Trump hótar General Motors í tísti Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2017 15:59 Chevrolet Cruze. Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafði Donald Trump lýst yfir þeim ásetningi sínum að hann myndi setja háan toll á þá bílaframleiðendur sem flyttu bílaframleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. General Motors hefur flutt lítinn hluta framleiðslu Chevrolet Cruze bílsins einmitt til Mexíkó og ekki stendur á viðbrögðunum frá Donald Trump. Í tweet skilaboðum sem hann sendi í morgun fólust skýr skilaboð til GM þar sem hann hótaði þeim hárri skattlagningu ef til stæði að flytja þessa bíla inn til Bandaríkjanna. General Motors brást hratt við skilboðum Trump og sagði að megnið af Chevrolet Cruze bílum sem seldir væru í Bandaríkjunum væru framleiddir í verksmiðju Chevrolet í Ohio, eða 171.552 bílar á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra. Hinsvegar væri framleidd hatchback útgáfan af Cruze í Mexíkó og að 5.000 þeirra hefðu verið seldir í Bandaríkjunum í fyrra. Þar væri þó aðeins um að ræða 2,9% allra seldra Cruze bíla vestanhafs það árið. Því væri því kannski ekki mikil ástæða til að kvarta undan framleiðslu Chevrolet á Cruze bílnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent
Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafði Donald Trump lýst yfir þeim ásetningi sínum að hann myndi setja háan toll á þá bílaframleiðendur sem flyttu bílaframleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. General Motors hefur flutt lítinn hluta framleiðslu Chevrolet Cruze bílsins einmitt til Mexíkó og ekki stendur á viðbrögðunum frá Donald Trump. Í tweet skilaboðum sem hann sendi í morgun fólust skýr skilaboð til GM þar sem hann hótaði þeim hárri skattlagningu ef til stæði að flytja þessa bíla inn til Bandaríkjanna. General Motors brást hratt við skilboðum Trump og sagði að megnið af Chevrolet Cruze bílum sem seldir væru í Bandaríkjunum væru framleiddir í verksmiðju Chevrolet í Ohio, eða 171.552 bílar á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra. Hinsvegar væri framleidd hatchback útgáfan af Cruze í Mexíkó og að 5.000 þeirra hefðu verið seldir í Bandaríkjunum í fyrra. Þar væri þó aðeins um að ræða 2,9% allra seldra Cruze bíla vestanhafs það árið. Því væri því kannski ekki mikil ástæða til að kvarta undan framleiðslu Chevrolet á Cruze bílnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent