Ljóst að þriggja flokka ríkisstjórn verður að veruleika Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. janúar 2017 18:49 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika. Hann segir þingflokk flokksins í aðalatriðum vera sáttan við drög að stjórnarsáttmála sem hann kynnti fyrir honum í dag. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll í dag til að ræða gang stjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð. Fundurinn var boðaður til að kynna fyrir þingflokknum drög að stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. Þetta var þó ekki eini fundurinn sem fór fram í Valhöll í dag. Fulltrúar flokkanna þriggja komu einnig saman til fundar til að ræða hvar og hvernig ný ríkisstjórn verður kynnt. Gert er ráð fyrir að það verði á þriðjudag eða miðvikudag. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn að þingflokkurinn hefði farið ítarlega yfir stjórnarsáttmálann. „Jájá, ég myndi segja að þingflokkurinn sé í öllum aðalatriðum bara sáttur,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Engar efnislegar athugasemdir? „Jújú það er alltaf eitthvað svona sem að menn vilja koma athugasemdum að. En svona yfir það heila tekið að þá eru menn sáttir við þann málefnagrunn sem að menn eru að leggja upp með,“ sagði Bjarni.Þingflokkurinn sáttur Ríkisstjórn flokkanna verður með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, 32 þingmenn. Bjarni segir að þessi naumi meirihluti hafi verið ræddur á fundinum, en flokkurinn sé einfaldlega að reyna að vinna með þá stöðu sem upp sé komin. „Það var ein leið sem við ákváðum að láta reyna á. Hún hefur gengið upp gg við erum sátt við það þingflokkurinn að gera það. Menn geta haft skoðanir á því í allar áttir, málefnalega eða útaf þingstyrk eða öðru, en hingað erum við komin og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ sagði Bjarni.Er augljóst í þínum huga að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Já, ég tel að það sé orðið ljóst.“ Kosningar 2016 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika. Hann segir þingflokk flokksins í aðalatriðum vera sáttan við drög að stjórnarsáttmála sem hann kynnti fyrir honum í dag. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll í dag til að ræða gang stjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð. Fundurinn var boðaður til að kynna fyrir þingflokknum drög að stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. Þetta var þó ekki eini fundurinn sem fór fram í Valhöll í dag. Fulltrúar flokkanna þriggja komu einnig saman til fundar til að ræða hvar og hvernig ný ríkisstjórn verður kynnt. Gert er ráð fyrir að það verði á þriðjudag eða miðvikudag. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn að þingflokkurinn hefði farið ítarlega yfir stjórnarsáttmálann. „Jájá, ég myndi segja að þingflokkurinn sé í öllum aðalatriðum bara sáttur,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Engar efnislegar athugasemdir? „Jújú það er alltaf eitthvað svona sem að menn vilja koma athugasemdum að. En svona yfir það heila tekið að þá eru menn sáttir við þann málefnagrunn sem að menn eru að leggja upp með,“ sagði Bjarni.Þingflokkurinn sáttur Ríkisstjórn flokkanna verður með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, 32 þingmenn. Bjarni segir að þessi naumi meirihluti hafi verið ræddur á fundinum, en flokkurinn sé einfaldlega að reyna að vinna með þá stöðu sem upp sé komin. „Það var ein leið sem við ákváðum að láta reyna á. Hún hefur gengið upp gg við erum sátt við það þingflokkurinn að gera það. Menn geta haft skoðanir á því í allar áttir, málefnalega eða útaf þingstyrk eða öðru, en hingað erum við komin og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ sagði Bjarni.Er augljóst í þínum huga að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Já, ég tel að það sé orðið ljóst.“
Kosningar 2016 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira