Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Anton Egilsson skrifar 10. janúar 2017 23:02 Þórdís Kolbrún er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Vísir/Vilhelm „Ég tek við þessu af auðmýkt og þakklæti,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í samtali við Vísi en hún er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Hún hlakkar mikið til að takast á við nýja starfið og þakkar bæði formanninum, Bjarna Benediktssyni, og þingflokknum það traust sem henni er sýnt. Hún segist þá algjörlega reiðubúin að axla þá ábyrgð sem henni hefur verið falin. Þórdís sem er lögfræðingur að mennt situr nú sitt fyrsta kjörtímabil sem þingmaður og hefur því litla reynslu sem slíkur. Hún hefur þó reynslu af störfum í ráðuneyti því áður starfaði hún sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal í innanríkisráðuneytinu. Þá reynslu segist hún taka með sér inn í nýja starfið. „Ég hef auðvitað góða reynslu úr ráðuneytinu með Ólöfu. Það að hafa verið í læri hjá henni er ekki lítils virði og ég tek það með mér. Svo reynir maður auðvitað bara að nýta þá mannkosti sem maður hefur.”Í pólitík til að hafa áhrifÞá segir Þórdís að hún hafi ekki búist við því að verða gerð að ráðherra. Hún segir það jafnframt ekki beint hafa verið á markmiðalistanum að verða ráðherra fyrir þrítugt. Það sé hins vegar svo að hennar sögn að þegar maður taki ákvörðun um að fara í pólitík þá geri maður það til að hafa áhrif. Að setjast í ráðherrastól sé góð leið til þess. „Það er góð leið til að hafa áhrif að setjast ráðuneyti og fá að stýra því.” Henni líst þá afskaplega vel á nýskipaða ríkisstjórn sem hún segir bera með sér ferska vinda. „Ég er handviss um að það séu mikil tækifæri í þessari ríkisstjórn, þetta eru ferskir vindar,” sagði Þórdís að lokum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
„Ég tek við þessu af auðmýkt og þakklæti,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í samtali við Vísi en hún er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Hún hlakkar mikið til að takast á við nýja starfið og þakkar bæði formanninum, Bjarna Benediktssyni, og þingflokknum það traust sem henni er sýnt. Hún segist þá algjörlega reiðubúin að axla þá ábyrgð sem henni hefur verið falin. Þórdís sem er lögfræðingur að mennt situr nú sitt fyrsta kjörtímabil sem þingmaður og hefur því litla reynslu sem slíkur. Hún hefur þó reynslu af störfum í ráðuneyti því áður starfaði hún sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal í innanríkisráðuneytinu. Þá reynslu segist hún taka með sér inn í nýja starfið. „Ég hef auðvitað góða reynslu úr ráðuneytinu með Ólöfu. Það að hafa verið í læri hjá henni er ekki lítils virði og ég tek það með mér. Svo reynir maður auðvitað bara að nýta þá mannkosti sem maður hefur.”Í pólitík til að hafa áhrifÞá segir Þórdís að hún hafi ekki búist við því að verða gerð að ráðherra. Hún segir það jafnframt ekki beint hafa verið á markmiðalistanum að verða ráðherra fyrir þrítugt. Það sé hins vegar svo að hennar sögn að þegar maður taki ákvörðun um að fara í pólitík þá geri maður það til að hafa áhrif. Að setjast í ráðherrastól sé góð leið til þess. „Það er góð leið til að hafa áhrif að setjast ráðuneyti og fá að stýra því.” Henni líst þá afskaplega vel á nýskipaða ríkisstjórn sem hún segir bera með sér ferska vinda. „Ég er handviss um að það séu mikil tækifæri í þessari ríkisstjórn, þetta eru ferskir vindar,” sagði Þórdís að lokum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01