Lilja vill í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2017 10:23 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Vísir/Eyþór Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að hér verði mynduð ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Hún segir tímabært að á Íslandi verði nokkuð breið stjórn, ekki síst fyrir þær sakir að þrátt fyrir að vel gangi efnahagslega þá hafi þjóðin ekki enn alveg jafnað sig á efnahagshruninu sem hér varð.Þetta kom fram í viðtali við Lilju í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar ræddi hún þær formlegu og óformlegu stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Annars vegar er um að ræða formlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar og hins vegar óformlegar viðræður Framsóknarflokks og Vinstri grænna en frá þeim var greint í gær. „Við höfum verið að tala saman, við höfum verið til að mynda að ræða við VG og skoða hvort það væru mögulega einhverjir samstarfsfletir hjá okkur og það vill nú bara þannig til að það er mjög margt spennandi og framsækið þegar þessir flokkar fara að ræða saman,“ sagði Lilja í Morgunútvarpinu í dag. Hún sagði margt sem sameinaði flokkana en vildi ekki fara nánar út í það vegna þeirra formlegu viðræðna sem nú eru í gangi. Um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar benti Lilja réttilega á að sú stjórn mun hafa veikan meirihluta á þingi, aðeins einn mann. Kvaðst hún hafa áhyggjur af því þar sem stjórnmálasagan hefði sýnt að slíkar stjórnir væru oft ekki langlífar. Þá sagði Lilja að þó að það gengi vel núna þá væru ýmsar áskoranir framundan. „Ég verð til dæmis að segja varðandi það hvernig þeir nálgast ESB, það er strax komið.. Það fóru einhverjar fréttir af stað í upphafi gærdagsins og það er strax komin einhver svona viðkvæmni bara þegar það fer aðeins að líða á daginn. Ég held að það sé alveg góðra gjalda vert að menn vilji setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu en það verður hins vegar að ríkja aðeins meiri sátt um það hvernig þú ætlar að nálgast það.“ Hún var svo spurð að því hvort hún vildi sjá ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. „Ég myndi vilja sjá svona stjórn og hef alltaf talað þannig. Ég tel tímabært að það sé nokkuð breið stjórn á Íslandi vegna þess að ég held að við sjáum það öll að efnahagslega þá hefur okkur gengið mjög vel á síðustu árum að þá held ég svona sálfræðilega þá höfum við ekki alveg enn jafnað okkur á því efnahagsáfalli eða hruni sem átti sér stað þannig að ég held að það séu ákveðnir friðartímar sem ríkja og ég held að það væri mjög gott að hér væri stjórn sem væri mynduð frá vinstri til hægri eða hægri til vinstri,“ sagði Lilja en viðtalið við hana á Rás 2 má hlusta á í heild sinni hér. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00 VG og Framsókn stilla saman strengi sína Vinstri græn og Framsókn hafa átt í óformlegum viðræðum. 2. janúar 2017 12:24 Birgitta: Væri gaman að heyra hvaða málefni VG og Framsókn eru að ræða Birgitta Jónsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé mættu í viðtal og ræddu stjórnarmyndun. 2. janúar 2017 20:54 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að hér verði mynduð ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Hún segir tímabært að á Íslandi verði nokkuð breið stjórn, ekki síst fyrir þær sakir að þrátt fyrir að vel gangi efnahagslega þá hafi þjóðin ekki enn alveg jafnað sig á efnahagshruninu sem hér varð.Þetta kom fram í viðtali við Lilju í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar ræddi hún þær formlegu og óformlegu stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Annars vegar er um að ræða formlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar og hins vegar óformlegar viðræður Framsóknarflokks og Vinstri grænna en frá þeim var greint í gær. „Við höfum verið að tala saman, við höfum verið til að mynda að ræða við VG og skoða hvort það væru mögulega einhverjir samstarfsfletir hjá okkur og það vill nú bara þannig til að það er mjög margt spennandi og framsækið þegar þessir flokkar fara að ræða saman,“ sagði Lilja í Morgunútvarpinu í dag. Hún sagði margt sem sameinaði flokkana en vildi ekki fara nánar út í það vegna þeirra formlegu viðræðna sem nú eru í gangi. Um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar benti Lilja réttilega á að sú stjórn mun hafa veikan meirihluta á þingi, aðeins einn mann. Kvaðst hún hafa áhyggjur af því þar sem stjórnmálasagan hefði sýnt að slíkar stjórnir væru oft ekki langlífar. Þá sagði Lilja að þó að það gengi vel núna þá væru ýmsar áskoranir framundan. „Ég verð til dæmis að segja varðandi það hvernig þeir nálgast ESB, það er strax komið.. Það fóru einhverjar fréttir af stað í upphafi gærdagsins og það er strax komin einhver svona viðkvæmni bara þegar það fer aðeins að líða á daginn. Ég held að það sé alveg góðra gjalda vert að menn vilji setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu en það verður hins vegar að ríkja aðeins meiri sátt um það hvernig þú ætlar að nálgast það.“ Hún var svo spurð að því hvort hún vildi sjá ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. „Ég myndi vilja sjá svona stjórn og hef alltaf talað þannig. Ég tel tímabært að það sé nokkuð breið stjórn á Íslandi vegna þess að ég held að við sjáum það öll að efnahagslega þá hefur okkur gengið mjög vel á síðustu árum að þá held ég svona sálfræðilega þá höfum við ekki alveg enn jafnað okkur á því efnahagsáfalli eða hruni sem átti sér stað þannig að ég held að það séu ákveðnir friðartímar sem ríkja og ég held að það væri mjög gott að hér væri stjórn sem væri mynduð frá vinstri til hægri eða hægri til vinstri,“ sagði Lilja en viðtalið við hana á Rás 2 má hlusta á í heild sinni hér.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00 VG og Framsókn stilla saman strengi sína Vinstri græn og Framsókn hafa átt í óformlegum viðræðum. 2. janúar 2017 12:24 Birgitta: Væri gaman að heyra hvaða málefni VG og Framsókn eru að ræða Birgitta Jónsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé mættu í viðtal og ræddu stjórnarmyndun. 2. janúar 2017 20:54 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00
VG og Framsókn stilla saman strengi sína Vinstri græn og Framsókn hafa átt í óformlegum viðræðum. 2. janúar 2017 12:24
Birgitta: Væri gaman að heyra hvaða málefni VG og Framsókn eru að ræða Birgitta Jónsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé mættu í viðtal og ræddu stjórnarmyndun. 2. janúar 2017 20:54