Innlent

Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá blaðamannafundi formanna flokkanna í dag þar sem stjórnarsáttmálinn var kynntur.
Frá blaðamannafundi formanna flokkanna í dag þar sem stjórnarsáttmálinn var kynntur. vísir/ernir
Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar samþykktu í kvöld ráðherraskipan flokkanna í nýrri ríkisstjórn en alls eru ellefu ráðherrar í stjórninni, sjö karlar og fjórar konur. Forseti þingsins, sem er ígildi ráðherraembættis, er einnig kona, Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Af þeim ellefu ráðherrum sem taka sæti í ríkisstjórn hafa sjö aldrei áður gegnt ráðherraembætti.

Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn eru eftirfarandi:  

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sjálfstæðisflokki

Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, Viðreisn - er að taka sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, Bjartri framtíð - er að taka sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Sjálfstæðisflokki

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, Viðreisn

Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, Bjartri framtíð - er að taka sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Sjálfstæðisflokki - er að taka sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn

Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, Viðreisn - er að taka sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn

Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu,- fjarskipta- og byggðamála, Sjálfstæðisflokki - er að taka sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, Sjálfstæðisflokki - er að taka sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn

Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, Sjálfstæðisflokki



Rætt var við þau Guðlaug Þór, Björt Ólafsdóttur og Þorstein Víglundsson í 19:10 að loknum kvöldfréttum í kvöld en umræðuna má sjá í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir

Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn

Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×