Gjörningar gegn skammdegi Magnús Guðmundsson skrifar 10. janúar 2017 11:00 Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Kathy Clark í glugganum sem myndar Wind and Weather Window Gallery við Hverfisgötuna. Visir/Stefán Við Hverfisgötuna í Reykjavík er rekið skemmtilegt gallerí sem kallast Wind and Weather Window Gallery sem gæti útlagst Gluggagalleríið út í veður og vind. Galleríið er listamannarekið en núna þessa dimmustu daga árins ætla nokkrar gjörningakonur að sýna þar seríu í þremur hlutum. Það er gjörningalistakonan Kathy Clarke sem heldur utan um verkefnið og hún segir að fyrsta verkið hafi fengið góðar viðtökur þegar það hóf göngu sína um síðustu helgi. „Fyrsta verkið, þá vinnum við Ásdís Sif Gunnarsdóttir gjörningalistakona þetta saman. Hún ætlar að koma fram alls fimm sinnum á því tímabili sem hún er með galleríið. Það er öllum velkomið að koma og taka þátt en Ásdís Sif býður fólki að setjast fyrir framan gluggann en hennar persóna er völvan Madame Lilith sem kemur frá öðum tíma og rúmi jafnvel. Madame Lilith mun svo bjóða upp á spádómsfundi og færa fólki upplýsingar um óendanlega nærveru með aðstoð upplýsingatækni. En þegar völvan er ekki til staðar í líkama þá verður hún til staðar fyrir tilstilli upptökutækni.“ Einnig er hægt að panta tíma hjá völvunni í gegnum netfangið asdissifgunnarsdottir@gmail.com en sýningarnar eru einnig allar straumspilaðar í beinni útsendingu á artzine.is. „Mér finnst líka skemmtilegt við þetta að sviðið er nánast eins og hliðarsýningarsvið á karnivali. Í þessari innsetningu situr Madame Lilith í hásæti sínu innan um allt sitt hafurtask. Mér finnst þetta vera áhugaverð og skemmtileg leið til þess að lýsa upp skammdegið þessa dimmustu dagar vetrar og færa fólki eitthvað skemmtilegt sem er bókstaflega frá öðrum heimi.“ Kathy segir að síðasta sýningin hjá Madame Lilith verði þann 20 janúar og í framhaldinu taki Ásta Fanney Sigurðardóttir við. Sýning Ástu nefnist Ráðgjafinn og þar mun verða boðið upp á þjónustu í gluggaskrifstofu innra eftirlits. Ráðgjafinn kemur til með að skoða ýmsar ráðgátur sem leynast í strúktúrum hversdagsins. „Ásta Sigríður er myndlistarkona en einnig tónlistarkona og ljóðskáld. Þessi sýning er því óræð blanda af alls konar miðlum sem safnast saman í fyrirbæri sem hún nefnir Zolta, þar sem mynstur glundroðans er gert að viðfangsefni.“ Í febrúar tekur svo þriðja listakonan við en það er Katrín Inga Jónsdóttir. Þessi þriðja sýning seríunnar kallast Nuddarinn. „Katrín Inga ætlar að kynna núning lista með þeirri nánu þjónustu sem fótanudd er. Hún leggur upp með að miðla einlægninni sem listin vinnur að í þjónustu við samfélagið. En fótanuddið er myndhverfing yfir það sem listamenn gera á öðrum sviðum og miðlar djúpri nærveru með sambærilegum hætti.“ Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Við Hverfisgötuna í Reykjavík er rekið skemmtilegt gallerí sem kallast Wind and Weather Window Gallery sem gæti útlagst Gluggagalleríið út í veður og vind. Galleríið er listamannarekið en núna þessa dimmustu daga árins ætla nokkrar gjörningakonur að sýna þar seríu í þremur hlutum. Það er gjörningalistakonan Kathy Clarke sem heldur utan um verkefnið og hún segir að fyrsta verkið hafi fengið góðar viðtökur þegar það hóf göngu sína um síðustu helgi. „Fyrsta verkið, þá vinnum við Ásdís Sif Gunnarsdóttir gjörningalistakona þetta saman. Hún ætlar að koma fram alls fimm sinnum á því tímabili sem hún er með galleríið. Það er öllum velkomið að koma og taka þátt en Ásdís Sif býður fólki að setjast fyrir framan gluggann en hennar persóna er völvan Madame Lilith sem kemur frá öðum tíma og rúmi jafnvel. Madame Lilith mun svo bjóða upp á spádómsfundi og færa fólki upplýsingar um óendanlega nærveru með aðstoð upplýsingatækni. En þegar völvan er ekki til staðar í líkama þá verður hún til staðar fyrir tilstilli upptökutækni.“ Einnig er hægt að panta tíma hjá völvunni í gegnum netfangið asdissifgunnarsdottir@gmail.com en sýningarnar eru einnig allar straumspilaðar í beinni útsendingu á artzine.is. „Mér finnst líka skemmtilegt við þetta að sviðið er nánast eins og hliðarsýningarsvið á karnivali. Í þessari innsetningu situr Madame Lilith í hásæti sínu innan um allt sitt hafurtask. Mér finnst þetta vera áhugaverð og skemmtileg leið til þess að lýsa upp skammdegið þessa dimmustu dagar vetrar og færa fólki eitthvað skemmtilegt sem er bókstaflega frá öðrum heimi.“ Kathy segir að síðasta sýningin hjá Madame Lilith verði þann 20 janúar og í framhaldinu taki Ásta Fanney Sigurðardóttir við. Sýning Ástu nefnist Ráðgjafinn og þar mun verða boðið upp á þjónustu í gluggaskrifstofu innra eftirlits. Ráðgjafinn kemur til með að skoða ýmsar ráðgátur sem leynast í strúktúrum hversdagsins. „Ásta Sigríður er myndlistarkona en einnig tónlistarkona og ljóðskáld. Þessi sýning er því óræð blanda af alls konar miðlum sem safnast saman í fyrirbæri sem hún nefnir Zolta, þar sem mynstur glundroðans er gert að viðfangsefni.“ Í febrúar tekur svo þriðja listakonan við en það er Katrín Inga Jónsdóttir. Þessi þriðja sýning seríunnar kallast Nuddarinn. „Katrín Inga ætlar að kynna núning lista með þeirri nánu þjónustu sem fótanudd er. Hún leggur upp með að miðla einlægninni sem listin vinnur að í þjónustu við samfélagið. En fótanuddið er myndhverfing yfir það sem listamenn gera á öðrum sviðum og miðlar djúpri nærveru með sambærilegum hætti.“
Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira