Man best eftir fimmtugsafmæli eiginkonunnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. janúar 2017 11:00 Valgeir Guðjónsson hélt tónleika í Hörpu á sextugsafmælinu. Vísir/Gva Einn ástsælasti tónlistarmaður landsins, stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson, er fæddur 23. janúar 1952 og er því 65 ára í dag. Hann ætlar ekki að halda upp á daginn. „Ég mun taka við árnaðaróskum á Facebook eins og gjarnan er gert núna. Það er þar sem maður fær að vita að það eru ekki allir búnir að gleyma manni.“ Hann segir að sextugsafmælið sé honum enn ferskt í minni. Eftirminnilegasta afmælið hafi þó ekki verið hans afmæli, heldur fimmtugsafmæli konunnar hans, en þau eru jafnaldrar. „Þá giftum við okkur, við Ásta Kristrún, eftir 28 ára tilhugalíf. Og við fórum alla leið upp í Borgarfjörð til þess,“ segir Valgeir. Þetta hafi verið ágæt veisla sem hafi komið mörgum að óvörum. „Við vorum gefin saman á ekki ómerkari stað en Borg á Mýrum,“ segir Valgeir og minnir á að sjálfur Egill Skallagrímsson og kynstofn hans hafi gert þann stað sögufrægan. „Síðan var það nú þannig að prófasturinn á Borg á Mýrum var mikill vinur okkar frá gömlu og nýju. Og hann hafði einmitt verið með okkur þegar við kynntumst fyrir alvöru, þegar hann og við og lítill hópur fólks gekk Leggjabrjót,“ segir Valgeir. Þetta var árið 1975, en Valgeir og Ásta Kristrún hittust þó fyrst rétt eftir að Stuðmenn höfðu gefið út Sumar á Sýrlandi. Valgeir segist hafa nóg fyrir stafni í tónlistinni um þessar mundir. „Og er að undirbúa verkefni sem ég segi frá þegar að því kemur,“ segir hann. Það sé mikil vinna að baki þessu verkefni og þá komi sér vel að búa ekki í erli höfuðborgarinnar. „Heldur að vera á því sem ég kalla á Flóarívíerunni,“ segir Valgeir en hann hefur búið á Eyrarbakka í meira en tvö ár. „Þar er næði til ýmislegs sem myndi fara forgörðum í hamaganginum. Ég mæli með því við alla að leita á rólegri mið. Það gerir okkur gott,“ segir hann. Menning Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Fleiri fréttir Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Einn ástsælasti tónlistarmaður landsins, stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson, er fæddur 23. janúar 1952 og er því 65 ára í dag. Hann ætlar ekki að halda upp á daginn. „Ég mun taka við árnaðaróskum á Facebook eins og gjarnan er gert núna. Það er þar sem maður fær að vita að það eru ekki allir búnir að gleyma manni.“ Hann segir að sextugsafmælið sé honum enn ferskt í minni. Eftirminnilegasta afmælið hafi þó ekki verið hans afmæli, heldur fimmtugsafmæli konunnar hans, en þau eru jafnaldrar. „Þá giftum við okkur, við Ásta Kristrún, eftir 28 ára tilhugalíf. Og við fórum alla leið upp í Borgarfjörð til þess,“ segir Valgeir. Þetta hafi verið ágæt veisla sem hafi komið mörgum að óvörum. „Við vorum gefin saman á ekki ómerkari stað en Borg á Mýrum,“ segir Valgeir og minnir á að sjálfur Egill Skallagrímsson og kynstofn hans hafi gert þann stað sögufrægan. „Síðan var það nú þannig að prófasturinn á Borg á Mýrum var mikill vinur okkar frá gömlu og nýju. Og hann hafði einmitt verið með okkur þegar við kynntumst fyrir alvöru, þegar hann og við og lítill hópur fólks gekk Leggjabrjót,“ segir Valgeir. Þetta var árið 1975, en Valgeir og Ásta Kristrún hittust þó fyrst rétt eftir að Stuðmenn höfðu gefið út Sumar á Sýrlandi. Valgeir segist hafa nóg fyrir stafni í tónlistinni um þessar mundir. „Og er að undirbúa verkefni sem ég segi frá þegar að því kemur,“ segir hann. Það sé mikil vinna að baki þessu verkefni og þá komi sér vel að búa ekki í erli höfuðborgarinnar. „Heldur að vera á því sem ég kalla á Flóarívíerunni,“ segir Valgeir en hann hefur búið á Eyrarbakka í meira en tvö ár. „Þar er næði til ýmislegs sem myndi fara forgörðum í hamaganginum. Ég mæli með því við alla að leita á rólegri mið. Það gerir okkur gott,“ segir hann.
Menning Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Fleiri fréttir Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira