Sport

Nunes: Skil ekki hvernig þessar stelpur gátu tapað fyrir Rondu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronda mun hugsanlega ekki keppa aftur.
Ronda mun hugsanlega ekki keppa aftur. vísir/getty
Amanda Nunes, heimsmeistari í bantamvigt, hefur fengið á baukinn fyrir að sýna Rondu Rousey mikla vanvirðingu eftir að hafa lamið hana í harðfisk á 48 sekúndum.

„Takk Ronda en ég er hákarlinn. Ég er meistarinn og er komin til að verða. Hættum þessu Ronda Rousey kjaftæði. Ég er meistarinn,“ sagði Nunes eftir bardagann og hélt svo áfram í viðtali síðar.

„Ég skil ekki hvernig Ronda komst svona langt í þessum þyngdarflokki? Í alvörunni þá skil ég ekki af hverju allar þessar stelpur töpuðu fyrir henni. Ég hef vitað frá mínum fyrsta bardaga að ég myndi vinna Rondu. Ég sannaði það svo fyrir öllum að ég gæti það.“

Yfirburður Nunes gegn Rondu voru ótrúlegir og erfitt að sjá að einhver muni stöðva hana á næstu misserum.

MMA

Tengdar fréttir

Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega

UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes.

Ánægja með áhorfið á UFC 207

Fyrstu tölur benda til þess að áhorfið á UFC 207 á næstsíðasta degi ársins hafi verið mjög gott þó svo það hafi verið mikil samkeppni í sjónvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×