Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Tapaðar útflutningstekjur vegna verkfalls sjómanna nema nú rúmum tíu milljörðum króna. Fjallað verður um verkfall sjómanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en aðgerðir sjómanna hafa nú staðið í þrjár vikur. Fisksalar segja ástandið orðið erfitt.

Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um stjórnarmyndunarviðræður sem formaður Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að klára í vikunni, og sykurskatt en verð hefur greinileg áhrif á gosneyslu samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrir hvert prósentustig sem verð á gos hækkaði, minnkaði eftirspurnin.

Í fréttatímanum fjöllum við síðan um skort á öryggisgæslu á Skólavörðuholtinu þegar þúsundir fögnuðu nýju ári þar og ræðum við hönnuð sem hefur átt erfitt með að leita réttar síns eftir að hönnunarvörur hennar birtust skyndilega á sölusíðunni Ali Express. Við verðum síðan í beinni úr ræktinni en fjölmargir landsmenn hefja nýtt ár með því að grípa í lóðin.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×