„Ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2017 11:46 Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. vísir/anton brink Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur segir lögregluna telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum sem handteknir voru um hádegisbil í gær. Hann segir að mennirnir hafi verið skildir að um leið og lögregla kom um borð í Polar Nanoq. „Rannsóknin er á því stigi að við teljum nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem handteknir fyrir um sólarhring. Svo við höfum lengri tíma til að halda áfram að vinna með þær upplýsingar sem við erum með,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Grímur segist ekki getað gefið neitt upp um mennina, annað en að þeir séu báðir grænlenskir. „Núna er nauðsynlegt fyrir okkur að fá að vinna í þessu. Þetta eru þvingunarráðstafanir og eitt af þeim möguleikum sem lögreglan hefur samkvæmt lögum um meðferð sakamála við ákveðnar aðstæður. Þvingunarráðstafanir eru íþyngjandi fyrir þá sem þeim er beitt gegn. Það má segja að það er ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu. Ef menn vilja sjá hvort litið er alvarlega á þetta þá er þegar farið er fram með slíka kröfu þá er það alvarlegt.“ Sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq að hádegi í gær og handtóku mennina tvo.Voru mennirnir skildir að þegar þið komuð um borð í skipið í gær? „Um leið og við komum um borð var það gert. Um leið og sérsveitarmenn koma um borð í skipið þá eru þeir skildir að.“ Þriðji maðurinn var svo handtekinn í gærkvöldi og segir Grímur að ekki sé búið að ákveða hvort einnig verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur segir lögregluna telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum sem handteknir voru um hádegisbil í gær. Hann segir að mennirnir hafi verið skildir að um leið og lögregla kom um borð í Polar Nanoq. „Rannsóknin er á því stigi að við teljum nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem handteknir fyrir um sólarhring. Svo við höfum lengri tíma til að halda áfram að vinna með þær upplýsingar sem við erum með,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Grímur segist ekki getað gefið neitt upp um mennina, annað en að þeir séu báðir grænlenskir. „Núna er nauðsynlegt fyrir okkur að fá að vinna í þessu. Þetta eru þvingunarráðstafanir og eitt af þeim möguleikum sem lögreglan hefur samkvæmt lögum um meðferð sakamála við ákveðnar aðstæður. Þvingunarráðstafanir eru íþyngjandi fyrir þá sem þeim er beitt gegn. Það má segja að það er ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu. Ef menn vilja sjá hvort litið er alvarlega á þetta þá er þegar farið er fram með slíka kröfu þá er það alvarlegt.“ Sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq að hádegi í gær og handtóku mennina tvo.Voru mennirnir skildir að þegar þið komuð um borð í skipið í gær? „Um leið og við komum um borð var það gert. Um leið og sérsveitarmenn koma um borð í skipið þá eru þeir skildir að.“ Þriðji maðurinn var svo handtekinn í gærkvöldi og segir Grímur að ekki sé búið að ákveða hvort einnig verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11