Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2017 12:43 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. Þá telur hann líklegt að flokkarnir nái að klára viðræðurnar í þessari viku en þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Bjarna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Að sögn Bjarna leist þingflokknum ágætlega á það sem hann lagði upp með á fundinum að verið væri að ræða á milli flokkanna. „Við ræddum líka veikleikana og styrkleikana í svona stjórnarsamstarfi og reynum að gera það bara opið og hreinskiptið og það var líka gott að gera það og fara yfir það með þingflokknum.“ Aðspurður hvort að Evrópumálin hafi verið erfið á fundinum sagði hann svo ekki vera enda væru þau ekki risamál í viðræðum flokkanna þriggja. Hann benti hins vegar á hið augljósa, tæpan meirihluta. „Það er auðvitað mjög tæpur meirihluti í þessu samstarfi, við höfum verið að ræða það undanfarna mánuði og það er líka hvernig verkefni skiptast í þinginu. Þetta eru hlutir sem menn vilja vera að velta aðeins fyrir sér en það eru líka miklir kostir við svona samstarf.“ Bjarni sagði líklegt að vikan dugi til að klára viðræðurnar. „Við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á því að við getum lokið því. En það verður að segjast eins og er að það eru enn mikilvæg atriði sem standa enn út af.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn fara yfir stöðuna Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar. 3. janúar 2017 10:41 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. Þá telur hann líklegt að flokkarnir nái að klára viðræðurnar í þessari viku en þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Bjarna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Að sögn Bjarna leist þingflokknum ágætlega á það sem hann lagði upp með á fundinum að verið væri að ræða á milli flokkanna. „Við ræddum líka veikleikana og styrkleikana í svona stjórnarsamstarfi og reynum að gera það bara opið og hreinskiptið og það var líka gott að gera það og fara yfir það með þingflokknum.“ Aðspurður hvort að Evrópumálin hafi verið erfið á fundinum sagði hann svo ekki vera enda væru þau ekki risamál í viðræðum flokkanna þriggja. Hann benti hins vegar á hið augljósa, tæpan meirihluta. „Það er auðvitað mjög tæpur meirihluti í þessu samstarfi, við höfum verið að ræða það undanfarna mánuði og það er líka hvernig verkefni skiptast í þinginu. Þetta eru hlutir sem menn vilja vera að velta aðeins fyrir sér en það eru líka miklir kostir við svona samstarf.“ Bjarni sagði líklegt að vikan dugi til að klára viðræðurnar. „Við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á því að við getum lokið því. En það verður að segjast eins og er að það eru enn mikilvæg atriði sem standa enn út af.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn fara yfir stöðuna Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar. 3. janúar 2017 10:41 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira