Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. janúar 2017 21:30 Frá fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar í kvöld. vísir/hanna Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórnarsáttmálinn kveður á um að peningastefnan verði endurskoðuð á fyrsta starfsári, en það var það mál sem Viðreisn lagði upp með í kosningabaráttu sinni. Jafnframt verður unnið að því að breyta búvörusamningnum, en endurskoðun hans á að verða grunnur að nýjum samningi við bændur eigi síðar árið 2019, ásamt því sem draga á úr styrkjum til bænda. Á sama tíma á svo að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einnig er lagt til að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Þá á að bæta heilbrigðiskerfið og stefnt verður að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga, stytta biðtíma, og hraða uppbyggingu Landspítala við Hringbraut, svo fátt eitt sé nefnt. Jafnframt verður þjónusta við aldraða aukin, lífeyrisaldur verður hækkaður og frítekjumark ellilífeyrisþega hækkað. Stuðningur við foreldra með geðvanda verður aukinn, fæðingarorlof verður hækkað í skrefum og öllum fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verður gert að taka upp jafnlaunavottun. Loks verður stjórnarskráin endurskoðuð með fulltrúum allra flokka með hliðsjón af þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin, samkvæmt sáttmálanum. Tengdar fréttir Fundað á öllum vígstöðvum mögulegra stjórnarflokka Verið er að ræða lokadrög stjórnarsáttmálans og fara yfir stöðu mála. Í kvöld mun því koma í ljós hvort sáttmálinn verði samþykktur eða honum hafnað af þessum stofnunum flokkanna. 9. janúar 2017 20:32 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórnarsáttmálinn kveður á um að peningastefnan verði endurskoðuð á fyrsta starfsári, en það var það mál sem Viðreisn lagði upp með í kosningabaráttu sinni. Jafnframt verður unnið að því að breyta búvörusamningnum, en endurskoðun hans á að verða grunnur að nýjum samningi við bændur eigi síðar árið 2019, ásamt því sem draga á úr styrkjum til bænda. Á sama tíma á svo að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einnig er lagt til að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Þá á að bæta heilbrigðiskerfið og stefnt verður að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga, stytta biðtíma, og hraða uppbyggingu Landspítala við Hringbraut, svo fátt eitt sé nefnt. Jafnframt verður þjónusta við aldraða aukin, lífeyrisaldur verður hækkaður og frítekjumark ellilífeyrisþega hækkað. Stuðningur við foreldra með geðvanda verður aukinn, fæðingarorlof verður hækkað í skrefum og öllum fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verður gert að taka upp jafnlaunavottun. Loks verður stjórnarskráin endurskoðuð með fulltrúum allra flokka með hliðsjón af þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin, samkvæmt sáttmálanum.
Tengdar fréttir Fundað á öllum vígstöðvum mögulegra stjórnarflokka Verið er að ræða lokadrög stjórnarsáttmálans og fara yfir stöðu mála. Í kvöld mun því koma í ljós hvort sáttmálinn verði samþykktur eða honum hafnað af þessum stofnunum flokkanna. 9. janúar 2017 20:32 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Fundað á öllum vígstöðvum mögulegra stjórnarflokka Verið er að ræða lokadrög stjórnarsáttmálans og fara yfir stöðu mála. Í kvöld mun því koma í ljós hvort sáttmálinn verði samþykktur eða honum hafnað af þessum stofnunum flokkanna. 9. janúar 2017 20:32
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20
Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44