Erlent

Angela Merkel svarar gagnrýni Trumps

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Vísir/EPA
Angela Merkel, kanslari Þýskalands er harðorð í svörum sínum við ummælum Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna þar sem hann tjáði sig um ákvarðanir hennar í innflytjendamálum Þýskalands. The Guardian greinir frá.

Trump hefur látið hafa eftir sér ummæli í viðtölum við breska blaðið Times og þýska blaðið Bild sem vakið hafa athygli. Þar hefur hann meðal annars tjáð sig um þá skoðun sína að sá mikli fjöldi flóttamanna sem komið hafi til Evrópu muni þýða endalok Evrópusambandsins.

Hann telur ákvörðun Merkel um að opna landamæri Þýskalands fyrir flóttamönnum hafa verið „hörmuleg“ mistök. Í sömu viðtölum lét Trump jafnframt hafa eftir sér að sér þætti varnarbandalagið NATO vera orðið úrelt.

Merkel tjáði sig um ummæli Trumps um endalok Evrópusambandsins og gerði honum það ljóst að hann komi ekki að mótun framtíðar Evrópu

„Við Evrópubúar höfum örlög okkar í eigin höndum. Hann hefur viðrað skoðanir sínar enn einu sinni. Við höfum vitað af þeim í nokkurn tíma. Mínar skoðanir í málinu eru einnig ljósar.“

Þá hafa aðrir stjórnmálamenn á opinberum vettvangi einnig gagnrýnt ummæli Trumps en Francois Hollande segir að Evrópubúar séu fullfærir um að sjá um sín mál sjálfir án ráðlegginga annarra á meðan John Kerry, núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur sagt að sér þyki ummæli Trumps óviðeigandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×