Gravity Rush 2: Þyngdarleysið fangar ekki Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2017 08:45 Þær Kat og Raven geta leikið sér að þyngdarlögmálinu með hjálp töfrakattarins Dusty. Gravity Rush 2 er í grunninn leikur sem gengur út á það að detta í mismunandi áttir, á mis miklum hraða. GR2 er, augljóslega, framhald leiksins Gravity Rush sem gefinn var út árið 2008 fyrir PS Vita. Að þessu sinni hefur GR2 verið gefinn út fyrir PS4. Leikirnir, sem líta út eins og Anime teiknimyndir, fjalla um hana Kat og töfraköttinn hennar Dusty, sem gefur henni þá eiginleika að geta stýrt þyngdarlögmálinu í kringum sig. Sem sagt, hún getur dottið í allar áttir, staðið á veggjum og slíkt. Þrátt fyrir að vera skemmtilegur yfir heildina er leikurinn alls ekki án galla. Sá fyrsti var án efa sá að án þess að hafa spilað fyrsta leikinn hafði ég litla sem enga hugmynd um hvað væri að gerast í leiknum til að byrja með. Ekki hjálpar til að saga leiksins er ill skiljanleg og tekur miklum breytingum. Þar að auki eru stjórntæki leiksins ekki nægjanlega góð og spilarar þurfa að halda verulegri einbeitingu, stýra sjónarhorninu mikið og finna óvini Kat. Þá getur reynst erfitt að detta af mikilli nákvæmni. Skömmu fyrir áramót birti Sony teiknaða stuttmynd sem fjallar um Kat og vinkonu hennar Raven (hún á töfra-hrafn sem gefur henni sömu krafta og Kat), en þeirri mynd er ætlað að fylla upp í eyðurnar varðandi hvað hefur drifið á daga Kat á milli leikja.Það skemmtilegasta við að detta um himinn sem Þyngdarlögmáls-drottningin Kat er án efa bardagarnir. Þó þeir verði á tíðum þreytandi og fullir af endurtekningum. Það hjálpar þó til að hægt er að fríska upp á bardagana með mismunandi bardagastílum Kat. Sjónarhornið getur reynst einstaklega pirrandi í bardögum og það er mjög auðvelt að tapa áttum. Sérstaklega í byrjun leiksins. Verkefni sem fela í sér að laumast eða komast eitthvert á ákveðnum tíma eru sérstaklega pirrandi, þar sem leikurinn sjálfur hjálpar spilurum lítið sem ekkert. Þá er gaman að skoða söguheim GR2 í rólegheitum. Borgirnar Jirga Para Lhao og Hekseville eru flottar og stútfullar af fólki og verkefnum fyrir Kat. Teiknimyndaútlitið hentar GR2 mjög vel. Þrátt fyrir áhugaverðar persónur og skemmtilega bardaga tókst leiknum ekki að fanga mig. Þar sem Gravity Rush fellur um sjálfan sig, að mínu mati, er í sögunni og í myndavélinni eða sjónarhorninu, þar sem það er einstaklega auðvelt að tapa áttum. Það er til dæmis einn bardagi þar sem óvinur Kat virðist nota gallaða myndavélina til að hlaupa hringi í kringum hana og berja hana í bakið. Leikurinn lítur þó skemmtilega út og er öðruvísi en flestir leikir sem við höfum vanist í gegnum árin. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Gravity Rush 2 er í grunninn leikur sem gengur út á það að detta í mismunandi áttir, á mis miklum hraða. GR2 er, augljóslega, framhald leiksins Gravity Rush sem gefinn var út árið 2008 fyrir PS Vita. Að þessu sinni hefur GR2 verið gefinn út fyrir PS4. Leikirnir, sem líta út eins og Anime teiknimyndir, fjalla um hana Kat og töfraköttinn hennar Dusty, sem gefur henni þá eiginleika að geta stýrt þyngdarlögmálinu í kringum sig. Sem sagt, hún getur dottið í allar áttir, staðið á veggjum og slíkt. Þrátt fyrir að vera skemmtilegur yfir heildina er leikurinn alls ekki án galla. Sá fyrsti var án efa sá að án þess að hafa spilað fyrsta leikinn hafði ég litla sem enga hugmynd um hvað væri að gerast í leiknum til að byrja með. Ekki hjálpar til að saga leiksins er ill skiljanleg og tekur miklum breytingum. Þar að auki eru stjórntæki leiksins ekki nægjanlega góð og spilarar þurfa að halda verulegri einbeitingu, stýra sjónarhorninu mikið og finna óvini Kat. Þá getur reynst erfitt að detta af mikilli nákvæmni. Skömmu fyrir áramót birti Sony teiknaða stuttmynd sem fjallar um Kat og vinkonu hennar Raven (hún á töfra-hrafn sem gefur henni sömu krafta og Kat), en þeirri mynd er ætlað að fylla upp í eyðurnar varðandi hvað hefur drifið á daga Kat á milli leikja.Það skemmtilegasta við að detta um himinn sem Þyngdarlögmáls-drottningin Kat er án efa bardagarnir. Þó þeir verði á tíðum þreytandi og fullir af endurtekningum. Það hjálpar þó til að hægt er að fríska upp á bardagana með mismunandi bardagastílum Kat. Sjónarhornið getur reynst einstaklega pirrandi í bardögum og það er mjög auðvelt að tapa áttum. Sérstaklega í byrjun leiksins. Verkefni sem fela í sér að laumast eða komast eitthvert á ákveðnum tíma eru sérstaklega pirrandi, þar sem leikurinn sjálfur hjálpar spilurum lítið sem ekkert. Þá er gaman að skoða söguheim GR2 í rólegheitum. Borgirnar Jirga Para Lhao og Hekseville eru flottar og stútfullar af fólki og verkefnum fyrir Kat. Teiknimyndaútlitið hentar GR2 mjög vel. Þrátt fyrir áhugaverðar persónur og skemmtilega bardaga tókst leiknum ekki að fanga mig. Þar sem Gravity Rush fellur um sjálfan sig, að mínu mati, er í sögunni og í myndavélinni eða sjónarhorninu, þar sem það er einstaklega auðvelt að tapa áttum. Það er til dæmis einn bardagi þar sem óvinur Kat virðist nota gallaða myndavélina til að hlaupa hringi í kringum hana og berja hana í bakið. Leikurinn lítur þó skemmtilega út og er öðruvísi en flestir leikir sem við höfum vanist í gegnum árin.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira