„Ekki full vinna að æfa í tvo tíma á dag“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2017 09:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson og frá leik í Pepsi-deild karla. Vísir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fjölmiðlamaður og knattspyrnuþjálfari, er ekki ánægður með viðhorf og vinnuframlag þeirra leikmanna á Íslandi sem þiggja há laun fyrir sína vinnu. Hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni um laun knattspyrnumanna og fór um víðan völl. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Þegar talið berst að knattspyrnumönnum á Íslandi segir Óskar Hrafn að bestu liðin á Íslandi, sem borgi bestu launin, geti og eigi að gera mun meiri kröfur á sína leikmenn en þeir gera í dag. Hann segir að munurinn á bestu liðunum á Íslandi og í nágrannalöndunum, líkt og í Noregi, eigi ekki að vera jafn mikill og hann hefur verið.Menn leggja ekki nógu mikið á sig „Ég fékk sjokk þegar ég sá KR spila við Rosenborg sumarið 2015,“ sagði Óskar Hrafn í viðtalinu. „Þar kom besta lið Noregs en Rosenborg hefur oft verið með betra lið á síðustu 20 árum en þá. En þeir voru einfaldlega á allt öðrum stað hvað varðar líkamlega þáttinn,“ segir hann. „Munurinn var geigvænlegur. Hann var óþægilega mikill fyrir mitt leyti. Af hverju er það? Sennilega sinnum við ekki styrktarþjálfun nógu vel í yngri flokkum, sem ég held reyndar að breytast í dag.“ „Ég held að menn leggi ekki nógu mikið á sig í meistaraflokki. Menn taka lyftingar ekki nógu alvarlega. Menn mæta of mikið í ræktina bara til að mæta í ræktina.“Fær borgað og æfir eins og atvinnumaður Hann lofaði Gary Martin sérstaklega sem hann segir æfa almennt meira en aðrir leikmenn á Íslandi. Martin er nú líklega á leið til Lokeren í Belgíu en hann fór sem lánsmaður til Lilleström í Noregi á síðasta tímabili. „Hann fær borgað eins og atvinnumaður og æfir eins og atvinnumaður. Hann æfir tvisvar á dag. Hann er að vinna sem fótboltamaður“ Óskar Hrafn hefur gagnrýnt laun íslenskra fótboltamanana, sérstaklega þar sem þeir fá margir greitt eins og þeir væru í fullri vinnu sem fótboltamenn. „En það eru engar kvaðir á þá. Ég held að félögin þurfi að vakna. Ef félög ætla að borga leikmönnum 700 þúsund krónur á mánuði þá eiga þau heimtingu á því að þeir mæti klukkan níu á morgnana. Að þeir fari í ræktina, út á völl og ef það er ekkert að gera að þeir þjálfi þá yngstu flokkana. Að menn séu bara í vinnunni.“ „Þetta eru ekki bara tveir tímar á dag. Það er ekki full vinna. Ef menn sinna þessu almennilega þá verða þeir kannski betri.“ Hann segir að félög á Íslandi kaupi ekki leikmenn til að auka treyjusölu eða miðasölu. Þau fái leikmenn sem hjálpi liðinu að ná árangri og afla tekna. „Besta leiðin til þess er að æfa mikið. Félög eiga að fá meira fyrir fjárfestinguna. Það er alltaf val hvað þú vilt borga fyrir leikmann.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, fjölmiðlamaður og knattspyrnuþjálfari, er ekki ánægður með viðhorf og vinnuframlag þeirra leikmanna á Íslandi sem þiggja há laun fyrir sína vinnu. Hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni um laun knattspyrnumanna og fór um víðan völl. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Þegar talið berst að knattspyrnumönnum á Íslandi segir Óskar Hrafn að bestu liðin á Íslandi, sem borgi bestu launin, geti og eigi að gera mun meiri kröfur á sína leikmenn en þeir gera í dag. Hann segir að munurinn á bestu liðunum á Íslandi og í nágrannalöndunum, líkt og í Noregi, eigi ekki að vera jafn mikill og hann hefur verið.Menn leggja ekki nógu mikið á sig „Ég fékk sjokk þegar ég sá KR spila við Rosenborg sumarið 2015,“ sagði Óskar Hrafn í viðtalinu. „Þar kom besta lið Noregs en Rosenborg hefur oft verið með betra lið á síðustu 20 árum en þá. En þeir voru einfaldlega á allt öðrum stað hvað varðar líkamlega þáttinn,“ segir hann. „Munurinn var geigvænlegur. Hann var óþægilega mikill fyrir mitt leyti. Af hverju er það? Sennilega sinnum við ekki styrktarþjálfun nógu vel í yngri flokkum, sem ég held reyndar að breytast í dag.“ „Ég held að menn leggi ekki nógu mikið á sig í meistaraflokki. Menn taka lyftingar ekki nógu alvarlega. Menn mæta of mikið í ræktina bara til að mæta í ræktina.“Fær borgað og æfir eins og atvinnumaður Hann lofaði Gary Martin sérstaklega sem hann segir æfa almennt meira en aðrir leikmenn á Íslandi. Martin er nú líklega á leið til Lokeren í Belgíu en hann fór sem lánsmaður til Lilleström í Noregi á síðasta tímabili. „Hann fær borgað eins og atvinnumaður og æfir eins og atvinnumaður. Hann æfir tvisvar á dag. Hann er að vinna sem fótboltamaður“ Óskar Hrafn hefur gagnrýnt laun íslenskra fótboltamanana, sérstaklega þar sem þeir fá margir greitt eins og þeir væru í fullri vinnu sem fótboltamenn. „En það eru engar kvaðir á þá. Ég held að félögin þurfi að vakna. Ef félög ætla að borga leikmönnum 700 þúsund krónur á mánuði þá eiga þau heimtingu á því að þeir mæti klukkan níu á morgnana. Að þeir fari í ræktina, út á völl og ef það er ekkert að gera að þeir þjálfi þá yngstu flokkana. Að menn séu bara í vinnunni.“ „Þetta eru ekki bara tveir tímar á dag. Það er ekki full vinna. Ef menn sinna þessu almennilega þá verða þeir kannski betri.“ Hann segir að félög á Íslandi kaupi ekki leikmenn til að auka treyjusölu eða miðasölu. Þau fái leikmenn sem hjálpi liðinu að ná árangri og afla tekna. „Besta leiðin til þess er að æfa mikið. Félög eiga að fá meira fyrir fjárfestinguna. Það er alltaf val hvað þú vilt borga fyrir leikmann.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira