Ástæða mótmælanna er meðal annars sú að farið er að bera á umræðu um lagasetningu á verkfallið, en talsmenn beggja fylkinga segjast því andsnúnir. Sjómenn segjast ætla að hunsa lögin, verði þau sett.
Síðasta fundi deiluaðila, síðastliðinn fimmtudag, lauk án niðurstöðu en báðir aðilar segjast hóflega bjartsýnir fyrir fundinn í dag.
