Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. janúar 2017 19:11 Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu samþykkja stjórnarsáttmála flokkanna þriggja í kvöld eða í síðasta lagi í fyrramálið. Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. Í gær voru 10 vikur frá því að Íslendingar gengu til Alþingiskosninga. Síðan þá hafa þrír formenn stjórnmálaflokka fengið umboð til stjórnarmyndunar og daglega hefur í fjölmiðlum verið rætt um að hinir og þessar hafi átt í formlegum eða óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. En nú sér fyrir endan á þessari stjórnarkreppu eins og sumir stjórnmálafræðingar hafa orðað það. Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar eftir hádegi í dag til að ræða þær athugasemdir sem þingflokkur Sjálfstæðisflokks gerði við drög að stjórnarsáttmála flokkanna í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er gert ráð fyrir að forystufólk flokkanna samþykki stjórnarsáttmálann í endanlegri mynd í kvöld, en það gæti þó gerst í fyrramálið. Í þeim kafla stjórnarsáttmálans er snýr að landbúnaðarmálum kemur fram að búvörusamningar verði endurskoðaður árið 2019 en það er í samræmi við þær breytingar sem Alþingi samþykkti á samningunum í fyrra. Þá liggur fyrir að ráðist verður í endurskoðun á peningastefnunni og átak gert í uppbyggingu innviða. Þingmenn flokkanna þriggja hafa í samtölum við fréttastofu sagt að ekki verði að finna neinar meiriháttar kerfisbreytingar í sáttmálanum. Agi í ríkisfjármálum, stöðugleiki og uppbygging innviða séu ákveðið grunnstef í sáttmálanum. Áður en ný ríkisstjórn verður kynnt þurfa stofnanir flokkanna þriggja að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðað til fundar annað kvöld í Valhöll og þá mun ráðgjafaráð Viðreisnar og stjórn Bjartrar framtíðar koma saman á sama tíma. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær verður ný ríkisstjórn flokkanna kynnt á þriðjudag eða miðvikudag, en líklegra er talið að það verði á þriðjudag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00 Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00 Ljóst að þriggja flokka ríkisstjórn verður að veruleika Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika 7. janúar 2017 18:49 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu samþykkja stjórnarsáttmála flokkanna þriggja í kvöld eða í síðasta lagi í fyrramálið. Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. Í gær voru 10 vikur frá því að Íslendingar gengu til Alþingiskosninga. Síðan þá hafa þrír formenn stjórnmálaflokka fengið umboð til stjórnarmyndunar og daglega hefur í fjölmiðlum verið rætt um að hinir og þessar hafi átt í formlegum eða óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. En nú sér fyrir endan á þessari stjórnarkreppu eins og sumir stjórnmálafræðingar hafa orðað það. Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar eftir hádegi í dag til að ræða þær athugasemdir sem þingflokkur Sjálfstæðisflokks gerði við drög að stjórnarsáttmála flokkanna í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er gert ráð fyrir að forystufólk flokkanna samþykki stjórnarsáttmálann í endanlegri mynd í kvöld, en það gæti þó gerst í fyrramálið. Í þeim kafla stjórnarsáttmálans er snýr að landbúnaðarmálum kemur fram að búvörusamningar verði endurskoðaður árið 2019 en það er í samræmi við þær breytingar sem Alþingi samþykkti á samningunum í fyrra. Þá liggur fyrir að ráðist verður í endurskoðun á peningastefnunni og átak gert í uppbyggingu innviða. Þingmenn flokkanna þriggja hafa í samtölum við fréttastofu sagt að ekki verði að finna neinar meiriháttar kerfisbreytingar í sáttmálanum. Agi í ríkisfjármálum, stöðugleiki og uppbygging innviða séu ákveðið grunnstef í sáttmálanum. Áður en ný ríkisstjórn verður kynnt þurfa stofnanir flokkanna þriggja að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðað til fundar annað kvöld í Valhöll og þá mun ráðgjafaráð Viðreisnar og stjórn Bjartrar framtíðar koma saman á sama tíma. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær verður ný ríkisstjórn flokkanna kynnt á þriðjudag eða miðvikudag, en líklegra er talið að það verði á þriðjudag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00 Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00 Ljóst að þriggja flokka ríkisstjórn verður að veruleika Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika 7. janúar 2017 18:49 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00
Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00
Ljóst að þriggja flokka ríkisstjórn verður að veruleika Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika 7. janúar 2017 18:49