Vongóður um að leysa kjaradeilu sjómanna í næstu viku Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. janúar 2017 12:55 Það væri það heimskulegasta sem yrði gert, að setja lög á verkfallið,“ segir varaformaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Eyþór Varaformaður Sjómannasambands Íslands segist vongóður um að hægt verði að leysa kjaradeilu sjómanna í næstu viku en fundur hefur verið boðaður í deilunni á morgun. Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á mótmæli á meðan fundurinn fer fram. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Deiluaðilar komu saman til fundar fyrir helgi en honum lauk án árangurs. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun.Vongóður um lausn í næstu viku Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands, segist ekki vita hvort Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi komi til með að leggja fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. „Ég á ekkert von á neinu sérstöku öðru en því að þeir séu bara tilbúnir til þess að ræða við okkur um þessi mál sem við lögðum fram á fimmtudaginn. Ég geri mér bara vonir um að útgerðarmenn sjái ljósið og semji við okkur. Við göngum þá frá þessu svo skipin geti farið að róa og færa björg í bú,“ segir Konráð. Hann segist vongóður um að hægt verði að leysa deiluna í næstu viku. „Að okkar mati er fljótlegt að ganga frá þessu. Þá verður bara í framhaldinu fundað með sjómönnum og samningurinn borinn undir þá. Ef af verður, að sjálfsögðu. Allt með fyrirvara,“ segir Konráð.Heimskulegt að setja lög á verkfallið Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á Facebook á mótmæli fyrir utan skrifstofu ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun. Þar kemur fram að það standi til að setja lög á verkfall sjómanna.Hefur þú einhverjar áhyggjur af því að það verði sett lög á þetta verkfall? „Nei. Ég ætla ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Það væri það heimskulegasta sem yrði gert, að setja lög á verkfallið,“ segir Konráð. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Varaformaður Sjómannasambands Íslands segist vongóður um að hægt verði að leysa kjaradeilu sjómanna í næstu viku en fundur hefur verið boðaður í deilunni á morgun. Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á mótmæli á meðan fundurinn fer fram. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Deiluaðilar komu saman til fundar fyrir helgi en honum lauk án árangurs. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun.Vongóður um lausn í næstu viku Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands, segist ekki vita hvort Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi komi til með að leggja fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. „Ég á ekkert von á neinu sérstöku öðru en því að þeir séu bara tilbúnir til þess að ræða við okkur um þessi mál sem við lögðum fram á fimmtudaginn. Ég geri mér bara vonir um að útgerðarmenn sjái ljósið og semji við okkur. Við göngum þá frá þessu svo skipin geti farið að róa og færa björg í bú,“ segir Konráð. Hann segist vongóður um að hægt verði að leysa deiluna í næstu viku. „Að okkar mati er fljótlegt að ganga frá þessu. Þá verður bara í framhaldinu fundað með sjómönnum og samningurinn borinn undir þá. Ef af verður, að sjálfsögðu. Allt með fyrirvara,“ segir Konráð.Heimskulegt að setja lög á verkfallið Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á Facebook á mótmæli fyrir utan skrifstofu ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun. Þar kemur fram að það standi til að setja lög á verkfall sjómanna.Hefur þú einhverjar áhyggjur af því að það verði sett lög á þetta verkfall? „Nei. Ég ætla ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Það væri það heimskulegasta sem yrði gert, að setja lög á verkfallið,“ segir Konráð.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30
Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00
Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23
„Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19