Möguleiki á áframhaldandi samstarfi Þórs og KA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2017 18:31 Leikmenn Þórs/KA fagna marki gegn Fylki síðasta sumar. vísir/hanna Í vikunni hafa staðið yfir viðræður á milli Þórs og KA, með milligöngu Íþróttabandalags Akureyrar, um samstarf sameiginlegs kvennaliðs Þórs/KA í fótbolta. Niðurstaða þessara viðræðna er að bæði félög eru tilbúin að hefja vinnu til að tryggja áframhaldandi samstarf, og þar með framtíð Þórs/KA í kvennafótboltanum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Þórs, KA og ÍBA. Þar kemur einnig fram að búið sé að stofna vinnuhóp með fulltrúum ÍBA, KA og Þórs. Markmið hans er að koma með tillögur að áframhaldandi samstarfi sem tryggir jafna aðkomu Þórs og KA. Einnig hefur verið tekin ákvörðun um að Þór/KA leiki í hlutlausum búningum á næsta tímabili.Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: Eins og kunnugt er orðið hefur framtíð kvennaliðs Þórs/KA í meistara- og öðrum flokki kvenna í knattspyrnu verið í uppnámi eftir að aðalstjórn KA sendi frá sér yfirlýsingu um að samningar á milli KA og Þórs um sameiginlega meistaraflokka kvenna í handknattleik og knattspyrnu yrðu ekki endurnýjaðir. Undanfarna viku hafa staðið yfir viðræður á milli félaganna með milligöngu Íþróttabandalags Akureyrar um samstarfið og framtíð þess með hag KA, Þórs og iðkenda kvennaknattspyrnu á Akureyri að leiðarljósi. Þessar viðræður hafa nú leitt af sér að bæði félög hafa lýst yfir fullum vilja til að hefja vinnu við að tryggja áframhaldandi samstarf og þar með framtíð Þórs/KA í kvennaknattspyrnu. Stofnaður hefur verið vinnuhópur með fulltrúum ÍBA, KA og Þórs en markmið hópsins er að koma með tillögur fyrir 10. febrúar nk. að áframhaldandi samstarfi sem tryggir jafna aðkomu beggja félaga að Þór/KA og uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Akureyri. Nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um að Þór/KA leiki í hlutlausum búningum á komandi keppnistímabili. Framundan eru sambærilegar viðræður á milli þessara aðila er varða framtíð kvennaliðs KA/Þórs í handknattleik.Með íþróttakveðju, fyrir hönd ÍBA, KA og Þórs, Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður ÍBA. Ingvar Gíslason, varaformaður KA. Árni Óðinsson, formaður Þórs. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15 Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 Vilja óbreytt samstarf Þórs og KA Forráðamenn Þórs á Akureyri hafa ekki gefið upp von um að samstarfi félagsins við KA um rekstur kvennaliða á Akureyri verði haldið áfram, þrátt fyrir yfirlýsingu KA um annað. 20. janúar 2017 07:00 Pepsi-deildin byrjar í apríl í ár Pepsi-deildirnar byrja óvenju snemma sumarið 2017. 23. janúar 2017 12:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Í vikunni hafa staðið yfir viðræður á milli Þórs og KA, með milligöngu Íþróttabandalags Akureyrar, um samstarf sameiginlegs kvennaliðs Þórs/KA í fótbolta. Niðurstaða þessara viðræðna er að bæði félög eru tilbúin að hefja vinnu til að tryggja áframhaldandi samstarf, og þar með framtíð Þórs/KA í kvennafótboltanum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Þórs, KA og ÍBA. Þar kemur einnig fram að búið sé að stofna vinnuhóp með fulltrúum ÍBA, KA og Þórs. Markmið hans er að koma með tillögur að áframhaldandi samstarfi sem tryggir jafna aðkomu Þórs og KA. Einnig hefur verið tekin ákvörðun um að Þór/KA leiki í hlutlausum búningum á næsta tímabili.Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: Eins og kunnugt er orðið hefur framtíð kvennaliðs Þórs/KA í meistara- og öðrum flokki kvenna í knattspyrnu verið í uppnámi eftir að aðalstjórn KA sendi frá sér yfirlýsingu um að samningar á milli KA og Þórs um sameiginlega meistaraflokka kvenna í handknattleik og knattspyrnu yrðu ekki endurnýjaðir. Undanfarna viku hafa staðið yfir viðræður á milli félaganna með milligöngu Íþróttabandalags Akureyrar um samstarfið og framtíð þess með hag KA, Þórs og iðkenda kvennaknattspyrnu á Akureyri að leiðarljósi. Þessar viðræður hafa nú leitt af sér að bæði félög hafa lýst yfir fullum vilja til að hefja vinnu við að tryggja áframhaldandi samstarf og þar með framtíð Þórs/KA í kvennaknattspyrnu. Stofnaður hefur verið vinnuhópur með fulltrúum ÍBA, KA og Þórs en markmið hópsins er að koma með tillögur fyrir 10. febrúar nk. að áframhaldandi samstarfi sem tryggir jafna aðkomu beggja félaga að Þór/KA og uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Akureyri. Nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um að Þór/KA leiki í hlutlausum búningum á komandi keppnistímabili. Framundan eru sambærilegar viðræður á milli þessara aðila er varða framtíð kvennaliðs KA/Þórs í handknattleik.Með íþróttakveðju, fyrir hönd ÍBA, KA og Þórs, Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður ÍBA. Ingvar Gíslason, varaformaður KA. Árni Óðinsson, formaður Þórs.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15 Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 Vilja óbreytt samstarf Þórs og KA Forráðamenn Þórs á Akureyri hafa ekki gefið upp von um að samstarfi félagsins við KA um rekstur kvennaliða á Akureyri verði haldið áfram, þrátt fyrir yfirlýsingu KA um annað. 20. janúar 2017 07:00 Pepsi-deildin byrjar í apríl í ár Pepsi-deildirnar byrja óvenju snemma sumarið 2017. 23. janúar 2017 12:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15
Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30
Vilja óbreytt samstarf Þórs og KA Forráðamenn Þórs á Akureyri hafa ekki gefið upp von um að samstarfi félagsins við KA um rekstur kvennaliða á Akureyri verði haldið áfram, þrátt fyrir yfirlýsingu KA um annað. 20. janúar 2017 07:00
Pepsi-deildin byrjar í apríl í ár Pepsi-deildirnar byrja óvenju snemma sumarið 2017. 23. janúar 2017 12:30
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01
Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45