Sjálfstæðisflokkurinn fær alls sex ráðherra og tekur við forsætisráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu auk þess sem flokkurinn mun fara fyrir ráðuneyti ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Innanríkisráðuneytinu verður skipt í tvennt og munu þar starfa tveir ráðherrar, annars vegar á sviði samskipta, fjarskipta og sveitarstjórnarmála og hinn á sviði dómsmála.
Viðreisn fær þrjá ráðherra og tekur við fjármálaráðuneytinu, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu auk félagsmálahluta velferðaráðuneytisins, en Björt framtíð fer með heilbrigðishluta þess ráðuneytis.
Þá tekur Björt framtíð við umhverfisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu.
Hér fyrir neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum sem Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, héldu í Gerðarsafni í Kópavogi fyrr í dag.