Í fremstu röð Magnús Guðmundsson skrifar 25. janúar 2017 07:00 Tónlistin er mikilvægur þáttur í lífi okkar allra. Í gleði jafnt sem í sorg þá er tónlistin aldrei langt undan fremur en í blessuðum hversdeginum enda býr hún yfir eiginleikum sem bæta lífsgæði okkar og meira til. Tónlistin er líka þroskandi, getur hjálpað okkur að skilja heiminn betur, gera lærdóm léttari og allt fallegra og betra. Vandinn er bara að við göngum allt of oft að henni sem gefinni. Sem sjálfsögðu og sjálfsprottnu fyrirbæri sem þarf ekkert endilega að leggja rækt við eða sinna í dagsins önn. En það er ekki þannig. Langt frá því. Tónlistarkennarar og stjórnendur í tónlistarskólum hafa nú í meira en ár verið samningslausir og lítið sem ekkert virðist þokast til betri vegar. Kjör stéttarinnar hafa dregist verulega aftur úr kjörum samanburðarstétta frá því 2008, þegar ráðist var í stórfelldan niðurskurð á fjármagni til tónlistarskólanna, og þrátt fyrir verkfallsaðgerðir 2014 ber stéttin enn skertan hlut frá borði. Fyrir skömmu afhentu tónlistarkennarar, sem tilheyra grasrótarhópi innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Degi B. Eggertssyni ályktun þar sem vonbrigði yfir þessari döpru stöðu eru tíunduð. Að auki er þar skorað á borgarstjórn að ræða tvær grundvallarspurningar í málinu: „Hver er stefna borgarinnar gagnvart tónlistarkennslu og sambærilegri launasetningu tónlistarskólakennara miðað við aðra kennarahópa í kennarasamtökum landsins? Hvað vill borgin gera til að liðka fyrir því að hægt verði að ganga frá kjarasamningi sem sátt ríkir um?“ Þetta eru góðar og gildar spurningar sem borgarstjórn mun vonandi ekki láta nægja að taka til vandaðrar umræðu heldur svara með skýrum og skilmerkilegum hætti. Vegna þess að málið snýst ekki einvörðungu um kaup og kjör viðkomandi stéttar heldur viðhorf viðkomandi stjórnvalds til tónlistarmenntunar í landinu til lengri tíma litið. Íslenskir tónlistarmenn hafa löngum, ekki síst sökum smæðar markaðarins, haft þann háttinn á að hafa kennslu að hlutastarfi til þess að geta framfleytt sér af tónlistinni. Þessu hafa í raun bæði nemendurnir og tónlistarlífið í heild sinni notið góðs af vegna þess að tónlistarmenn í fremstu röð miðla innan tónlistarskólanna þekkingu sinni og færni. Og þetta hefur óneitanlega átt stóran þátt í að skila okkur ótrúlegum fjölda tónlistarfólks í fremstu röð á undangengnum árum. En með sífellt versnandi kjörum þeirra sem sinna tónlistarkennslu er hætt við að þetta breytist til hins verra og það getur gerst hratt og haft verulega slæmar afleiðingar fyrir íslenskt tónlistarlíf. Ungt og vel menntað tónlistarfólk sækir sér síður kennsluréttindi í sínu námi vegna þess að það sér lítinn sem engan hag af fyrirkomulaginu og leitar annarra ráða til þess að framfleyta sér og sínum. Haldi þessi þróun áfram getur það jafnvel leitt til skorts á hæfu tónlistarfólki með kennsluréttindi og það veit ekki á gott, þvert á móti. Þess vegna bíða ekki aðeins samningslausir tónlistarkennarar í fremstu röð eftir svörum frá borginni heldur allir þeir sem láta sér tónlistina í landinu einhverju varða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun
Tónlistin er mikilvægur þáttur í lífi okkar allra. Í gleði jafnt sem í sorg þá er tónlistin aldrei langt undan fremur en í blessuðum hversdeginum enda býr hún yfir eiginleikum sem bæta lífsgæði okkar og meira til. Tónlistin er líka þroskandi, getur hjálpað okkur að skilja heiminn betur, gera lærdóm léttari og allt fallegra og betra. Vandinn er bara að við göngum allt of oft að henni sem gefinni. Sem sjálfsögðu og sjálfsprottnu fyrirbæri sem þarf ekkert endilega að leggja rækt við eða sinna í dagsins önn. En það er ekki þannig. Langt frá því. Tónlistarkennarar og stjórnendur í tónlistarskólum hafa nú í meira en ár verið samningslausir og lítið sem ekkert virðist þokast til betri vegar. Kjör stéttarinnar hafa dregist verulega aftur úr kjörum samanburðarstétta frá því 2008, þegar ráðist var í stórfelldan niðurskurð á fjármagni til tónlistarskólanna, og þrátt fyrir verkfallsaðgerðir 2014 ber stéttin enn skertan hlut frá borði. Fyrir skömmu afhentu tónlistarkennarar, sem tilheyra grasrótarhópi innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Degi B. Eggertssyni ályktun þar sem vonbrigði yfir þessari döpru stöðu eru tíunduð. Að auki er þar skorað á borgarstjórn að ræða tvær grundvallarspurningar í málinu: „Hver er stefna borgarinnar gagnvart tónlistarkennslu og sambærilegri launasetningu tónlistarskólakennara miðað við aðra kennarahópa í kennarasamtökum landsins? Hvað vill borgin gera til að liðka fyrir því að hægt verði að ganga frá kjarasamningi sem sátt ríkir um?“ Þetta eru góðar og gildar spurningar sem borgarstjórn mun vonandi ekki láta nægja að taka til vandaðrar umræðu heldur svara með skýrum og skilmerkilegum hætti. Vegna þess að málið snýst ekki einvörðungu um kaup og kjör viðkomandi stéttar heldur viðhorf viðkomandi stjórnvalds til tónlistarmenntunar í landinu til lengri tíma litið. Íslenskir tónlistarmenn hafa löngum, ekki síst sökum smæðar markaðarins, haft þann háttinn á að hafa kennslu að hlutastarfi til þess að geta framfleytt sér af tónlistinni. Þessu hafa í raun bæði nemendurnir og tónlistarlífið í heild sinni notið góðs af vegna þess að tónlistarmenn í fremstu röð miðla innan tónlistarskólanna þekkingu sinni og færni. Og þetta hefur óneitanlega átt stóran þátt í að skila okkur ótrúlegum fjölda tónlistarfólks í fremstu röð á undangengnum árum. En með sífellt versnandi kjörum þeirra sem sinna tónlistarkennslu er hætt við að þetta breytist til hins verra og það getur gerst hratt og haft verulega slæmar afleiðingar fyrir íslenskt tónlistarlíf. Ungt og vel menntað tónlistarfólk sækir sér síður kennsluréttindi í sínu námi vegna þess að það sér lítinn sem engan hag af fyrirkomulaginu og leitar annarra ráða til þess að framfleyta sér og sínum. Haldi þessi þróun áfram getur það jafnvel leitt til skorts á hæfu tónlistarfólki með kennsluréttindi og það veit ekki á gott, þvert á móti. Þess vegna bíða ekki aðeins samningslausir tónlistarkennarar í fremstu röð eftir svörum frá borginni heldur allir þeir sem láta sér tónlistina í landinu einhverju varða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. janúar.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun