Bjarni fékk umboð frá forseta og stefnir á forsætisráðherrann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2016 17:09 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er kominn með formlegt umboð til ríkisstjórnarmyndunar. Þessu greindi Bjarni frá að loknum hálftímalöngum fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Fyrr í dag fundaði Guðni með Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og lýstu yfir vilja að ganga til formlegra viðræðrna við Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni sagðist hafa farið yfir viðræður sínar við Bjarta framtíð og Viðreisn. Samkomulag væri á milli flokkanna að láta reyna á myndun ríkisstjórnar og greina frá stöðu mála formlega eins og gert væri í dag. Fyrir liggur að gangi viðræðurnar eftir verði Bjarni forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Viðræður um sjávarútvegs- og Evrópumál eru langt komnar að sögn Bjarna en lengra er í land í öðrum málum, til dæmis er varðar stjórnarskrá og uppbyggingu innviða. Hann segir mikilvægt að fara ekki hraðar yfir en fæturnir geta borið en ótvírætt sé að viðræðurnar eru lengra komnar en síðast þegar flokkarnir þrír áttu í formlegum viðræðum.Bjarni sagði að í viðræðunum væri gert ráð fyrir að hann gegndi forsætisráðherra stöðu í nýrri ríkisstjórn en rétt væri að taka fram að ekki væri búið að ljúka við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann reiknaði með því að þeirri vinnu yrði lokið ekki seinna en 24. janúar þegar Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Árlegur ríkisráðsfundur er á Bessastöðum á morgun þar sem ráðherrar funda með forseta Íslands.Blaðamannafundur Bjarna á Bessastöðum var í beinni útsendingu á Vísi og má sjá upptöku frá honum í spilaranum að ofan.Að neðan má sjá yfirlýsingu forseta Íslands að loknum fundinumYfirlýsing forseta Íslands Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði fyrir hönd þess flokks umboði forseta til stjórnarmyndunar. Þingstörf tóku þá við og hlé var gert á formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi. Frá því að þingi var frestað hafa átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag gengu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund minn og lýstu vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði ég Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund minn. Að loknum samræðum okkar um stöðu mála fól ég honum umboð til stjórnarmyndunar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er kominn með formlegt umboð til ríkisstjórnarmyndunar. Þessu greindi Bjarni frá að loknum hálftímalöngum fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Fyrr í dag fundaði Guðni með Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og lýstu yfir vilja að ganga til formlegra viðræðrna við Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni sagðist hafa farið yfir viðræður sínar við Bjarta framtíð og Viðreisn. Samkomulag væri á milli flokkanna að láta reyna á myndun ríkisstjórnar og greina frá stöðu mála formlega eins og gert væri í dag. Fyrir liggur að gangi viðræðurnar eftir verði Bjarni forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Viðræður um sjávarútvegs- og Evrópumál eru langt komnar að sögn Bjarna en lengra er í land í öðrum málum, til dæmis er varðar stjórnarskrá og uppbyggingu innviða. Hann segir mikilvægt að fara ekki hraðar yfir en fæturnir geta borið en ótvírætt sé að viðræðurnar eru lengra komnar en síðast þegar flokkarnir þrír áttu í formlegum viðræðum.Bjarni sagði að í viðræðunum væri gert ráð fyrir að hann gegndi forsætisráðherra stöðu í nýrri ríkisstjórn en rétt væri að taka fram að ekki væri búið að ljúka við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann reiknaði með því að þeirri vinnu yrði lokið ekki seinna en 24. janúar þegar Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Árlegur ríkisráðsfundur er á Bessastöðum á morgun þar sem ráðherrar funda með forseta Íslands.Blaðamannafundur Bjarna á Bessastöðum var í beinni útsendingu á Vísi og má sjá upptöku frá honum í spilaranum að ofan.Að neðan má sjá yfirlýsingu forseta Íslands að loknum fundinumYfirlýsing forseta Íslands Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði fyrir hönd þess flokks umboði forseta til stjórnarmyndunar. Þingstörf tóku þá við og hlé var gert á formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi. Frá því að þingi var frestað hafa átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag gengu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund minn og lýstu vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði ég Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund minn. Að loknum samræðum okkar um stöðu mála fól ég honum umboð til stjórnarmyndunar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18