Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ríður á vaðið á LPGA-mótaröðinni bandarísku í dag þegar keppni hefst á Pure Silk-mótinu sem fer fram á Bahama-eyjum í Karíbahafinu. Nánar tiltekið fer mótið fram á Ocean Club-golfvellinum á Paradísareyju, lítilli eyju sem liggur rétt utan höfuðborgarinnar Nassau. Paradísareyja hljómar eins og réttnefni, miðað við umhverfið og ekki amalegt fyrir Ólafíu Þórunni að hefja sinn LPGA-feril þar. En þó svo að umhverfið sé gjörólíkt Íslandi þá er margt líkt með aðstæðum að sögn Ólafíu. „Þetta er jú eyja og hér er mikill vindur. Völlurinn er ekki varinn trjám og því eru þetta frekar íslenskar aðstæður. Það eru breiðar brautir og grínin eru góð en ég geri ráð fyrir miklum vindi. Völlurinn fyrirgefur manni aðeins en það getur líka verið áskorun að takast á við hann. En það er vel hægt að skora vel á þessum velli,“ segir Ólafía við Fréttablaðið og bætir við að henni lítist ekki illa á smá rok. „Ég kann vel að eiga við vindinn og því myndi ég segja að þetta henti mér nokkuð vel.“Að koma til eftir aðgerð Ólafía tryggði sér keppnisréttinn seint á síðasta ári og gat varið hátíðunum hér á landi. Hún hélt svo utan 10. janúar og hefur verið við æfingar. Hún gekkst undir kjálkaaðgerð fyrir jól og hefur verið að ná sér af henni, hægt og rólega. „Fyrstu dagarnir voru nokkuð strembnir. Það leið tvisvar yfir mig og ég var mikið rúmliggjandi. En rúmum tveimur vikum eftir aðgerð var ég byrjuð að pútta og slá stutt högg. Ég myndi segja að ég væri komin með fulla orku en þarf að vinna upp smá styrk,“ segir Ólafía sem segist hafa góða tilfinningu fyrir spilamennsku sinni nú. „Löngu höggin eru öll að koma til og er ég að finna taktinn á ný. Ég er tilbúin í keppnisgolf.“ Hún segist vera búin að stilla væntingum í hóf, enda bara fyrsta mótið af mörgum hjá henni á löngu keppnistímabili. „Ég reikna bara með að spila eins og ég geri alltaf. Ég ætla ekkert að gera meira eða hafa hlutina öðruvísi. Væntingarnar eru ekkert klikkaðar, ég sé bara til hvað gerist og læri vonandi af því. Það borgar sig ekki að hugsa of mikið um niðurstöðuna,“ segir hún.Spilar með stórstjörnum Tilefnið er þó stórt enda aldrei keppt fyrr á jafn sterku móti. Í ráshópi hennar í dag eru tvö þekkt nöfn úr golfheiminum, Natalie Gulbis og Cheyenne Woods. „Ég er reyndar merkilega afslöppuð, sérstaklega ef ég miða við fyrsta mótið mitt á Evrópumótaröðinni [í fyrra]. Ég veit ekki af hverju það er. Kannski er það vegna þess að ég er nú búin að brjóta niður nokkra múra og hef meiri trú á sjálfri mér.“ Hún segist hafa fengið þó nokkra athygli í aðdraganda mótsins og til að mynda tekin í viðtal á Golf Channel í Bandaríkjunum. „Ég er frekar vinsæl núna,“ segir hún og hlær. „Það skemmir ekki fyrir að vera frá Íslandi, sem fólki finnst áhugavert. Ég bara mjólka það eins og ég get.“Engar peningaáhyggjur Í síðustu viku var greint frá því að Ólafía Þórunn hefði fengið samning hjá KPMG, risastóru fyrirtæki sem styrkir marga af bestu kylfingum heims – þeirra á meðal Phil Mickelson. „Það er ótrúleg flott að tengjast svona stóru fyrirtæki. Þetta gefur mér líka tengingu við hina leikmennina og mér skilst að ég fái líka að læra af þeim reynslumeiri, eins og Mickelson, til að fá sem mest úr samstarfinu,“ segir hún. Auk samningsins er hún í samstarfi við Forskot, Afrekssjóð íslenskra kylfinga, og er nú ljóst að hún þarf ekki að hafa áhyggjur af peningamálum í ár. „Það hefur aldrei hjálpað til að hugsa um verðlaunafé og hvort maður sé í mínus eða plús. Ég vil ekki setja auka pressu á mig með því að hugsa um peninginn,“ segir Ólafía. Það er þó að miklu að keppa um helgina. Heildarverðlaunafé mótsins er 161 milljón króna og sigurvegarinn fær 24 milljónir í sinn hlut. Ef hún kemst í gegnum niðurskurðinn má búast við því að hún fái ekki minna en 280 þúsund krónur í sinn hlut. Golf Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ríður