Enski boltinn

Hannes Þór verður ekki með í úrslitaleiknum á móti Síle

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hannes Þór Halldórsson er meiddur.
Hannes Þór Halldórsson er meiddur. vísir/getty
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, verður ekki með strákunum okkar þegar þeir mæta Síle í úrslitaleik Kínabikarsins á sunnudagsmorgun.

Hannes er meiddur en hann fékk þungt högg á hnéð í undanúrslitaleiknum á móti Kína sem strákarnir okkar unnu, 2-0, með mörkum Kjartans Henry Finnbogasonar og Arons Sigurðarson.

Hannes hefur verið í meðhöndlun hjá sjúkrateymi íslenska liðsins síðustu daga og í samráði við félag hans í Danmörku, Randers, var ákveðið að hann héldi heim fyrr en áætlað var þar sem meðhöndlun verður haldið áfram, að því fram kemur á vef KSÍ.

Það verður því annað hvort Ögmundur Kristinsson eða nýliðinn Rúnar Alex Rúnarsson sem standa vaktina í marki Íslands í úrslitaleiknum sem hefst klukkan 7.35 á sunnudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×