Körfubolti

Ragnar yfirgefur Caceres

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Er Ragnar á heimleið?
Er Ragnar á heimleið? vísir/vilhelm
Ragnar Nathanaelsson, landsliðsmiðherji í körfubolta, er farinn frá spænska B-deildarliðinu Caceres en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Ragnar gekk í raðir Caceres í sumar frá Þór í Þorlákshöfn en þetta er í annað sinn sem hann spreytir sig í atvinnumennsku. Hann var áður á mála hjá Sundsvall Dragons í Svíþjóð.

Þessi 218 sentimetra hái leikmaður fékk lítið að spila á Spáni en hann var að spila um sjö mínútur í leik hjá Caceres.

Félagið segir frá því á Twitter-síðu sinni að það hafi komist að samkomulagi við Ragnar um starfsflok og þakkar honum fyrir mikla fagmennsku. Caceres óskar íslenska leikmanninum einnig alls hins besta í framtíðinni.

Það ætti ekki að vera erfitt fyrir Ragnar að finna sér lið hér heima en kapphlaupið um hann er væntanlega farið á fullt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×