á vaðið á LPGA-mótaröðinni bandarísku í dag þegar keppni hefst á Pure Silk-mótinu sem fer fram á Bahama-eyjum í Karíbahafinu. Nánar tiltekið fer mótið fram á Ocean Club-golfvellinum á Paradísareyju, lítilli eyju sem liggur rétt utan höfuðborgarinnar Nassau. Paradísareyja hljómar eins og réttnefni, miðað við umhverfið og ekki amalegt fyrir Ólafíu Þórunni að hefja sinn LPGA-feril þar. En þó svo að umhverfið sé gjörólíkt Íslandi þá er margt líkt með aðstæðum að sögn Ólafíu. „Þetta er jú eyja og hér er mikill vindur. Völlurinn er ekki varinn trjám og því eru þetta frekar íslenskar aðstæður. Það eru breiðar brautir og grínin eru góð en ég geri ráð fyrir miklum vindi. Völlurinn fyrirgefur manni aðeins en það getur líka verið áskorun að takast á við hann. En það er vel hægt að skora vel á þessum velli,“ segir Ólafía við Fréttablaðið og bætir við að henni lítist ekki illa á smá rok. „Ég kann vel að eiga við vindinn og því myndi ég segja að þetta henti mér nokkuð vel.“Að koma til eftir aðgerð Ólafía tryggði sér keppnisréttinn seint á síðasta ári og gat varið hátíðunum hér á landi. Hún hélt svo utan 10. janúar og hefur verið við æfingar. Hún gekkst undir kjálkaaðgerð fyrir jól og hefur verið að ná sér af henni, hægt og rólega. „Fyrstu dagarnir voru nokkuð strembnir. Það leið tvisvar yfir mig og ég var mikið rúmliggjandi. En rúmum tveimur vikum eftir aðgerð var ég byrjuð að pútta og slá stutt högg. Ég myndi segja að ég væri komin með fulla orku en þarf að vinna upp smá styrk,“ segir Ólafía sem segist hafa góða tilfinningu fyrir spilamennsku sinni nú. „Löngu höggin eru öll að koma til og er ég að finna taktinn á ný. Ég er tilbúin í keppnisgolf.“ Hún segist vera búin að stilla væntingum í hóf, enda bara fyrsta mótið af mörgum hjá henni á löngu keppnistímabili. „Ég reikna bara með að spila eins og ég geri alltaf. Ég ætla ekkert að gera meira eða hafa hlutina öðruvísi. Væntingarnar eru ekkert klikkaðar, ég sé bara til hvað gerist og læri vonandi af því. Það borgar sig ekki að hugsa of mikið um niðurstöðuna,“ segir hún.Spilar með stórstjörnum Tilefnið er þó stórt enda aldrei keppt fyrr á jafn sterku móti. Í ráshópi hennar í dag eru tvö þekkt nöfn úr golfheiminum, Natalie Gulbis og Cheyenne Woods. „Ég er reyndar merkilega afslöppuð, sérstaklega ef ég miða við fyrsta mótið mitt á Evrópumótaröðinni [í fyrra]. Ég veit ekki af hverju það er. Kannski er það vegna þess að ég er nú búin að brjóta niður nokkra múra og hef meiri trú á sjálfri mér.“ Hún segist hafa fengið þó nokkra athygli í aðdraganda mótsins og til að mynda tekin í viðtal á Golf Channel í Bandaríkjunum. „Ég er frekar vinsæl núna,“ segir hún og hlær. „Það skemmir ekki fyrir að vera frá Íslandi, sem fólki finnst áhugavert. Ég bara mjólka það eins og ég get.“Engar peningaáhyggjur Í síðustu viku var greint frá því að Ólafía Þórunn hefði fengið samning hjá KPMG, risastóru fyrirtæki sem styrkir marga af bestu kylfingum heims – þeirra á meðal Phil Mickelson. „Það er ótrúleg flott að tengjast svona stóru fyrirtæki. Þetta gefur mér líka tengingu við hina leikmennina og mér skilst að ég fái líka að læra af þeim reynslumeiri, eins og Mickelson, til að fá sem mest úr samstarfinu,“ segir hún. Auk samningsins er hún í samstarfi við Forskot, Afrekssjóð íslenskra kylfinga, og er nú ljóst að hún þarf ekki að hafa áhyggjur af peningamálum í ár. „Það hefur aldrei hjálpað til að hugsa um verðlaunafé og hvort maður sé í mínus eða plús. Ég vil ekki setja auka pressu á mig með því að hugsa um peninginn,“ segir Ólafía. Það er þó að miklu að keppa um helgina. Heildarverðlaunafé mótsins er 161 milljón króna og sigurvegarinn fær 24 milljónir í sinn hlut. Ef hún kemst í gegnum niðurskurðinn má búast við því að hún fái ekki minna en 280 þúsund krónur í sinn hlut.
Golf Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira