Ljóst að þriggja flokka ríkisstjórn verður að veruleika Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. janúar 2017 18:49 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika. Hann segir þingflokk flokksins í aðalatriðum vera sáttan við drög að stjórnarsáttmála sem hann kynnti fyrir honum í dag. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll í dag til að ræða gang stjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð. Fundurinn var boðaður til að kynna fyrir þingflokknum drög að stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. Þetta var þó ekki eini fundurinn sem fór fram í Valhöll í dag. Fulltrúar flokkanna þriggja komu einnig saman til fundar til að ræða hvar og hvernig ný ríkisstjórn verður kynnt. Gert er ráð fyrir að það verði á þriðjudag eða miðvikudag. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn að þingflokkurinn hefði farið ítarlega yfir stjórnarsáttmálann. „Jájá, ég myndi segja að þingflokkurinn sé í öllum aðalatriðum bara sáttur,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Engar efnislegar athugasemdir? „Jújú það er alltaf eitthvað svona sem að menn vilja koma athugasemdum að. En svona yfir það heila tekið að þá eru menn sáttir við þann málefnagrunn sem að menn eru að leggja upp með,“ sagði Bjarni.Þingflokkurinn sáttur Ríkisstjórn flokkanna verður með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, 32 þingmenn. Bjarni segir að þessi naumi meirihluti hafi verið ræddur á fundinum, en flokkurinn sé einfaldlega að reyna að vinna með þá stöðu sem upp sé komin. „Það var ein leið sem við ákváðum að láta reyna á. Hún hefur gengið upp gg við erum sátt við það þingflokkurinn að gera það. Menn geta haft skoðanir á því í allar áttir, málefnalega eða útaf þingstyrk eða öðru, en hingað erum við komin og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ sagði Bjarni.Er augljóst í þínum huga að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Já, ég tel að það sé orðið ljóst.“ Kosningar 2016 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika. Hann segir þingflokk flokksins í aðalatriðum vera sáttan við drög að stjórnarsáttmála sem hann kynnti fyrir honum í dag. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll í dag til að ræða gang stjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð. Fundurinn var boðaður til að kynna fyrir þingflokknum drög að stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. Þetta var þó ekki eini fundurinn sem fór fram í Valhöll í dag. Fulltrúar flokkanna þriggja komu einnig saman til fundar til að ræða hvar og hvernig ný ríkisstjórn verður kynnt. Gert er ráð fyrir að það verði á þriðjudag eða miðvikudag. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn að þingflokkurinn hefði farið ítarlega yfir stjórnarsáttmálann. „Jájá, ég myndi segja að þingflokkurinn sé í öllum aðalatriðum bara sáttur,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Engar efnislegar athugasemdir? „Jújú það er alltaf eitthvað svona sem að menn vilja koma athugasemdum að. En svona yfir það heila tekið að þá eru menn sáttir við þann málefnagrunn sem að menn eru að leggja upp með,“ sagði Bjarni.Þingflokkurinn sáttur Ríkisstjórn flokkanna verður með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, 32 þingmenn. Bjarni segir að þessi naumi meirihluti hafi verið ræddur á fundinum, en flokkurinn sé einfaldlega að reyna að vinna með þá stöðu sem upp sé komin. „Það var ein leið sem við ákváðum að láta reyna á. Hún hefur gengið upp gg við erum sátt við það þingflokkurinn að gera það. Menn geta haft skoðanir á því í allar áttir, málefnalega eða útaf þingstyrk eða öðru, en hingað erum við komin og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ sagði Bjarni.Er augljóst í þínum huga að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Já, ég tel að það sé orðið ljóst.“
Kosningar 2016 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira