Mayweather býður Conor tæpa tvo milljarða fyrir að mæta sér í hringnum 12. janúar 2017 09:30 Þetta yrði rosalegt! vísir Floyd Mayweather Jr., einn besti hnefaleikakappi sögunnar, hefur boðið írsku MMA-ofurstjörnunni og Íslandsvininum Conor McGregor að mæta sér í hnefaleikahringnum. Þessu sagði Mayweather sjálfur frá í viðtali í þætti á íþróttasjónvarpsstöðinni ESPN í gær. Hann sagði að hnefaleikabardagi við írska vélbyssukjaftinn væri það eina sem gæti lokkað hann til að taka fram hanskana aftur en Mayweather hætti fyrir tveimur árum ósigraður eftir 49 bardaga.Sjá einnig:Conor ögrar Maywaether: Mun brjóta á honum andlitið „Ég er viðskiptamaður og þetta er eitthvað sem mun ganga upp,“ sagði Mayweather sem er búinn að bjóða Conor fimmtán milljónir dollara eða tæplega tvo milljarða íslenskra króna fyrir að berjast við sig. Conor hefur áður sagt að hann vilji fá 100 milljónir dollara fyrir að berjast við hnefaleikagoðsögnina en honum bjóðast þessar fimmtán bara fyrir það eitt að mæta til leiks. „Við erum tilbúnir til að borga honum 15 milljónir dollara og svo getum við talað um hvernig við skiptum aðgangseyrinum og sjónvarpstekjunum. Þeir vita alveg hver talan mín er. Hún er alltaf 100 milljónir dollara. Það er mín tala,“ sagði Mayweather sem er alveg með munninn fyrir neðan nefið eins og Írinn. Conor veit alveg af tekjumöguleikum í kringum þennan bardaga og nældi sér því í hnefaleikaleyfi undir lok síðasta árs. Það gæti því verið styttra í þennan ofurbardaga en margir telja. Írinn er þó samningsbundinn UFC og þyrfti það samband að fá að taka þátt í herferðinni fyrir bardagann ef af verður og væntanlega að fá sneið af kökunni. MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Floyd Mayweather Jr., einn besti hnefaleikakappi sögunnar, hefur boðið írsku MMA-ofurstjörnunni og Íslandsvininum Conor McGregor að mæta sér í hnefaleikahringnum. Þessu sagði Mayweather sjálfur frá í viðtali í þætti á íþróttasjónvarpsstöðinni ESPN í gær. Hann sagði að hnefaleikabardagi við írska vélbyssukjaftinn væri það eina sem gæti lokkað hann til að taka fram hanskana aftur en Mayweather hætti fyrir tveimur árum ósigraður eftir 49 bardaga.Sjá einnig:Conor ögrar Maywaether: Mun brjóta á honum andlitið „Ég er viðskiptamaður og þetta er eitthvað sem mun ganga upp,“ sagði Mayweather sem er búinn að bjóða Conor fimmtán milljónir dollara eða tæplega tvo milljarða íslenskra króna fyrir að berjast við sig. Conor hefur áður sagt að hann vilji fá 100 milljónir dollara fyrir að berjast við hnefaleikagoðsögnina en honum bjóðast þessar fimmtán bara fyrir það eitt að mæta til leiks. „Við erum tilbúnir til að borga honum 15 milljónir dollara og svo getum við talað um hvernig við skiptum aðgangseyrinum og sjónvarpstekjunum. Þeir vita alveg hver talan mín er. Hún er alltaf 100 milljónir dollara. Það er mín tala,“ sagði Mayweather sem er alveg með munninn fyrir neðan nefið eins og Írinn. Conor veit alveg af tekjumöguleikum í kringum þennan bardaga og nældi sér því í hnefaleikaleyfi undir lok síðasta árs. Það gæti því verið styttra í þennan ofurbardaga en margir telja. Írinn er þó samningsbundinn UFC og þyrfti það samband að fá að taka þátt í herferðinni fyrir bardagann ef af verður og væntanlega að fá sneið af kökunni.
MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira