Lesið í titil næstu Star Wars-myndar: Hver er síðasti Jedi-riddarinn? Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2017 14:13 Öruggt er að það Rey og Luke Skywalker komi við sögu í myndinni The Last Jedi. Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafa skiljanlega margir reynt að lesa í titil áttunda hluta sögunnar sem Disney gerði opinberan í gær. Þessi áttundi hluti sögunnar mun bera nafnið The Last Jedi, eða Síðasti Jedi-riddarinn og verður myndin frumsýnd í desember næstkomandi. Það sem aðdáendur velta nú vöngum yfir er hver sé í raun þessi síðasti Jedi-riddari sem titillinn vísar í. Er það Luke Skywalker? Rey? Eða jafnvel Kylo Ren? Og hvað er það sem verður til þess að svo illa sé komið fyrir Jedi-riddurunum? Síðasta ár í heimi hörðustu stjörnustríðsaðdáenda hefur að mestu snúist um myndina Rogue One: A Star Wars Story, sem kom á hvíta tjaldið í síðasta mánuði. Í raun má kalla Rogue One kafla þrjú og hálft sé litið til tímatalsfræði Star Wars myndanna og fjallar hún um teikningarnar að Helstirninu. Í Rogue One fengum við að vita af hverju teikningarnar af Helstirninu höfnuðu í höndum uppreisnarmanna og hvernig þeim var komið til Leiu prinsessu.Rey hafði uppi á Luke í lok The Force Awakens.Eintala eða fleirtalaNafnsins á næstu mynd hefur skiljanlega verið beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem þyrstir aðdáendur hafa leitað einhverrar staðfestingar um hvað geti mögulega gerst eftir að sjöunda hlutanum – The Force Awakens, sem frumsýnd var í lok árs 2015 – lauk. Eins og flestir muna þá lauk myndinni með að Rey hafði uppi á Luke Skywalker á afskekktri reikistjörnu til að hefja þjálfun sína. Sem sagt... Nú hefur Disney svalað forvitni aðdáenda, að minnsta kosti í bili. The. Last. Jedi. Þrjú orð sem verður eflaust mikið skrifað og skrafað um á næstunni. En hver er þessi síðasti Jedi-riddari? Eða er kannski verið að vísa í fleiri en einn riddara? Eins og orðið „Jedi“ birtist í titlinum má einnig lesa út úr honum að vísað sé í fleiri en einn riddara. Fleirtölumyndin er jú „Jedi“, ekki „Jedis“. Ef aðeins er verið að vísa í einn riddara – síðasta Jedi-riddarann – er augljósasti kosturinn að sjálfsögðu sjálfur Luke. Hann er jú eini maðurinn sem staðfest er að búi yfir kröftum Jedi-riddara. Er titillinn þá titillinn þá einfaldlega vísun í Luke? Það rímar í það minnsta ágætlega við síðustu orð Yoda í sjötta hluta sögunnar.Eða er „the last Jedi“ kannski Luke og Rey saman? Að Jedi sé þarna í fleirtölu? Blaðamaður Independent reifar hvað gæti falist í titlinum. Athugið að titilinn er með ákveðnum greini – The Last Jedi. Þetta gæti gefið í skyn að Luke láti lífið áður en honum tekst að ljúka þjálfunni á Rey. Þannig væri hann síðasti Jedi-riddarinn, en hún gæti ekki beitt mættinum af fullum krafti líkt og sannir Jedi-riddarar. Þannig væri Rey eins og Leia prinsessa, Maz Kanata eða Chirrut Îmwe úr Rogue One.FleirimöguleikarAnnar möguleiki er að bæði Luke og Rey láti lífið, þó að þessi möguleiki virðist mjög langsóttur og ekki sanngjant að leggja á aðdáendur myndanna. Slíkt væri líklegast of stór biti. Hins vegar kann svo að fara að Rey deyi ekki, heldur gangi til liðs við hina illu, myrku hlið máttarins, og gerist lærlingur Sith. Ein kenningin er sú að Rey verði nýr holdgervingur Darth Vader, Svarthöfða. Einnig hefur verið rætt um að The Last Jedi sé vísun í baráttu Ren-riddaranna og þeirra fjölmörgu Jedi-riddara sem Luke þjálfaði áður en hann lét sig hverfa. Vera kann að við munum sjá þá sögu í „flashback“. Í The Force Awakes kemur fram að lærlingar Luke hafi verið drepnir. „Hann var að þjálfa nýja kynslóð Jedi-riddara. Drengur einn, lærlingur, snerist gegn honum og eyðilagði allt. Luke fannst hann bera ábyrgð. Hann gekk frá öllu saman,“ sagði Han Solo við þau Rey og Finn. Vera kann að Han Solo vísi þar í son sinn, Kylo Ren. Eða bara einhvern allt annan. Stjörnustríðssagan er ekki endilega klippt og skorin.Tejum niður Þá kann að vera að Luke ákveði með sjálfum sér að hann verði síðasti Jedi-riddarinn eftir að hafa séð alla lærlinga sína falla fyrir hendi Kylo Ren. Nú sé nóg komið. En hafa ber í hugsa að það er í raun saman hvað gerist... Sama þó síðasti Jedi-riddarinn falli þá lifir mátturinn enn góðu lífi og mögulegt er að nýir baráttumenn muni ganga undir nýju nafni. Vafalaust má ræða þetta aftur á bak og áfram endalaust. Og það verður gert. Við verðum bara að telja niður dagana að frumsýningu… Bíó og sjónvarp Kafað dýpra Star Wars Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um nýju Star Wars myndina áður en þú sérð hana Rogue One má í raun kalla kafla 3,5 sé litið til tímatalsfræði Star Wars myndanna. 14. desember 2016 14:15 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafa skiljanlega margir reynt að lesa í titil áttunda hluta sögunnar sem Disney gerði opinberan í gær. Þessi áttundi hluti sögunnar mun bera nafnið The Last Jedi, eða Síðasti Jedi-riddarinn og verður myndin frumsýnd í desember næstkomandi. Það sem aðdáendur velta nú vöngum yfir er hver sé í raun þessi síðasti Jedi-riddari sem titillinn vísar í. Er það Luke Skywalker? Rey? Eða jafnvel Kylo Ren? Og hvað er það sem verður til þess að svo illa sé komið fyrir Jedi-riddurunum? Síðasta ár í heimi hörðustu stjörnustríðsaðdáenda hefur að mestu snúist um myndina Rogue One: A Star Wars Story, sem kom á hvíta tjaldið í síðasta mánuði. Í raun má kalla Rogue One kafla þrjú og hálft sé litið til tímatalsfræði Star Wars myndanna og fjallar hún um teikningarnar að Helstirninu. Í Rogue One fengum við að vita af hverju teikningarnar af Helstirninu höfnuðu í höndum uppreisnarmanna og hvernig þeim var komið til Leiu prinsessu.Rey hafði uppi á Luke í lok The Force Awakens.Eintala eða fleirtalaNafnsins á næstu mynd hefur skiljanlega verið beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem þyrstir aðdáendur hafa leitað einhverrar staðfestingar um hvað geti mögulega gerst eftir að sjöunda hlutanum – The Force Awakens, sem frumsýnd var í lok árs 2015 – lauk. Eins og flestir muna þá lauk myndinni með að Rey hafði uppi á Luke Skywalker á afskekktri reikistjörnu til að hefja þjálfun sína. Sem sagt... Nú hefur Disney svalað forvitni aðdáenda, að minnsta kosti í bili. The. Last. Jedi. Þrjú orð sem verður eflaust mikið skrifað og skrafað um á næstunni. En hver er þessi síðasti Jedi-riddari? Eða er kannski verið að vísa í fleiri en einn riddara? Eins og orðið „Jedi“ birtist í titlinum má einnig lesa út úr honum að vísað sé í fleiri en einn riddara. Fleirtölumyndin er jú „Jedi“, ekki „Jedis“. Ef aðeins er verið að vísa í einn riddara – síðasta Jedi-riddarann – er augljósasti kosturinn að sjálfsögðu sjálfur Luke. Hann er jú eini maðurinn sem staðfest er að búi yfir kröftum Jedi-riddara. Er titillinn þá titillinn þá einfaldlega vísun í Luke? Það rímar í það minnsta ágætlega við síðustu orð Yoda í sjötta hluta sögunnar.Eða er „the last Jedi“ kannski Luke og Rey saman? Að Jedi sé þarna í fleirtölu? Blaðamaður Independent reifar hvað gæti falist í titlinum. Athugið að titilinn er með ákveðnum greini – The Last Jedi. Þetta gæti gefið í skyn að Luke láti lífið áður en honum tekst að ljúka þjálfunni á Rey. Þannig væri hann síðasti Jedi-riddarinn, en hún gæti ekki beitt mættinum af fullum krafti líkt og sannir Jedi-riddarar. Þannig væri Rey eins og Leia prinsessa, Maz Kanata eða Chirrut Îmwe úr Rogue One.FleirimöguleikarAnnar möguleiki er að bæði Luke og Rey láti lífið, þó að þessi möguleiki virðist mjög langsóttur og ekki sanngjant að leggja á aðdáendur myndanna. Slíkt væri líklegast of stór biti. Hins vegar kann svo að fara að Rey deyi ekki, heldur gangi til liðs við hina illu, myrku hlið máttarins, og gerist lærlingur Sith. Ein kenningin er sú að Rey verði nýr holdgervingur Darth Vader, Svarthöfða. Einnig hefur verið rætt um að The Last Jedi sé vísun í baráttu Ren-riddaranna og þeirra fjölmörgu Jedi-riddara sem Luke þjálfaði áður en hann lét sig hverfa. Vera kann að við munum sjá þá sögu í „flashback“. Í The Force Awakes kemur fram að lærlingar Luke hafi verið drepnir. „Hann var að þjálfa nýja kynslóð Jedi-riddara. Drengur einn, lærlingur, snerist gegn honum og eyðilagði allt. Luke fannst hann bera ábyrgð. Hann gekk frá öllu saman,“ sagði Han Solo við þau Rey og Finn. Vera kann að Han Solo vísi þar í son sinn, Kylo Ren. Eða bara einhvern allt annan. Stjörnustríðssagan er ekki endilega klippt og skorin.Tejum niður Þá kann að vera að Luke ákveði með sjálfum sér að hann verði síðasti Jedi-riddarinn eftir að hafa séð alla lærlinga sína falla fyrir hendi Kylo Ren. Nú sé nóg komið. En hafa ber í hugsa að það er í raun saman hvað gerist... Sama þó síðasti Jedi-riddarinn falli þá lifir mátturinn enn góðu lífi og mögulegt er að nýir baráttumenn muni ganga undir nýju nafni. Vafalaust má ræða þetta aftur á bak og áfram endalaust. Og það verður gert. Við verðum bara að telja niður dagana að frumsýningu…
Bíó og sjónvarp Kafað dýpra Star Wars Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um nýju Star Wars myndina áður en þú sérð hana Rogue One má í raun kalla kafla 3,5 sé litið til tímatalsfræði Star Wars myndanna. 14. desember 2016 14:15 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um nýju Star Wars myndina áður en þú sérð hana Rogue One má í raun kalla kafla 3,5 sé litið til tímatalsfræði Star Wars myndanna. 14. desember 2016 14:15