir jafnframt að GPS-upplýsingar úr bílnum bendi til að honum hafi verið stolið um klukkan 16 í gærdag.Vísir/aFPUm tvö hundruð lögreglumenn gerðu húsleit í flugskýli á gamla Tempelhof-flugvellinum í morgun þar sem árásarmaðurinn á að hafa dvalið. Fjórir menn voru yfirheyrðir vegna málsins en enginn handtekinn. Um tvö þúsund flóttamenn dvelja í skýlum á Tempelhof-flugvelli.Innanríkisráðherra Frakklands ákvað eftir að fréttir bárust um árásina að öryggisgæsla og eftirlit við jólamarkaði í landinu skyldi efld.Vísir/AFPLögregla í Þýskalandi hefur biðlað til almennings að dreifa ekki myndum eða myndskeiðum af jólamarkaðnum af virðingu við fórnarlömbin. Þó eru menn hvattir til að koma myndum sem náðust af atburðinum til lögreglu.Þýski innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur hvatt Þjóðverja til að flagga í hálfa stöng í dag.Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er. Flóttamenn Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Þýska blaðið Die Welt kallar manninn Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993. 20. desember 2016 08:17 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. Þetta vitum við um árásina.Vörubíl var ekið á mikilli ferð inn á jólamarkað við Breitscheidplatz, nærri kirkjunni Gedächtniskirche í Charlottenburg í Berlín klukkan 20:30 að staðartíma í gærkvöldi.Vörubílnum var ekið 50 til 80 metra áður en hann stansaði skammt frá stóra jólatrénu á markaðssvæðinu.Í fyrstu var óljóst hvort að um óhapp hefði verið að ræða en upp úr klukkan 21 greindi lögregla frá því að að öllum líkindum væri um skipulagða árás að ræða.Tveir menn voru í vörubílnum og lagði annar þeirra á flótta eftir að að vörubíllinn nam staðar. Annar lagði á flótta inn í nálægan garð, Tiergarten, en var handtekinn um tveimur kílómetrum frá jólamarkaðnum. Sjónarvottar sem elt höfðu manninn aðstoðuðu lögreglu við að hafa uppi á manninum.Maðurinn, sem Die Welt kallar Naved B, ku vera 23 ára Pakistani sem kom til Þýskalands sem flóttamaður í febrúar síðastliðinn. RBB greinir frá því að hann á að hafa komið til landamærabæjarins Passau í Bæjaralandi í desember í fyrra. Yfirheyrslur yfirmanninum standa nú yfir.Hinn maðurinn sem fannst í vörubílnum var úrskurðaður látinn á staðnum. Hann var pólskur ríkisborgari. Vangaveltur eru uppi um að maðurinn sem ók bílnum inn á markaðinn hafi áður drepið manninn til að komast yfir vörubílinn. Pólska stöðin TVN24 segir að pólski ríkisborgarinn hafi verið 37 ára. Vörubíllinn sem notaður var í árásinni er skráður í Póllandi. Eigandi vörubílsins segist hafa leigt frænda sínum bílinn, en segir útilokað að sá hafi átt nokkurn þátt í árásinni. Hann segir jafnframt að GPS-upplýsingar úr bílnum bendi til að honum hafi verið stolið um klukkan 16 í gærdag.Vísir/aFPUm tvö hundruð lögreglumenn gerðu húsleit í flugskýli á gamla Tempelhof-flugvellinum í morgun þar sem árásarmaðurinn á að hafa dvalið. Fjórir menn voru yfirheyrðir vegna málsins en enginn handtekinn. Um tvö þúsund flóttamenn dvelja í skýlum á Tempelhof-flugvelli.Innanríkisráðherra Frakklands ákvað eftir að fréttir bárust um árásina að öryggisgæsla og eftirlit við jólamarkaði í landinu skyldi efld.Vísir/AFPLögregla í Þýskalandi hefur biðlað til almennings að dreifa ekki myndum eða myndskeiðum af jólamarkaðnum af virðingu við fórnarlömbin. Þó eru menn hvattir til að koma myndum sem náðust af atburðinum til lögreglu.Þýski innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur hvatt Þjóðverja til að flagga í hálfa stöng í dag.Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er.
Flóttamenn Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Þýska blaðið Die Welt kallar manninn Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993. 20. desember 2016 08:17 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39
Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45
Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Þýska blaðið Die Welt kallar manninn Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993. 20. desember 2016 08:17
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent