Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Heimir Már Pétursson skrifar 3. janúar 2017 20:22 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með þingflokki sínum í morgun. Hann sagðist fá gott veganesti frá þingflokknum inn í viðræðurnar við hina flokkana. Þingflokkurinn hafi farið bæði yfir veikleika og styrkleika í stjórnarsamstarfi þessara flokka með lágmarks meirihluta á Alþingi.Evrópumálin erfið á þessum fundi? „Nei, nei þau eru í sjálfu sér ekkert risamál í þessum viðræðum,“ sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Forseti Íslands veitti Bjarna umboð til myndunar ríkisstjórnar á föstudag og er þetta þriðja tilraun þessarra flokka til að ná saman. En nú eru liðnar tæpar tíu vikur frá kosningum. Formenn stjórnarmyndunarflokkanna komu síðan saman til fundar í alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tvö og voru þar meira og minna í allan dag. Bjarni er bjartsýnn á að vikan dugi til að klára viðræðurnar.Dugar þessi vika til að klára viðræðurnar? „Það er alveg líklegt. Það getur alveg gert það,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar vera eins og áhorfandi að þeim tíðindum að Vinstri græn og Framsóknarflokkur hefðu rætt saman um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrri viðræður við þá flokka hefðu ekki leitt til niðurstöðu. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins telur þó kallað eftir ssamstarfi þessara flokka, sem myndu hafa 39 þingmenn. „Já, það sem er auðvitað niðurstaða þessarra kosninga er að það er verið að kalla eftir slíkri stjórn. Og mér finnst verulega á það reynandi hvort að það væri möguleiki,“ sagði Lilja í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 í dag. Bjarni segist ekki vita hvort eitthvað ætti að koma á óvart við þennan áhuga þessarra flokka á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á þessari stundu. „Þetta hefur verið langt ferli og það hafa verið margar uppákomur á leiðinni. Margar tilraunir til að mynda ríkisstjórn og það kemur mér kannski ekki á óvart að viðhorfin breytist yfir tíma. En ég veit svo sem ekki um hvað er verið að ræða þarna,“ segir Bjarni.En þér finnst að þið ættuð að ná að klára þetta, þessir flokkar sem eru að ræða saman? „Já, við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á að við getum lokið því. En það verður aðs egjast eins og er að það eru samt mikilvæg atriði sem standa enn útaf,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með þingflokki sínum í morgun. Hann sagðist fá gott veganesti frá þingflokknum inn í viðræðurnar við hina flokkana. Þingflokkurinn hafi farið bæði yfir veikleika og styrkleika í stjórnarsamstarfi þessara flokka með lágmarks meirihluta á Alþingi.Evrópumálin erfið á þessum fundi? „Nei, nei þau eru í sjálfu sér ekkert risamál í þessum viðræðum,“ sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Forseti Íslands veitti Bjarna umboð til myndunar ríkisstjórnar á föstudag og er þetta þriðja tilraun þessarra flokka til að ná saman. En nú eru liðnar tæpar tíu vikur frá kosningum. Formenn stjórnarmyndunarflokkanna komu síðan saman til fundar í alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tvö og voru þar meira og minna í allan dag. Bjarni er bjartsýnn á að vikan dugi til að klára viðræðurnar.Dugar þessi vika til að klára viðræðurnar? „Það er alveg líklegt. Það getur alveg gert það,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar vera eins og áhorfandi að þeim tíðindum að Vinstri græn og Framsóknarflokkur hefðu rætt saman um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrri viðræður við þá flokka hefðu ekki leitt til niðurstöðu. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins telur þó kallað eftir ssamstarfi þessara flokka, sem myndu hafa 39 þingmenn. „Já, það sem er auðvitað niðurstaða þessarra kosninga er að það er verið að kalla eftir slíkri stjórn. Og mér finnst verulega á það reynandi hvort að það væri möguleiki,“ sagði Lilja í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 í dag. Bjarni segist ekki vita hvort eitthvað ætti að koma á óvart við þennan áhuga þessarra flokka á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á þessari stundu. „Þetta hefur verið langt ferli og það hafa verið margar uppákomur á leiðinni. Margar tilraunir til að mynda ríkisstjórn og það kemur mér kannski ekki á óvart að viðhorfin breytist yfir tíma. En ég veit svo sem ekki um hvað er verið að ræða þarna,“ segir Bjarni.En þér finnst að þið ættuð að ná að klára þetta, þessir flokkar sem eru að ræða saman? „Já, við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á að við getum lokið því. En það verður aðs egjast eins og er að það eru samt mikilvæg atriði sem standa enn útaf,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira