Krefjast enn 600 milljóna vegna verndunar tveggja hafnargarða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Grjótið úr hafnargarðinum bíður enn úti á Granda. vísir/gva „Þeir hafa verið að senda á okkur einhverjar bótakröfur sem við vísum á bug,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um kröfu lóðarhafa sem byggir atvinnu- og íbúðarhúsnæði við Reykjavíkurhöfn. Bótakrafan, sem er upp á um 600 milljónir króna, lýtur meðal annars að kostnaði verktakans vegna stöðvunar framkvæmda í nokkra mánuði og ýmissa framkvæmda sem tengjast tveimur hafnargörðum sem komu í ljós á lóðinni. Annar garðurinn er frá nítjándu öld og er því aldursfriðaður en hinn er talinn vera frá 1928 og var friðlýstur 2015 eftir að þáverandi forsætisráðherra hafði afskipti af málinu. Kristín sagði við Fréttablaðið í október síðastliðnum að Minjastofnun þyrfti ekki að borga kröfu lóðarhafans og að krafan væri ekki lengur vandamál. Krafan er þó enn á borðinu.Kristín Huld Sigurðardóttir„Það er ekki heil brú í þessu. Það vissu það allir þeir aðilar sem fóru í þetta að það væru minjar þarna. Það eru til bréf upp á það að við settum kröfu um varðveislu minjanna, löngu áður en framkvæmdir hófust,“ segir Kristín. Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður lóðarhafans ÞG verktaka sem keyptu verkefnið í fyrravor, segist ósammála lagatúlkun Minjastofnunar. Ósanngjarnt sé að sá sem lendi í því að grafa niður á fornminjar á lóð sinni megi ekki nýta hana og þurfi sjálfur að kosta allir rannsóknir. „Og ef lögin eru þannig þá standast þau hvorki eignarréttarákvæði né jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar,“ segir Bjarki sem hyggst leggja til að óháðir matsmenn meti tjónið.Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun.Samstaða virðist þó komin um frágang grjótsins úr hafnargörðunum. „Við höfum gengið mikið til móts við þá og leyfum rof í garðinn,“ segir Kristín. Steinar nítjándu aldar garðsins verða notaðir utan við bygginguna. Hluti grjóts úr yngri garðinum verður sýnilegur innandyra. „Það verður varðveitt sýnishorn eða bútur af garðinum, hann er ekki varðveittur í heild sinni ofan í bílageymslunni,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun, um tillögur frá lóðarhafanum sem hann kveður stofnunina taka jákvætt í. Upphaflega hafi verið rætt um að varðveita jafnvel yngri garðinn í heild sinni. „Það hefði kostað að ekki hefði verið hægt að nýta kjallarann sem bílageymslu. Eins og þetta hefur þróast hefur markmiðið verið að lágmarka tjón sem og óhagræði en þó þannig að einhver hluti þessara minja verði sýnilegur hluti af þessu nýja umhverfi þótt í breyttri mynd sé. Það fannst okkur vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Pétur. Þorvaldur H. Gissurarson hjá ÞG verktökum segir að þannig hafi verið ráðið fram úr framhaldi málsins með samkomulagi. „En það er áfallinn kostnaður til staðar, fjármunir sem búið er að eyða í verkefnið nú þegar, og einhver þarf að bera þann kostnað.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
„Þeir hafa verið að senda á okkur einhverjar bótakröfur sem við vísum á bug,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um kröfu lóðarhafa sem byggir atvinnu- og íbúðarhúsnæði við Reykjavíkurhöfn. Bótakrafan, sem er upp á um 600 milljónir króna, lýtur meðal annars að kostnaði verktakans vegna stöðvunar framkvæmda í nokkra mánuði og ýmissa framkvæmda sem tengjast tveimur hafnargörðum sem komu í ljós á lóðinni. Annar garðurinn er frá nítjándu öld og er því aldursfriðaður en hinn er talinn vera frá 1928 og var friðlýstur 2015 eftir að þáverandi forsætisráðherra hafði afskipti af málinu. Kristín sagði við Fréttablaðið í október síðastliðnum að Minjastofnun þyrfti ekki að borga kröfu lóðarhafans og að krafan væri ekki lengur vandamál. Krafan er þó enn á borðinu.Kristín Huld Sigurðardóttir„Það er ekki heil brú í þessu. Það vissu það allir þeir aðilar sem fóru í þetta að það væru minjar þarna. Það eru til bréf upp á það að við settum kröfu um varðveislu minjanna, löngu áður en framkvæmdir hófust,“ segir Kristín. Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður lóðarhafans ÞG verktaka sem keyptu verkefnið í fyrravor, segist ósammála lagatúlkun Minjastofnunar. Ósanngjarnt sé að sá sem lendi í því að grafa niður á fornminjar á lóð sinni megi ekki nýta hana og þurfi sjálfur að kosta allir rannsóknir. „Og ef lögin eru þannig þá standast þau hvorki eignarréttarákvæði né jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar,“ segir Bjarki sem hyggst leggja til að óháðir matsmenn meti tjónið.Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun.Samstaða virðist þó komin um frágang grjótsins úr hafnargörðunum. „Við höfum gengið mikið til móts við þá og leyfum rof í garðinn,“ segir Kristín. Steinar nítjándu aldar garðsins verða notaðir utan við bygginguna. Hluti grjóts úr yngri garðinum verður sýnilegur innandyra. „Það verður varðveitt sýnishorn eða bútur af garðinum, hann er ekki varðveittur í heild sinni ofan í bílageymslunni,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun, um tillögur frá lóðarhafanum sem hann kveður stofnunina taka jákvætt í. Upphaflega hafi verið rætt um að varðveita jafnvel yngri garðinn í heild sinni. „Það hefði kostað að ekki hefði verið hægt að nýta kjallarann sem bílageymslu. Eins og þetta hefur þróast hefur markmiðið verið að lágmarka tjón sem og óhagræði en þó þannig að einhver hluti þessara minja verði sýnilegur hluti af þessu nýja umhverfi þótt í breyttri mynd sé. Það fannst okkur vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Pétur. Þorvaldur H. Gissurarson hjá ÞG verktökum segir að þannig hafi verið ráðið fram úr framhaldi málsins með samkomulagi. „En það er áfallinn kostnaður til staðar, fjármunir sem búið er að eyða í verkefnið nú þegar, og einhver þarf að bera þann kostnað.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira