Heim í hús Guðmundur Andri Thorsson skrifar 16. janúar 2017 07:00 Oft er talað um að æðsta skylda formanns Sjálfstæðisflokksins sé að halda liðinu saman – gagnstætt því sem manni virðist stundum að leiðtogum jafnaðarmanna á Íslandi þyki brýnasta verkefni sitt: að halda liðinu sundruðu. Þessi sýn á hlutverk formanns Sjálfstæðismanna liggur meðal annars að baki harkalegri gagnrýni Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins á nýja ríkisstjórn. Stundum er talað um Davíð sem aftursætisbílstjóra í flokknum, en er hann kannski staddur í allt öðrum bíl? Væri ef til vill nær að líkja honum við kall með hatt sem ekur hægt á miðjum veginum og neitar að hleypa nokkrum fram úr sér úr langri bílaröð sem silast eftir þjóðveginum, og hann er staðráðinn í að leiða – alla leið að Hrafnabjörgum III.Að sleppa með skrökiðÍ hans huga, og margra Sjálfstæðismanna, er það höfuðsynd að „verðlauna“ fólkið úr Viðreisn með ráðherrastólum eftir það sem á undan er gengið. Í fyrsta lagi er ámælisvert að viðra aðrar skoðanir innanflokks en þær sem samþykkt liggur fyrir um að séu hinar réttu, og í öðru lagi er það refsivert að ganga úr flokknum vegna þessara skoðana – við slíkt fólk á ekki að hafa neitt saman að sælda, það hefur brennt allar brýr að baki sér og á ekki afturkvæmt, rétt eins og hjá Vottum Jehóva, þegar einhver ráfar af þröngum vegi dyggðarinnar, eða vill taka fram úr kallinum með hattinn á miðjum veginum. En Bjarni Benediktsson er kænn stjórnmálamaður. Sjálfstæðisflokkurinn var kominn langt undir hefðbundið kjörfylgi sitt eftir Hrunið – var með rétt rúmlega 20 prósent þegar verst lét og stefndi í enn meira óefni í kjölfar umræðu um aflandseyja-umsvif leiðtoga flokksins. Þá umræðu tókst Bjarna að koma í veg fyrir með því einfaldlega að stinga undir stól skýrslu um skattsvik og aflandsskráningar sem þeim tengjast og Panama bar varla á góma í umræðuþáttum fyrir kosningar, rétt eins og samkvæmt óskráðu samkomulagi, sem Birgitta Jónsdóttir rauf ein með því að halda á lofti spjaldi þar sem minnt var á þetta mikla tabú kosningabaráttunnar. Þegar Bjarni birti svo skýrsluna nú nauðbeygður vegna þrálátra eftirgrennslana blaðamanna Kjarnans varð hann uppvís að því að segja ósatt um það hvenær skýrslan barst í ráðuneyti hans – og þar með til hans – og skeikaði þar miklu þó að hann reyndi að byrsta sig við fréttamann RÚV til að breiða yfir ósannindin. Af einhverjum ástæðum þykir það aðeins frágangssök hjá íslenskum stjórnmálamönnum að skrökva að útlendum fjölmiðlum – Sigmundur Davíð hrökklaðist úr embættum sínum þegar hann reyndi að skrökva að sænskum sjónvarpsmanni eftir að hafa naumast sagt satt orð við íslenska fjölmiðla mánuðum saman. En það var eins og okkur fyndist það tilheyra og hann hefði eflaust komist upp með þetta hefði aðeins verið um Íslending að ræða og við hefðum ekki mátt horfa upp á heiminn sjá þessi ósköp. Og Bjarni er sennilega sloppinn með skrekkinn, og skrökið.Strok í fylgiHitt var ekki síður áhyggjuefni formanns Sjálfstæðisflokksins, að komið var strok í fylgið. Í huga kjósenda sem ekki höfðu til að bera flokkshollustu gamla skólans bar flokkurinn meginábyrgð á því efnahagsumhverfi