Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. janúar 2017 23:00 Vísir/Getty UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. Donald Cerrone er einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann vill berjast sem oftast og er iðulega í stórskemmtilegum bardögum. Þá fer hann ekki í felur með ást sína á jaðaríþróttum og sést reglulega stunda hættulegar íþróttir aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga. Andstæðingur hans í nótt, Jorge Masvidal, er ekki síður áhugaverður. Masvidal fékk nefnilega sína fyrstu reynslu úr götuslagsmálunum með Kimbo Slice! Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að standa á sínu og verja sig. Masvidal komst þó fljótt af því að honum fannst ekkert leiðinlegt að þurfa að slást til að koma í veg fyrir að einhver stæli hjólinu sínu. Masvidal elskaði box og ólympíska glímu en var ekki með nægilega góðar einkunnir til að komast í skólaliðið í glímunni. Hann datt snemma úr skóla en fann MMA sem sameinaði áhuga hans á boxi og glímunni. Á þeim tíma var þó ekkert um áhugamannabardaga eins og gengur og gerist í dag. Til að fá reynslu tók hann þá furðulegu ákvörðun að fara í götuslagsmálin í Miami. Sú sena blómstraði um miðjan síðasta áratug og rakaði aðalstjarnan Kimbo Slice inn milljónum af myndböndum af slagsmálunum á YouTube. Masvidal sagði skilið við götuslagsmálin um leið og hann var farinn að fá tækifæri í alvöru MMA bardögum og saknar götuslagsmálanna ekki neitt. Hann er ekki stoltur af þessum bakgrunni sínum en skammast sín ekki heldur. Að sögn Masvidal er talsvert þægilegra að berjast í MMA enda á hann ekki í hættu á að vera stunginn af vinum andstæðinga sinna ef Masvidal sigrar. Helsta vandamál Masvidal í UFC er að hann fær ekki að berjast nógu oft. Masvidal barðist „bara“ þrisvar í fyrra en vill helst fá fjóra til fimm bardaga á ári. Hann fær þó að berjast í nótt en þeir Cerrone og Masvidal mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 1. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Julianna Pena en sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í bantamvigt kvenna. MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. Donald Cerrone er einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann vill berjast sem oftast og er iðulega í stórskemmtilegum bardögum. Þá fer hann ekki í felur með ást sína á jaðaríþróttum og sést reglulega stunda hættulegar íþróttir aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga. Andstæðingur hans í nótt, Jorge Masvidal, er ekki síður áhugaverður. Masvidal fékk nefnilega sína fyrstu reynslu úr götuslagsmálunum með Kimbo Slice! Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að standa á sínu og verja sig. Masvidal komst þó fljótt af því að honum fannst ekkert leiðinlegt að þurfa að slást til að koma í veg fyrir að einhver stæli hjólinu sínu. Masvidal elskaði box og ólympíska glímu en var ekki með nægilega góðar einkunnir til að komast í skólaliðið í glímunni. Hann datt snemma úr skóla en fann MMA sem sameinaði áhuga hans á boxi og glímunni. Á þeim tíma var þó ekkert um áhugamannabardaga eins og gengur og gerist í dag. Til að fá reynslu tók hann þá furðulegu ákvörðun að fara í götuslagsmálin í Miami. Sú sena blómstraði um miðjan síðasta áratug og rakaði aðalstjarnan Kimbo Slice inn milljónum af myndböndum af slagsmálunum á YouTube. Masvidal sagði skilið við götuslagsmálin um leið og hann var farinn að fá tækifæri í alvöru MMA bardögum og saknar götuslagsmálanna ekki neitt. Hann er ekki stoltur af þessum bakgrunni sínum en skammast sín ekki heldur. Að sögn Masvidal er talsvert þægilegra að berjast í MMA enda á hann ekki í hættu á að vera stunginn af vinum andstæðinga sinna ef Masvidal sigrar. Helsta vandamál Masvidal í UFC er að hann fær ekki að berjast nógu oft. Masvidal barðist „bara“ þrisvar í fyrra en vill helst fá fjóra til fimm bardaga á ári. Hann fær þó að berjast í nótt en þeir Cerrone og Masvidal mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 1. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Julianna Pena en sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í bantamvigt kvenna.
MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira