Stjórnarandstaðan sameinast um aukið aðhald gegn nýrri ríkisstjórn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. janúar 2017 12:24 Ný ríkisstjórn er einungis með eins manns meirihluta. Aukið aðhald stjórnarandstöðunnar mun því geta gert stjórninni erfitt fyrir. vísir/ernir Forystufólk þingflokka nýrrar stjórnarandstöðu kom saman til fundar í gær til þess að stilla saman strengi sína nú eftir að ljóst er að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð munu taka við stjórnartaumunum. Ákveðið var að stjórnarandstaðan muni sýna nýrri ríkisstjórn aukið aðhald en þannig ættu flokkarnir að geta knúið fram einhver af sínum helstu málefnum, enda er ný ríkisstjórn með einungis eins manns meirihluta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sat fundinn í gær. Hann segir að farið hafi verið yfir ýmis málefni á fundinum; samstöðu stjórnarandstöðunnar, nefndarskipan og fleira. „Við vorum náttúrulega bara sammála um að það væri hlutverk stjórnarandstöðu að sýna aðhald. Svo verður auðvitað bara að koma í ljós hvar við eigum samleið og hvar ekki, en við að sjálfsögðu tökum þetta hlutverk okkar alvarlega,“ segir hann. „Auðvitað ræddum við þennan veika meirihluta en við þurfum á sama tíma að vera trú okkar stefnu og sýna stjórninni aðhald.“Sjá sóknarfæri í veikum meirihluta Logi segir mikilvægt að ríkisstjórnin standi við loforð sín, en vill þó ekki staðfesta að stjórnarandstaðan ætli að ganga sameinuð til starfa. „Tveir af þessum flokkum eru að gefa töluvert eftir í sínum málefnum. Það eru mál sem þeir hefðu náð fram, til dæmis í fimm flokka stjórn, þannig að þarna sjáum við sóknarfæri. Við hljótum að geta hugsanlega náð þeim fram þrátt fyrir allt, að minnsta kosti einhverju af þeim.“ Fundurinn var haldinn að frumkvæði Vinstri grænna en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sátu fundinn fyrir hönd flokksins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Birgitta Jónsdóttir mætti fyrir hönd Pírata og Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson fyrir Framsókn sóttu fundinn, en það er í fyrsta sinn sem Píratar og Framsókn funda eftir kosningar, enda hafa Píratar ítrekað lýst því yfir að þeir vilji ekki starfa með Framsóknarflokknum. Kosningar 2016 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Forystufólk þingflokka nýrrar stjórnarandstöðu kom saman til fundar í gær til þess að stilla saman strengi sína nú eftir að ljóst er að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð munu taka við stjórnartaumunum. Ákveðið var að stjórnarandstaðan muni sýna nýrri ríkisstjórn aukið aðhald en þannig ættu flokkarnir að geta knúið fram einhver af sínum helstu málefnum, enda er ný ríkisstjórn með einungis eins manns meirihluta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sat fundinn í gær. Hann segir að farið hafi verið yfir ýmis málefni á fundinum; samstöðu stjórnarandstöðunnar, nefndarskipan og fleira. „Við vorum náttúrulega bara sammála um að það væri hlutverk stjórnarandstöðu að sýna aðhald. Svo verður auðvitað bara að koma í ljós hvar við eigum samleið og hvar ekki, en við að sjálfsögðu tökum þetta hlutverk okkar alvarlega,“ segir hann. „Auðvitað ræddum við þennan veika meirihluta en við þurfum á sama tíma að vera trú okkar stefnu og sýna stjórninni aðhald.“Sjá sóknarfæri í veikum meirihluta Logi segir mikilvægt að ríkisstjórnin standi við loforð sín, en vill þó ekki staðfesta að stjórnarandstaðan ætli að ganga sameinuð til starfa. „Tveir af þessum flokkum eru að gefa töluvert eftir í sínum málefnum. Það eru mál sem þeir hefðu náð fram, til dæmis í fimm flokka stjórn, þannig að þarna sjáum við sóknarfæri. Við hljótum að geta hugsanlega náð þeim fram þrátt fyrir allt, að minnsta kosti einhverju af þeim.“ Fundurinn var haldinn að frumkvæði Vinstri grænna en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sátu fundinn fyrir hönd flokksins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Birgitta Jónsdóttir mætti fyrir hönd Pírata og Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson fyrir Framsókn sóttu fundinn, en það er í fyrsta sinn sem Píratar og Framsókn funda eftir kosningar, enda hafa Píratar ítrekað lýst því yfir að þeir vilji ekki starfa með Framsóknarflokknum.
Kosningar 2016 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira