Þjálfari Gunnars Nelson og Conors datt af svifbretti eftir þakkarræðu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 09:00 Conor McGregor og John Kavanagh áttu frábært ár 2016. vísir/getty/skjáskot Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor og þjálfari hans, John Kavanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson, sópuðu að sér verðlaunum í uppgjöri Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanns heims, þegar hann gerði upp árið 2016 í hlaðvarpsþætti sínum The MMA Hour í gærkvöldi. Conor, sem reyndar byrjaði árið á því að tapa fyrir Nate Diaz, kom sterkur til baka og vann Diaz þegar þeir mættust aftur í ágúst. Írinn varð svo fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti þegar hann rotaði Eddie Alvarez í baráttu um léttvigtarbeltið í New York í nóvember. Sá bardagi eða sú stund þegar Conor fékk annað beltið var stóra stund ársins 2016 í MMA-heiminum að mati Helwani en Conor fékk einnig verðlaun sem sá bardagamaður sem hafði mest áhrif á árinu. Kavanagh fékk verðlaun sem þjálfari ársins en auk þess að þjálfa skærustu stjörnu UFC og gera Conor að tvöföldum meistara er Írinn með tíu bardagakappa á sínum snærum í UFC sem flestir stóðu sig mjög vel á árinu. Gunnar Nelson til dæmis barðist einu sinni í Rotterdam í maí og hafði þar öruggan sigur gegn Albert Tumenov með hengingartaki í annarri lotu. Kavanagh þakkaði fyrir sig með því að senda Ariel Helwani myndband á Twitter. Þessi hógværi þjálfari gerði ekki mikið úr viðurkenningunni en var kurteis að vanda. „Sæll, Ariel. Þetta er mér mikill heiður og ég veit að samkeppnin var hörð eftir svona stórt ár í MMA. Ég vil að þú vitir að vinna þessu verðlaun breyta engu hjá okkur. Við erum áfram bara lítið og auðmjúkt lið frá Dyflinni á Írlandi. Ég hlakka til að sjá þig á næstu bardagakvöldum á nýju ári,“ segir Kavanagh í myndbandinu. Þegar ræðunni er lokið kemur í ljós að Kavanagh stendur á svifbretti en skondið atvik kemur upp þegar Írinn reynir að yfirgefa herbergið sem hann er í. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.The ending wasn't quite as smooth... #TheMMAHour awards pic.twitter.com/zb5DKIcsgP— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 2, 2017 Moment of the Year@arielhelwani & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA captures two UFC belts2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Impact Person of the Year@arielhelwani: & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Coach of the Year@arielhelwani: @John_Kavanagh@NewYorkRic: @mikebrownmma2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 2016 #themmahour Awards: Fighter of the year: @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA Me: @bisping Live now: https://t.co/zjqJ8232my— Ariel Helwani (@arielhelwani) January 2, 2017 MMA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor og þjálfari hans, John Kavanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson, sópuðu að sér verðlaunum í uppgjöri Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanns heims, þegar hann gerði upp árið 2016 í hlaðvarpsþætti sínum The MMA Hour í gærkvöldi. Conor, sem reyndar byrjaði árið á því að tapa fyrir Nate Diaz, kom sterkur til baka og vann Diaz þegar þeir mættust aftur í ágúst. Írinn varð svo fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti þegar hann rotaði Eddie Alvarez í baráttu um léttvigtarbeltið í New York í nóvember. Sá bardagi eða sú stund þegar Conor fékk annað beltið var stóra stund ársins 2016 í MMA-heiminum að mati Helwani en Conor fékk einnig verðlaun sem sá bardagamaður sem hafði mest áhrif á árinu. Kavanagh fékk verðlaun sem þjálfari ársins en auk þess að þjálfa skærustu stjörnu UFC og gera Conor að tvöföldum meistara er Írinn með tíu bardagakappa á sínum snærum í UFC sem flestir stóðu sig mjög vel á árinu. Gunnar Nelson til dæmis barðist einu sinni í Rotterdam í maí og hafði þar öruggan sigur gegn Albert Tumenov með hengingartaki í annarri lotu. Kavanagh þakkaði fyrir sig með því að senda Ariel Helwani myndband á Twitter. Þessi hógværi þjálfari gerði ekki mikið úr viðurkenningunni en var kurteis að vanda. „Sæll, Ariel. Þetta er mér mikill heiður og ég veit að samkeppnin var hörð eftir svona stórt ár í MMA. Ég vil að þú vitir að vinna þessu verðlaun breyta engu hjá okkur. Við erum áfram bara lítið og auðmjúkt lið frá Dyflinni á Írlandi. Ég hlakka til að sjá þig á næstu bardagakvöldum á nýju ári,“ segir Kavanagh í myndbandinu. Þegar ræðunni er lokið kemur í ljós að Kavanagh stendur á svifbretti en skondið atvik kemur upp þegar Írinn reynir að yfirgefa herbergið sem hann er í. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.The ending wasn't quite as smooth... #TheMMAHour awards pic.twitter.com/zb5DKIcsgP— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 2, 2017 Moment of the Year@arielhelwani & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA captures two UFC belts2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Impact Person of the Year@arielhelwani: & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Coach of the Year@arielhelwani: @John_Kavanagh@NewYorkRic: @mikebrownmma2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 2016 #themmahour Awards: Fighter of the year: @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA Me: @bisping Live now: https://t.co/zjqJ8232my— Ariel Helwani (@arielhelwani) January 2, 2017
MMA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira