Sport

Nunes létti sig í ferðagufubaði | Lokaupphitunarþættirnir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Konan sem ætlar að rota Rondu Rousey í nótt, Amanda Nunes, virðist hafa verslað við Ólaf Ragnar í Dagvaktinni áður en hún hélt til Las Vegas.

Amanda Nunes er nefnilega með glæsilegt ferðagufubað á herberginu sínu á MGM-hótelinu í Las Vegas. Algjörlega til fyrirmyndar.

Í síðustu tveimur upphitunarþáttunum fyrir UFC 207 er komið víða við. Fylgst með vigtun keppenda meðal annars.

Svo má sjá er Cody Garbrandt reynir að ryðjast inn í herbergi til Dominick Cruz er Cruz hafði komið honum úr jafnvægi í viðtali.

Næstsíðasti þátturinn er hér að neðan en lokaþátturinn hér að ofan.

Útsending frá UFC 207 hefst á Stöð 2 Sport klukkan þrjú nótt.

MMA

Tengdar fréttir

Upphitun hafin fyrir UFC 207

UFC er búið að birta fyrsta upphitunarþáttinn fyrir UFC 207 sem fer fram um næstu helgi í beinni á Stöð 2 Sport.

Ronda er mætt til Vegas

Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 207 er Ronda Rousey mætt til Las Vegas, tilbúin fyrir bardagann gegn Amöndu Nunes.

Drottningin snýr aftur

Ronda Rousey var skærasta stjarna MMA heimsins, hæst launaðasti íþróttamaðurinn í UFC og á toppi tilverunnar. Fyrir 13 mánuðum síðan breyttist þetta allt saman á einu kvöldi þegar Holly Holm rotaði hana með hásparki eftir að hafa haft gífurlega yfirburði í bardaganum. Rothöggið fór ekki fram hjá neinum en fram að því hafði Ronda litið út fyrir að vera því sem næst ósigrandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×