Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Banaslys varð á Grindavíkurvegi, rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu. Loftmyndir.is Bæjarstjórn Grindavíkur hefur óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. Þetta segir Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs. „Margoft og ítrekað erum við að benda Vegagerðinni á að það þurfi að taka til hendinni á þessum vegi,“ segir Kristín. Banaslys varð á veginum í gær. Átján ára stúlka lést í slysinu, norðan við afleggjarann að Bláa lóninu, og einn er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tildrög slyssins. „Þetta er ömurlegt. Samfélagið er í sárum út af þessu slysi. Þetta er hrikalegt,“ segir Kristín. Hún segir að slysið muni þrýsta á að brugðist verði við ástandi vegarins.Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur„Því miður er það yfirleitt eitthvað svona sem þarf til að fá viðbrögð. Því miður. Þess á ekki að þurfa,“ bætir hún við. Hún segir bæjarstjórn hafa lagt áherslu á það við Vegagerðina að laga bæri gatnamótin við afleggjarann að Bláa lóninu. „Síðan voru gerðar umbætur á þeim vegi, reyndar ekki í nokkru samráði við okkur, við fréttum bara af þessu þegar þeir voru byrjaðir,“ segir hún. Jafnframt hafi verið bent á að vegurinn sé fjölfarinn og þröngur. Umferðin hafi aukist mikið með auknum fjölda ferðamanna. „Nú er ég ekki að ákveða fyrirfram með hvaða hætti þetta slys átti sér stað en vegurinn er varasamur,“ segir Kristín enn fremur. Þá segist hún geta fullyrt að það þurfi að gera breytingar á veginum ef vel eigi að vera.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn ekki verri þegar kemur að breidd eða hönnun en aðra vegi sem bera tvöfalt meiri umferð. „Það eru umferðarmeiri vegir, til dæmis á milli Hveragerðis og Selfoss, sem eru svipaðir,“ segir Pétur. „Það sem við höfum horft til, og kallar þá á gríðarlega mikið fjármagn og nýjar hugsanir, er að aðskilja akstursstefnur. Það er besta leiðin til þess að koma í veg fyrir slys,“ segir hann enn fremur. Það verði gert með því að breyta vegunum í svokallaða 2+1 vegi. Þar sem tvær akreinar liggja í aðra áttina og ein í hina. Akstursstefnurnar eru síðan aðskildar með vegriði. Hann segir stefnt að því að gera slíkt á milli Hveragerðis og Selfoss. Á síðasta ári fóru að meðaltali 3.158 bílar um Grindavíkurveg á hverjum degi. Til samanburðar fóru 7.416 bílar að meðaltali á milli Hveragerðis og Selfoss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Grindavíkurvegi lokað vegna umferðarslyss Grindarvíkurvegi rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu hefur verið lokað vegna umferðarslyss. 12. janúar 2017 09:37 Átján ára stúlka lést í slysinu Einn alvarlega slasaður. 12. janúar 2017 13:07 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. Þetta segir Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs. „Margoft og ítrekað erum við að benda Vegagerðinni á að það þurfi að taka til hendinni á þessum vegi,“ segir Kristín. Banaslys varð á veginum í gær. Átján ára stúlka lést í slysinu, norðan við afleggjarann að Bláa lóninu, og einn er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tildrög slyssins. „Þetta er ömurlegt. Samfélagið er í sárum út af þessu slysi. Þetta er hrikalegt,“ segir Kristín. Hún segir að slysið muni þrýsta á að brugðist verði við ástandi vegarins.Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur„Því miður er það yfirleitt eitthvað svona sem þarf til að fá viðbrögð. Því miður. Þess á ekki að þurfa,“ bætir hún við. Hún segir bæjarstjórn hafa lagt áherslu á það við Vegagerðina að laga bæri gatnamótin við afleggjarann að Bláa lóninu. „Síðan voru gerðar umbætur á þeim vegi, reyndar ekki í nokkru samráði við okkur, við fréttum bara af þessu þegar þeir voru byrjaðir,“ segir hún. Jafnframt hafi verið bent á að vegurinn sé fjölfarinn og þröngur. Umferðin hafi aukist mikið með auknum fjölda ferðamanna. „Nú er ég ekki að ákveða fyrirfram með hvaða hætti þetta slys átti sér stað en vegurinn er varasamur,“ segir Kristín enn fremur. Þá segist hún geta fullyrt að það þurfi að gera breytingar á veginum ef vel eigi að vera.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn ekki verri þegar kemur að breidd eða hönnun en aðra vegi sem bera tvöfalt meiri umferð. „Það eru umferðarmeiri vegir, til dæmis á milli Hveragerðis og Selfoss, sem eru svipaðir,“ segir Pétur. „Það sem við höfum horft til, og kallar þá á gríðarlega mikið fjármagn og nýjar hugsanir, er að aðskilja akstursstefnur. Það er besta leiðin til þess að koma í veg fyrir slys,“ segir hann enn fremur. Það verði gert með því að breyta vegunum í svokallaða 2+1 vegi. Þar sem tvær akreinar liggja í aðra áttina og ein í hina. Akstursstefnurnar eru síðan aðskildar með vegriði. Hann segir stefnt að því að gera slíkt á milli Hveragerðis og Selfoss. Á síðasta ári fóru að meðaltali 3.158 bílar um Grindavíkurveg á hverjum degi. Til samanburðar fóru 7.416 bílar að meðaltali á milli Hveragerðis og Selfoss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Grindavíkurvegi lokað vegna umferðarslyss Grindarvíkurvegi rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu hefur verið lokað vegna umferðarslyss. 12. janúar 2017 09:37 Átján ára stúlka lést í slysinu Einn alvarlega slasaður. 12. janúar 2017 13:07 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Grindavíkurvegi lokað vegna umferðarslyss Grindarvíkurvegi rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu hefur verið lokað vegna umferðarslyss. 12. janúar 2017 09:37