sem leiddi til Hrunsins með öfgatrú á óskeikulleika „markaðarins“ og tilheyrandi afnámi reglugerða og hvers kyns eftirlits með útrásarvíkingunum („við vorum eins og sjómenn í Smugunni,“ sagði Pálmi í Fons seinna um þessa tíma í DV-viðtali). Það var strok í fylginu og fólk sem ekki vill að efnahagsstjórnin miðist öll eingöngu við hagsmuni útgerðarinnar og annarra sem gera upp í evrum (eða efrum eins og Hallgrímur Helgason talaði um, og er krónan þá neðrur) var komið á stjá; hafði margt kosið Samfylkinguna, en fór líka til Framsóknarflokksins þegar sá flokkur fór að tala um „heimilin í landinu“. Fylgið sem Framsókn fékk kom til baka eftir alþjóðahneisu Sigmundar Davíðs en þá var að ná aftur Samfylkingarfylginu – fólkinu sem vill sjá niðurstöður aðildarviðræðna að ESB áður en það ákveður sig, fólkinu sem vill meira frjálsræði í viðskiptum og miða meira við hagsmuni þéttbýlisbúa sem kaupa varning sinn á uppsprengdu verði og allt greitt í neðrum. Stofnun Viðreisnar reyndist himnasending fyrir Sjálfstæðismenn þegar kom að því að ná aftur þessu fylgi og ekki síður sú ákvörðum Besta flokksins að ganga í Viðreisn daginn eftir kosningar, að vísu án samráðs við kjósendur sína sem vissu ekki að þeir væru þar með að kjósa Benedikt og Þorgerði Katrínu. Og þar með er allt í einu komin ný ríkisstjórn sem er eins og landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Fari allt að vonum Sjálfstæðismanna verður Viðreisn þá fyrsti áfanginn á leiðinni heim í fjárhús, þegar forystuhrúturinn Benedikt frá Engey leiðir hjörðina heim úr villum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Oft er talað um að æðsta skylda formanns Sjálfstæðisflokksins sé að halda liðinu saman – gagnstætt því sem manni virðist stundum að leiðtogum jafnaðarmanna á Íslandi þyki brýnasta verkefni sitt: að halda liðinu sundruðu. Þessi sýn á hlutverk formanns Sjálfstæðismanna liggur meðal annars að baki harkalegri gagnrýni Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins á nýja ríkisstjórn. Stundum er talað um Davíð sem aftursætisbílstjóra í flokknum, en er hann kannski staddur í allt öðrum bíl? Væri ef til vill nær að líkja honum við kall með hatt sem ekur hægt á miðjum veginum og neitar að hleypa nokkrum fram úr sér úr langri bílaröð sem silast eftir þjóðveginum, og hann er staðráðinn í að leiða – alla leið að Hrafnabjörgum III.Að sleppa með skrökiðÍ hans huga, og margra Sjálfstæðismanna, er það höfuðsynd að „verðlauna“ fólkið úr Viðreisn með ráðherrastólum eftir það sem á undan er gengið. Í fyrsta lagi er ámælisvert að viðra aðrar skoðanir innanflokks en þær sem samþykkt liggur fyrir um að séu hinar réttu, og í öðru lagi er það refsivert að ganga úr flokknum vegna þessara skoðana – við slíkt fólk á ekki að hafa neitt saman að sælda, það hefur brennt allar brýr að baki sér og á ekki afturkvæmt, rétt eins og hjá Vottum Jehóva, þegar einhver ráfar af þröngum vegi dyggðarinnar, eða vill taka fram úr kallinum með hattinn á miðjum veginum. En Bjarni Benediktsson er kænn stjórnmálamaður. Sjálfstæðisflokkurinn var kominn langt undir hefðbundið kjörfylgi sitt eftir Hrunið – var með rétt rúmlega 20 prósent þegar verst lét og stefndi í enn meira óefni í kjölfar umræðu um aflandseyja-umsvif leiðtoga flokksins. Þá umræðu tókst Bjarna að koma í veg fyrir með því einfaldlega að stinga undir stól skýrslu um skattsvik og aflandsskráningar sem þeim tengjast og Panama bar varla á góma í umræðuþáttum fyrir kosningar, rétt eins og samkvæmt óskráðu samkomulagi, sem Birgitta Jónsdóttir rauf ein með því að halda á lofti spjaldi þar sem minnt var á þetta mikla tabú kosningabaráttunnar. Þegar Bjarni birti svo skýrsluna nú nauðbeygður vegna þrálátra eftirgrennslana blaðamanna Kjarnans varð hann uppvís að því að segja ósatt um það hvenær skýrslan barst í ráðuneyti hans – og þar með til hans – og skeikaði þar miklu þó að hann reyndi að byrsta sig við fréttamann RÚV til að breiða yfir ósannindin. Af einhverjum ástæðum þykir það aðeins frágangssök hjá íslenskum stjórnmálamönnum að skrökva að útlendum fjölmiðlum – Sigmundur Davíð hrökklaðist úr embættum sínum þegar hann reyndi að skrökva að sænskum sjónvarpsmanni eftir að hafa naumast sagt satt orð við íslenska fjölmiðla mánuðum saman. En það var eins og okkur fyndist það tilheyra og hann hefði eflaust komist upp með þetta hefði aðeins verið um Íslending að ræða og við hefðum ekki mátt horfa upp á heiminn sjá þessi ósköp. Og Bjarni er sennilega sloppinn með skrekkinn, og skrökið.Strok í fylgiHitt var ekki síður áhyggjuefni formanns Sjálfstæðisflokksins, að komið var strok í fylgið. Í huga kjósenda sem ekki höfðu til að bera flokkshollustu gamla skólans bar flokkurinn meginábyrgð á því efnahagsumhverfi sem leiddi til Hrunsins með öfgatrú á óskeikulleika „markaðarins“ og tilheyrandi afnámi reglugerða og hvers kyns eftirlits með útrásarvíkingunum („við vorum eins og sjómenn í Smugunni,“ sagði Pálmi í Fons seinna um þessa tíma í DV-viðtali). Það var strok í fylginu og fólk sem ekki vill að efnahagsstjórnin miðist öll eingöngu við hagsmuni útgerðarinnar og annarra sem gera upp í evrum (eða efrum eins og Hallgrímur Helgason talaði um, og er krónan þá neðrur) var komið á stjá; hafði margt kosið Samfylkinguna, en fór líka til Framsóknarflokksins þegar sá flokkur fór að tala um „heimilin í landinu“. Fylgið sem Framsókn fékk kom til baka eftir alþjóðahneisu Sigmundar Davíðs en þá var að ná aftur Samfylkingarfylginu – fólkinu sem vill sjá niðurstöður aðildarviðræðna að ESB áður en það ákveður sig, fólkinu sem vill meira frjálsræði í viðskiptum og miða meira við hagsmuni þéttbýlisbúa sem kaupa varning sinn á uppsprengdu verði og allt greitt í neðrum. Stofnun Viðreisnar reyndist himnasending fyrir Sjálfstæðismenn þegar kom að því að ná aftur þessu fylgi og ekki síður sú ákvörðum Besta flokksins að ganga í Viðreisn daginn eftir kosningar, að vísu án samráðs við kjósendur sína sem vissu ekki að þeir væru þar með að kjósa Benedikt og Þorgerði Katrínu. Og þar með er allt í einu komin ný ríkisstjórn sem er eins og landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Fari allt að vonum Sjálfstæðismanna verður Viðreisn þá fyrsti áfanginn á leiðinni heim í fjárhús, þegar forystuhrúturinn Benedikt frá Engey leiðir hjörðina heim úr villum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun