Þjálfari Gunnars Nelson og Conors datt af svifbretti eftir þakkarræðu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 09:00 Conor McGregor og John Kavanagh áttu frábært ár 2016. vísir/getty/skjáskot Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor og þjálfari hans, John Kavanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson, sópuðu að sér verðlaunum í uppgjöri Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanns heims, þegar hann gerði upp árið 2016 í hlaðvarpsþætti sínum The MMA Hour í gærkvöldi. Conor, sem reyndar byrjaði árið á því að tapa fyrir Nate Diaz, kom sterkur til baka og vann Diaz þegar þeir mættust aftur í ágúst. Írinn varð svo fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti þegar hann rotaði Eddie Alvarez í baráttu um léttvigtarbeltið í New York í nóvember. Sá bardagi eða sú stund þegar Conor fékk annað beltið var stóra stund ársins 2016 í MMA-heiminum að mati Helwani en Conor fékk einnig verðlaun sem sá bardagamaður sem hafði mest áhrif á árinu. Kavanagh fékk verðlaun sem þjálfari ársins en auk þess að þjálfa skærustu stjörnu UFC og gera Conor að tvöföldum meistara er Írinn með tíu bardagakappa á sínum snærum í UFC sem flestir stóðu sig mjög vel á árinu. Gunnar Nelson til dæmis barðist einu sinni í Rotterdam í maí og hafði þar öruggan sigur gegn Albert Tumenov með hengingartaki í annarri lotu. Kavanagh þakkaði fyrir sig með því að senda Ariel Helwani myndband á Twitter. Þessi hógværi þjálfari gerði ekki mikið úr viðurkenningunni en var kurteis að vanda. „Sæll, Ariel. Þetta er mér mikill heiður og ég veit að samkeppnin var hörð eftir svona stórt ár í MMA. Ég vil að þú vitir að vinna þessu verðlaun breyta engu hjá okkur. Við erum áfram bara lítið og auðmjúkt lið frá Dyflinni á Írlandi. Ég hlakka til að sjá þig á næstu bardagakvöldum á nýju ári,“ segir Kavanagh í myndbandinu. Þegar ræðunni er lokið kemur í ljós að Kavanagh stendur á svifbretti en skondið atvik kemur upp þegar Írinn reynir að yfirgefa herbergið sem hann er í. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.The ending wasn't quite as smooth... #TheMMAHour awards pic.twitter.com/zb5DKIcsgP— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 2, 2017 Moment of the Year@arielhelwani & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA captures two UFC belts2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Impact Person of the Year@arielhelwani: & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Coach of the Year@arielhelwani: @John_Kavanagh@NewYorkRic: @mikebrownmma2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 2016 #themmahour Awards: Fighter of the year: @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA Me: @bisping Live now: https://t.co/zjqJ8232my— Ariel Helwani (@arielhelwani) January 2, 2017 MMA Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor og þjálfari hans, John Kavanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson, sópuðu að sér verðlaunum í uppgjöri Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanns heims, þegar hann gerði upp árið 2016 í hlaðvarpsþætti sínum The MMA Hour í gærkvöldi. Conor, sem reyndar byrjaði árið á því að tapa fyrir Nate Diaz, kom sterkur til baka og vann Diaz þegar þeir mættust aftur í ágúst. Írinn varð svo fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti þegar hann rotaði Eddie Alvarez í baráttu um léttvigtarbeltið í New York í nóvember. Sá bardagi eða sú stund þegar Conor fékk annað beltið var stóra stund ársins 2016 í MMA-heiminum að mati Helwani en Conor fékk einnig verðlaun sem sá bardagamaður sem hafði mest áhrif á árinu. Kavanagh fékk verðlaun sem þjálfari ársins en auk þess að þjálfa skærustu stjörnu UFC og gera Conor að tvöföldum meistara er Írinn með tíu bardagakappa á sínum snærum í UFC sem flestir stóðu sig mjög vel á árinu. Gunnar Nelson til dæmis barðist einu sinni í Rotterdam í maí og hafði þar öruggan sigur gegn Albert Tumenov með hengingartaki í annarri lotu. Kavanagh þakkaði fyrir sig með því að senda Ariel Helwani myndband á Twitter. Þessi hógværi þjálfari gerði ekki mikið úr viðurkenningunni en var kurteis að vanda. „Sæll, Ariel. Þetta er mér mikill heiður og ég veit að samkeppnin var hörð eftir svona stórt ár í MMA. Ég vil að þú vitir að vinna þessu verðlaun breyta engu hjá okkur. Við erum áfram bara lítið og auðmjúkt lið frá Dyflinni á Írlandi. Ég hlakka til að sjá þig á næstu bardagakvöldum á nýju ári,“ segir Kavanagh í myndbandinu. Þegar ræðunni er lokið kemur í ljós að Kavanagh stendur á svifbretti en skondið atvik kemur upp þegar Írinn reynir að yfirgefa herbergið sem hann er í. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.The ending wasn't quite as smooth... #TheMMAHour awards pic.twitter.com/zb5DKIcsgP— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 2, 2017 Moment of the Year@arielhelwani & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA captures two UFC belts2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Impact Person of the Year@arielhelwani: & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Coach of the Year@arielhelwani: @John_Kavanagh@NewYorkRic: @mikebrownmma2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 2016 #themmahour Awards: Fighter of the year: @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA Me: @bisping Live now: https://t.co/zjqJ8232my— Ariel Helwani (@arielhelwani) January 2, 2017
MMA Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Sjá meira