Útgáfudögum Fréttatímans fækkað í tvo Haraldur Guðmundsson skrifar 26. janúar 2017 11:15 Útgáfudögum Fréttatímans hefur verið fækkað úr þremur í tvo og kemur blaðið nú ekki lengur út á fimmtudögum. Síðasta fimmtudagsblað fjölmiðilsins kom út 22. desember en blaðinu verður áfram dreift á föstudögum og laugardögum. „Fréttatíminn kom alltaf út einu sinni viku en síðasta vor ákváðum við að gefa út tvö blöð. Þriðja útgáfan var hugsuð um haustið til að taka jólatraffíkina en við höfðum það svo sem opið ef það gæti gengið eitthvað áfram. Samningar gengu aftur á móti fyrst og fremst út á jólatraffíkina. Það er alltént líklegt að við tökum upp þráðinn næsta haust og gefum þá aftur út þrjú blöð,“ segir Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, í samtali við Vísi. Fréttablaðið greindi í morgun frá breytingum í hluthafahópi Fréttatímans. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri blaðsins, keypti nýlega 16,5 prósenta hlut í Morgundegi, útgáfufélagi Fréttatímans, af Vogabakka, fjárfestingarfélagi Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar. Ritstjórinn verður því áfram stærsti einstaki eigandi útgáfufélagsins en hann á nú alls 46 prósent af hlutafé þess samkvæmt skráningu félagsins hjá Fjölmiðlanefnd. Dexter fjárfestingar ehf., í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar, fjárfestis og eins eigenda Ikea á Íslandi, á 29 prósent og keypti því 10,9 prósent af Vogabakka. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á fjórðungshlut. Eins og Fréttablaðið greindi frá hættu Árni, sem var stjórnarformaður útgáfufélagsins, og Hallbjörn afskiptum af rekstri Morgundags í haust eða um svipað leyti og ákveðið var að fjölga útgáfudögum í þrjá. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlssson hafa ekki komið að rekstri fjölmiðilsins síðan í haust. Ósáttir við ritstjórnarstefnuna og vildu komast út. 6. janúar 2017 07:30 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Sjá meira
Útgáfudögum Fréttatímans hefur verið fækkað úr þremur í tvo og kemur blaðið nú ekki lengur út á fimmtudögum. Síðasta fimmtudagsblað fjölmiðilsins kom út 22. desember en blaðinu verður áfram dreift á föstudögum og laugardögum. „Fréttatíminn kom alltaf út einu sinni viku en síðasta vor ákváðum við að gefa út tvö blöð. Þriðja útgáfan var hugsuð um haustið til að taka jólatraffíkina en við höfðum það svo sem opið ef það gæti gengið eitthvað áfram. Samningar gengu aftur á móti fyrst og fremst út á jólatraffíkina. Það er alltént líklegt að við tökum upp þráðinn næsta haust og gefum þá aftur út þrjú blöð,“ segir Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, í samtali við Vísi. Fréttablaðið greindi í morgun frá breytingum í hluthafahópi Fréttatímans. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri blaðsins, keypti nýlega 16,5 prósenta hlut í Morgundegi, útgáfufélagi Fréttatímans, af Vogabakka, fjárfestingarfélagi Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar. Ritstjórinn verður því áfram stærsti einstaki eigandi útgáfufélagsins en hann á nú alls 46 prósent af hlutafé þess samkvæmt skráningu félagsins hjá Fjölmiðlanefnd. Dexter fjárfestingar ehf., í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar, fjárfestis og eins eigenda Ikea á Íslandi, á 29 prósent og keypti því 10,9 prósent af Vogabakka. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á fjórðungshlut. Eins og Fréttablaðið greindi frá hættu Árni, sem var stjórnarformaður útgáfufélagsins, og Hallbjörn afskiptum af rekstri Morgundags í haust eða um svipað leyti og ákveðið var að fjölga útgáfudögum í þrjá.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlssson hafa ekki komið að rekstri fjölmiðilsins síðan í haust. Ósáttir við ritstjórnarstefnuna og vildu komast út. 6. janúar 2017 07:30 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Sjá meira
Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlssson hafa ekki komið að rekstri fjölmiðilsins síðan í haust. Ósáttir við ritstjórnarstefnuna og vildu komast út. 6. janúar 2017 07:30