Lífið

Jökull mætti með brosið sitt fræga í skírn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jökull í góðum gír.
Jökull í góðum gír.
Jökull Júlíusson úr Kaleo var einn af mörgum sem mætti á Sushi Social í gærkvöldi þegar staðurinn var endurskírður formlega. 

Básúnuleikarinn Sammi spilaði undir ásamt félögum á meðan vígslan fór fram en það var sjálfur Siggi Hall sem sá um að gefa staðnum nýtt nafn.

Gestir staðarins voru með hressasta móti líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum. 

Veitingastaðurinn bar áður nafnið Sushisamba og er hann í miðbæ Reykjavíkur.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að veitingastaðurinn mætti ekki bera nafnið Sushisamba eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.

Sjá einnig: Sushisamba má ekki heita Sushisamba

Sushisamba var einn af tíu vinsælustu veitingastöðum landsins í byrjun síðasta árs samkvæmt tölum frá Meniga og seldi sushi fyrir um 300 milljónir króna árið 2015.

Siggi Hall var að sjálfsögðu mættur.
Sigga Kling spáði fyrir um örlög staðarins.
Siggi Hall skírði staðinn af gömlum sið.
Þessum leiddist ekkert.
Mætingin var nokkuð fín.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.