Langanesbyggð tapar tugum milljóna á leigusamningum Haraldur Guðmundsson skrifar 14. janúar 2017 07:00 Sveitarfélagið hefur áður átt í árangurslausum viðræðum við Heimavelli um leiguna. Langanesbyggð hefur stefnt Heimavöllum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í von um að losna undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn. Sveitarfélagið hefur tapað um 20 milljónum króna á samningunum sem voru undirritaðir árið 2011 og gilda til tíu ára. Lögmaður leigufélagsins er ósammála túlkun sveitarfélagsins á uppsagnarákvæði samninganna. Málarekstur Langanesbyggðar byggir á að skýrt ákvæði sé í verðtryggðum samningunum sem geri sveitarfélaginu kleift að segja þeim upp þegar fasteignirnar séu seldar öðru félagi. Íbúðirnar eru í raðhúsunum Miðholti 9 til 19 og voru í eigu V Laugavegs ehf. þegar samningarnir voru undirritaðir. Dótturfélag Heimavalla keypti V Laugaveg árið 2015. Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir í samtali við Fréttablaðið að leigutekjur sveitarfélagsins, sem framleigir íbúðirnar, séu í dag talsvert lægri en sú upphæð sem það greiðir leigusalanum Heimavöllum. Vill hann ekki svara hversu miklu munar en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur Langanesbyggð tapað um 20 milljónum króna á samkomulaginu og síðustu ár um fjórum milljónum á ári. Leigan er bókfærð sem skuldbinding í bókum sveitarfélagsins og setur því mark sitt á skuldastöðu þess.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar„Við erum að reyna að losna út úr samningunum þannig að Heimavellir leigi núverandi íbúum íbúðirnar. Þeir vilja halda okkur áfram sem leigjanda og það eru fjögur ár eftir. Það er skynsamleg meðferð á skattpeningum að athuga hvort okkar skilningur sé ekki réttur,“ segir Elías og tekur fram að sveitarfélagið hafi áður átt í árangurslausum viðræðum við Heimavelli um breytingar á leigusamningunum. „Ágreiningurinn snýst um það hvort uppsagnarákvæðið komi til framkvæmda annars vegar ef félagið er keypt, eða eigandi fasteignarinnar sé keyptur, eða hins vegar þegar einungis fasteignirnar sjálfar eru keyptar. Það er niðurstaða mín að þeir sem undirrituðu þessa samninga geti ekki staðfest túlkun sveitarfélagsins á uppsagnarákvæðinu,“ segir Steinn S. Finnbogason, lögmaður Heimavalla, sem er stærsta leigufélag landsins. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, fjárfestar og fyrrverandi atvinnumenn í knattspyrnu, undirrituðu samningana fyrir hönd V Laugavegs. Bræðurnir voru þá eigendur félagsins og í hluthafahópi þess alveg fram að kaupum Heimavalla á félaginu. Gunnólfur Lárusson var sveitarstjóri Langanesbyggðar árið 2011. Samningarnir voru gagnrýndir af sumum sveitarstjórnarmönnum og íbúum Langanesbyggðar en á fundi sveitarstjórnar í mars 2011 kom fram að leigutekjur myndu einungis standa undir 70 prósentum af greiddri leigu til V Laugavegs. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Langanesbyggð hefur stefnt Heimavöllum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í von um að losna undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn. Sveitarfélagið hefur tapað um 20 milljónum króna á samningunum sem voru undirritaðir árið 2011 og gilda til tíu ára. Lögmaður leigufélagsins er ósammála túlkun sveitarfélagsins á uppsagnarákvæði samninganna. Málarekstur Langanesbyggðar byggir á að skýrt ákvæði sé í verðtryggðum samningunum sem geri sveitarfélaginu kleift að segja þeim upp þegar fasteignirnar séu seldar öðru félagi. Íbúðirnar eru í raðhúsunum Miðholti 9 til 19 og voru í eigu V Laugavegs ehf. þegar samningarnir voru undirritaðir. Dótturfélag Heimavalla keypti V Laugaveg árið 2015. Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir í samtali við Fréttablaðið að leigutekjur sveitarfélagsins, sem framleigir íbúðirnar, séu í dag talsvert lægri en sú upphæð sem það greiðir leigusalanum Heimavöllum. Vill hann ekki svara hversu miklu munar en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur Langanesbyggð tapað um 20 milljónum króna á samkomulaginu og síðustu ár um fjórum milljónum á ári. Leigan er bókfærð sem skuldbinding í bókum sveitarfélagsins og setur því mark sitt á skuldastöðu þess.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar„Við erum að reyna að losna út úr samningunum þannig að Heimavellir leigi núverandi íbúum íbúðirnar. Þeir vilja halda okkur áfram sem leigjanda og það eru fjögur ár eftir. Það er skynsamleg meðferð á skattpeningum að athuga hvort okkar skilningur sé ekki réttur,“ segir Elías og tekur fram að sveitarfélagið hafi áður átt í árangurslausum viðræðum við Heimavelli um breytingar á leigusamningunum. „Ágreiningurinn snýst um það hvort uppsagnarákvæðið komi til framkvæmda annars vegar ef félagið er keypt, eða eigandi fasteignarinnar sé keyptur, eða hins vegar þegar einungis fasteignirnar sjálfar eru keyptar. Það er niðurstaða mín að þeir sem undirrituðu þessa samninga geti ekki staðfest túlkun sveitarfélagsins á uppsagnarákvæðinu,“ segir Steinn S. Finnbogason, lögmaður Heimavalla, sem er stærsta leigufélag landsins. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, fjárfestar og fyrrverandi atvinnumenn í knattspyrnu, undirrituðu samningana fyrir hönd V Laugavegs. Bræðurnir voru þá eigendur félagsins og í hluthafahópi þess alveg fram að kaupum Heimavalla á félaginu. Gunnólfur Lárusson var sveitarstjóri Langanesbyggðar árið 2011. Samningarnir voru gagnrýndir af sumum sveitarstjórnarmönnum og íbúum Langanesbyggðar en á fundi sveitarstjórnar í mars 2011 kom fram að leigutekjur myndu einungis standa undir 70 prósentum af greiddri leigu til V Laugavegs. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent