50 lið keppa um 1,4 milljónir í Overwatch Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2017 15:00 Fimmtíu lið eru skráð á Íslandsmótinu í Overwatch, en skráningu lauk núna á mánudaginn. Mótið fer fram á netinu fram að úrslitunum í Hörpu á UTmessunni. Sýningardagur er laugardaginn 4. febrúar klukkan eitt og er öllum mögulegt að fylgjast með. Óhætt er að segja að til mikils verður að vinna hjá þeim liðum sem taka þátt. Ljósleiðarinn, Tölvutek, Hringdu og Hringiðan Internetþjónusta standa saman að Íslandsmótinu í Overwatch. Heildarverðmæti verðlauna á Íslandsmótinu í Overwatch verða um 1.400.000 krónur. Landsliðið í Overwatch fær fríar Eitt gíg ljósleiðaratengingar í rúmt ár að verðmæti um 900.000 krónur (6 x tengingar til áramóta 2017/2018) og verður hægt að velja á milli 1GB nettenginga í gegnum ljósleiðara frá bæði Hringiðunni internetþjónustu og Hringdu. Þá fær landsliðið í Overwatch fær einnig 210.000 krónur í peningum og þar að auki 120.000 krónu gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti verðlauna hjá landsliðinu verða 1.230.000 krónur. Silfurliðið fær 90.000 í peningum og þar að auki 60.000 króna gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti hjá silfurliðunu er 150 þúsund krónur. Aðstandendur vonast til að sjá sem flesta á UTmessunni þegar úrslitin fara fram en einnig verður streymt beint frá viðburðinum á Twitch og á Vísi. Leikjavísir Tengdar fréttir Eitt stærsta tölvuleikjamót Íslands á UTmessunni Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. 12. janúar 2017 10:14 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Fimmtíu lið eru skráð á Íslandsmótinu í Overwatch, en skráningu lauk núna á mánudaginn. Mótið fer fram á netinu fram að úrslitunum í Hörpu á UTmessunni. Sýningardagur er laugardaginn 4. febrúar klukkan eitt og er öllum mögulegt að fylgjast með. Óhætt er að segja að til mikils verður að vinna hjá þeim liðum sem taka þátt. Ljósleiðarinn, Tölvutek, Hringdu og Hringiðan Internetþjónusta standa saman að Íslandsmótinu í Overwatch. Heildarverðmæti verðlauna á Íslandsmótinu í Overwatch verða um 1.400.000 krónur. Landsliðið í Overwatch fær fríar Eitt gíg ljósleiðaratengingar í rúmt ár að verðmæti um 900.000 krónur (6 x tengingar til áramóta 2017/2018) og verður hægt að velja á milli 1GB nettenginga í gegnum ljósleiðara frá bæði Hringiðunni internetþjónustu og Hringdu. Þá fær landsliðið í Overwatch fær einnig 210.000 krónur í peningum og þar að auki 120.000 krónu gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti verðlauna hjá landsliðinu verða 1.230.000 krónur. Silfurliðið fær 90.000 í peningum og þar að auki 60.000 króna gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti hjá silfurliðunu er 150 þúsund krónur. Aðstandendur vonast til að sjá sem flesta á UTmessunni þegar úrslitin fara fram en einnig verður streymt beint frá viðburðinum á Twitch og á Vísi.
Leikjavísir Tengdar fréttir Eitt stærsta tölvuleikjamót Íslands á UTmessunni Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. 12. janúar 2017 10:14 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Eitt stærsta tölvuleikjamót Íslands á UTmessunni Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. 12. janúar 2017 10:14