Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Ásgeir Erlendsson skrifar 24. janúar 2017 21:30 Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. Þetta segir framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækis sem segir jafnframt að áform um sölu íslensks fisks í rúmlega þrjú þúsund verslunum Walmart í Bandaríkjunum séu í uppnámi. Tæpar sex vikur eru síðan verkfall sjómanna hófst en viðræður deiluaðila runnu út í sandinn í gær. Jón Georg Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Ice-co sem flytur út ferskan fisk segir þolinmæði erlendra stórfyrirtækja á þrotum. Í síðustu viku tilkynnti stærsta verslunarkeðja Sviss, fyrirtæki Jóns, að verkfallið sé farið að ógna rekstri hennar, traust á íslenskum sjávarútvegi sé verulega laskað og keðjan sé því tilneydd að breyta innkaupum sínum og leita til Noregs. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum nú þegar búin að tapa markaði og þeir hafa hingað til alltaf tekið allan þann fisk sem þeir hafa getað frá Íslandi. Það mun breytast héðan í frá,“ segir Jón Georg. Hann segir jafnframt að undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki hans unnið að því að koma sér inn á Bandaríkjamarkað. Nýlega hafi íslenskur þorskur verið seldur í rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruð verslunum Walmart í Bandaríkjunum og til standi að bæta 2000 verslunum við á næstu vikum og mánuðum. „Eins og staðan er núna eru þessi áform öll í uppnámi,“ segir Jón Georg. Svo stórir markaðir séu gulls ígildi enda stuðli þeir að hærra verði fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Þetta eru stórir markaðir sem geta tekið mikið magn af fiski. Það sem gerist með þessu verkfalli er að kakan minnkar fyrir alla,“ segir Jón Georg. Hann biðlar til sjómanna og útgerðarinnar að leysa deiluna, of mikið sé í húfi fyrir landið allt. „Að menn komi nú saman, brjóti odd af oflæti sínu og nái saman sem fyrst, þetta getur ekki gengið svona.“ Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. Þetta segir framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækis sem segir jafnframt að áform um sölu íslensks fisks í rúmlega þrjú þúsund verslunum Walmart í Bandaríkjunum séu í uppnámi. Tæpar sex vikur eru síðan verkfall sjómanna hófst en viðræður deiluaðila runnu út í sandinn í gær. Jón Georg Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Ice-co sem flytur út ferskan fisk segir þolinmæði erlendra stórfyrirtækja á þrotum. Í síðustu viku tilkynnti stærsta verslunarkeðja Sviss, fyrirtæki Jóns, að verkfallið sé farið að ógna rekstri hennar, traust á íslenskum sjávarútvegi sé verulega laskað og keðjan sé því tilneydd að breyta innkaupum sínum og leita til Noregs. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum nú þegar búin að tapa markaði og þeir hafa hingað til alltaf tekið allan þann fisk sem þeir hafa getað frá Íslandi. Það mun breytast héðan í frá,“ segir Jón Georg. Hann segir jafnframt að undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki hans unnið að því að koma sér inn á Bandaríkjamarkað. Nýlega hafi íslenskur þorskur verið seldur í rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruð verslunum Walmart í Bandaríkjunum og til standi að bæta 2000 verslunum við á næstu vikum og mánuðum. „Eins og staðan er núna eru þessi áform öll í uppnámi,“ segir Jón Georg. Svo stórir markaðir séu gulls ígildi enda stuðli þeir að hærra verði fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Þetta eru stórir markaðir sem geta tekið mikið magn af fiski. Það sem gerist með þessu verkfalli er að kakan minnkar fyrir alla,“ segir Jón Georg. Hann biðlar til sjómanna og útgerðarinnar að leysa deiluna, of mikið sé í húfi fyrir landið allt. „Að menn komi nú saman, brjóti odd af oflæti sínu og nái saman sem fyrst, þetta getur ekki gengið svona.“
Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44