Kaymer kominn í forystu í Abú Dabí Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2017 13:39 Þjóðverjinn Martin Kaymer er fremstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á HSBC-meistaramótinu sem nú fer fram í Abú Dabí en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Kaymer spilaði frábærlega í dag og kom í hús á 66 höggum, rétt eins og í gær. Hann er á samtals tólf höggum undir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem var með tvegga högga forystu eftir fyrsta keppnidaginn, gaf eftir í dag og er dottinn niður í 6.-9. sætið á níu höggum undir pari samtals. Spánverjinn Rafa Cabrera Bello spilaði vel í dag og er næstur á eftir Kaymer á ellefu undir pari. Þrír kylfingar koma svo næstir á tíu undir pari. Kaymer fór rólega af stað í dag og var á einu yfir pari eftir fyrstu sjö holurnar. En svo kom örn á áttundu holu og hann fór svo á mikið flug á seinni níu holunum. Alls fékk hann sex fugla, tvö pör og einn skolla á seinni hluta hringsins í dag. Kaymer er í 53. sæti heimslistans sem stendur. Hann var efstur í átta vikur árið 2011 og vann opna bandaríska meistaramótið árið 2014. En síðan þá hefur hann ekki unnið mót og átt erfitt uppdráttar. Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 08.30 í fyrramálið. Útsening frá PGA-mótinu CareerBuilder Challenge á Golfstöðinni hefst klukkan 20.00 í kvöld. Golf Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer er fremstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á HSBC-meistaramótinu sem nú fer fram í Abú Dabí en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Kaymer spilaði frábærlega í dag og kom í hús á 66 höggum, rétt eins og í gær. Hann er á samtals tólf höggum undir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem var með tvegga högga forystu eftir fyrsta keppnidaginn, gaf eftir í dag og er dottinn niður í 6.-9. sætið á níu höggum undir pari samtals. Spánverjinn Rafa Cabrera Bello spilaði vel í dag og er næstur á eftir Kaymer á ellefu undir pari. Þrír kylfingar koma svo næstir á tíu undir pari. Kaymer fór rólega af stað í dag og var á einu yfir pari eftir fyrstu sjö holurnar. En svo kom örn á áttundu holu og hann fór svo á mikið flug á seinni níu holunum. Alls fékk hann sex fugla, tvö pör og einn skolla á seinni hluta hringsins í dag. Kaymer er í 53. sæti heimslistans sem stendur. Hann var efstur í átta vikur árið 2011 og vann opna bandaríska meistaramótið árið 2014. En síðan þá hefur hann ekki unnið mót og átt erfitt uppdráttar. Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 08.30 í fyrramálið. Útsening frá PGA-mótinu CareerBuilder Challenge á Golfstöðinni hefst klukkan 20.00 í kvöld.
Golf Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira