Verhofstadt hættir við framboð og styður Tajani atli ísleifsson skrifar 17. janúar 2017 11:03 Guy Verhofstadt var frambjóðandi þinghóps Frjálslyndra demókrata. Vísir/AFP Ítalski Evrópuþingmaðurinn Antonio Tajani þykir langlíklegastur til að verða kjörinn forseti Evrópuþingsins, eftir að Guy Verhofstadt dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Tajani. Kosning nýs forseta hófst í morgun, en búist er við að úrslit liggi fyrir síðdegis. Hafi enginn frambjóðandi náð hreinum meirihluta í fyrstu þremur umferðum kosninganna er kosið milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í þriðju umferðinni. Verhofstadt segir að ákvörðunin sé fyrsta skrefið til að koma á bandalagi sem styður Evrópusamrunann og sem ætlað er að efla sambandið. „Það er nauðsynlegt. Með Trump, með Pútín og margar áskoranir til viðbótar sem Evrópa stendur frammi fyrir, er nauðsynlegt fyrir okkur að vinna saman að því að bæta Evrópusambandið,“ sagði Verhofstadt í morgun. Tajani er frambjóðandi Kristilegra demókrata (EPP) á þinginu en þinghópurinn er sá stærsti á þinginu. Hinn 63 ára Tajani er einn af varaforsetum þingins og átti áður sæti í framkvæmdastjórn ESB þar sem hann fór með málefni samgangna og iðnaðar. Tajani er þó ekki óumdeildur þar sem hann hefur áður starfað náið með fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi. Verhofstadt var frambjóðandi þinghóps Frjálslyndra demókrata, en frambjóðandi Jafnaðarmanna og samlandi Tajani, Gianni Pittella, virðist nú vera sá eini sem á möguleika á að sigra Tajani. Líkur á sigri Pittella minnkaði þó mikið eftir ákvörðun Verhofstadt. Martin Schultz hefur gegnt embætti forseta Evrópuþingsins frá árinu 2012, en tilkynnti fyrr í vetur að hann hugðist láta af embætti og snúa aftur í þýsku landsmálin þar sem þingkosningar fara þar fram í haust. Þingmenn þinghóps EPP eru 214 talsins, þingmenn þinghóps Jafnaðarmanna 189, Frjálslyndra demókrata 69, Íhaldsmanna 74 og annarra hópa samtals 205. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Schultz reiknar ekki með að verða kanslaraefni SPD Samkvæmt Spiegel er Martin Schultz ekki reiðubúinn að skora Sigmar Gabriel á hólm. 30. desember 2016 11:43 Ítalir kljást um að verða næsti forseti Evrópuþingsins Þinghópur kristilegra demókrata (EPP) hafa tilnefnt Ítalann Antonio Tajani til að taka við forsetaembættinu af Martin Schultz. 14. desember 2016 10:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Ítalski Evrópuþingmaðurinn Antonio Tajani þykir langlíklegastur til að verða kjörinn forseti Evrópuþingsins, eftir að Guy Verhofstadt dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Tajani. Kosning nýs forseta hófst í morgun, en búist er við að úrslit liggi fyrir síðdegis. Hafi enginn frambjóðandi náð hreinum meirihluta í fyrstu þremur umferðum kosninganna er kosið milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í þriðju umferðinni. Verhofstadt segir að ákvörðunin sé fyrsta skrefið til að koma á bandalagi sem styður Evrópusamrunann og sem ætlað er að efla sambandið. „Það er nauðsynlegt. Með Trump, með Pútín og margar áskoranir til viðbótar sem Evrópa stendur frammi fyrir, er nauðsynlegt fyrir okkur að vinna saman að því að bæta Evrópusambandið,“ sagði Verhofstadt í morgun. Tajani er frambjóðandi Kristilegra demókrata (EPP) á þinginu en þinghópurinn er sá stærsti á þinginu. Hinn 63 ára Tajani er einn af varaforsetum þingins og átti áður sæti í framkvæmdastjórn ESB þar sem hann fór með málefni samgangna og iðnaðar. Tajani er þó ekki óumdeildur þar sem hann hefur áður starfað náið með fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi. Verhofstadt var frambjóðandi þinghóps Frjálslyndra demókrata, en frambjóðandi Jafnaðarmanna og samlandi Tajani, Gianni Pittella, virðist nú vera sá eini sem á möguleika á að sigra Tajani. Líkur á sigri Pittella minnkaði þó mikið eftir ákvörðun Verhofstadt. Martin Schultz hefur gegnt embætti forseta Evrópuþingsins frá árinu 2012, en tilkynnti fyrr í vetur að hann hugðist láta af embætti og snúa aftur í þýsku landsmálin þar sem þingkosningar fara þar fram í haust. Þingmenn þinghóps EPP eru 214 talsins, þingmenn þinghóps Jafnaðarmanna 189, Frjálslyndra demókrata 69, Íhaldsmanna 74 og annarra hópa samtals 205.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Schultz reiknar ekki með að verða kanslaraefni SPD Samkvæmt Spiegel er Martin Schultz ekki reiðubúinn að skora Sigmar Gabriel á hólm. 30. desember 2016 11:43 Ítalir kljást um að verða næsti forseti Evrópuþingsins Þinghópur kristilegra demókrata (EPP) hafa tilnefnt Ítalann Antonio Tajani til að taka við forsetaembættinu af Martin Schultz. 14. desember 2016 10:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Schultz reiknar ekki með að verða kanslaraefni SPD Samkvæmt Spiegel er Martin Schultz ekki reiðubúinn að skora Sigmar Gabriel á hólm. 30. desember 2016 11:43
Ítalir kljást um að verða næsti forseti Evrópuþingsins Þinghópur kristilegra demókrata (EPP) hafa tilnefnt Ítalann Antonio Tajani til að taka við forsetaembættinu af Martin Schultz. 14. desember 2016 10:00