Hvar er hugur þinn? Bjarni Gíslason skrifar 20. desember 2016 07:00 Ég er einn af þeim sem geta verið pínulítið utan við sig á stundum. Stundum segir konan mín við mig: „Bjarni ertu hérna? Halló!“ Þá er hugur minn einhvers staðar allt annars staðar og hún nær ekki sambandi þó að ég hafi jafnvel hummað við einhverju og þóst vera á staðnum. Við erum mörg sem þurfum að vera duglegri við að vera þar sem við erum með fulla einbeitingu á stund og stað og þeim manneskjum sem maður er með þar og þá.Saman í friði og sátt En þrátt fyrir að þetta sé satt ætla ég samt að færa rök fyrir því að stundum megi maður vera með hugann annars staðar. Ekki síst núna þegar jólin eru að koma og við ætlum öll að njóta þess að vera til, vera saman í friði og sátt. Þá er hollt að vera með hugann líka annars staðar, til dæmis hjá þeim sem lifa ekki við frið og sátt, velsæld og velmegun eins og við flest.Að leggja fram sinn skerf Flóttamenn frá Sýrlandi í flóttamannabúðum í Jórdaníu eða flóttamenn frá Suður-Súdan í Úganda eða fólkið í Jijiga-héraði í Eþíópíu þar sem úrkoma er af skornum skammti og vatn sömuleiðis. Það má vera annars hugar og vera með hugann hjá þeim OG leggja fram sinn skerf til þess að þau hafi það betra.Hagur náungans Oft er það ákveðin sjálflægni sem gerir það að verkum að maður er annars hugar, upptekinn við eigin hag. Það er allavega skárra að vera annars hugar af því að maður er að hugsa um hag náungans. Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er í fullum gangi. Vertu annars hugar og taktu þátt. Þá getur þú svarað: „Já, elskan, ég er hér, ég var bara að hugsa um náunga minn, en nú ætla ég að horfa í augun á þér öll jólin.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim sem geta verið pínulítið utan við sig á stundum. Stundum segir konan mín við mig: „Bjarni ertu hérna? Halló!“ Þá er hugur minn einhvers staðar allt annars staðar og hún nær ekki sambandi þó að ég hafi jafnvel hummað við einhverju og þóst vera á staðnum. Við erum mörg sem þurfum að vera duglegri við að vera þar sem við erum með fulla einbeitingu á stund og stað og þeim manneskjum sem maður er með þar og þá.Saman í friði og sátt En þrátt fyrir að þetta sé satt ætla ég samt að færa rök fyrir því að stundum megi maður vera með hugann annars staðar. Ekki síst núna þegar jólin eru að koma og við ætlum öll að njóta þess að vera til, vera saman í friði og sátt. Þá er hollt að vera með hugann líka annars staðar, til dæmis hjá þeim sem lifa ekki við frið og sátt, velsæld og velmegun eins og við flest.Að leggja fram sinn skerf Flóttamenn frá Sýrlandi í flóttamannabúðum í Jórdaníu eða flóttamenn frá Suður-Súdan í Úganda eða fólkið í Jijiga-héraði í Eþíópíu þar sem úrkoma er af skornum skammti og vatn sömuleiðis. Það má vera annars hugar og vera með hugann hjá þeim OG leggja fram sinn skerf til þess að þau hafi það betra.Hagur náungans Oft er það ákveðin sjálflægni sem gerir það að verkum að maður er annars hugar, upptekinn við eigin hag. Það er allavega skárra að vera annars hugar af því að maður er að hugsa um hag náungans. Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er í fullum gangi. Vertu annars hugar og taktu þátt. Þá getur þú svarað: „Já, elskan, ég er hér, ég var bara að hugsa um náunga minn, en nú ætla ég að horfa í augun á þér öll jólin.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar