Tekjur jukust um 11 prósent á einu besta rekstrarári í sögu Nýherja Hörður Ægisson skrifar 31. janúar 2017 18:26 Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, segir að nýliðið rekstrarár samstæðunnar sé "með þeim betri í sögu félagsins.“ Tekjur Nýherjasamstæðunnar námu rúmlega 4,2 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi 2016 og jukust um 15,5 prósent frá sama tímabili árið áður. Samtals voru tekjur fyrirtækisins nærri fimmtán milljarðar á árinu 2016 og hækkuðu um ellefu prósent á milli ára. Þá var hagnaður ársins 383 milljónir og jókst um 55 milljónir frá fyrra ári. Þetta kemur fram í ársuppgjöri Nýherja sem var birt fyrr í dag en þar er haft eftir Finni Oddsyni, forstjóra fyrirtækisins, að nýliðið rekstrarár samstæðunnar sé „með þeim betri í sögu félagsins.“ EBITDA-hagnaður Nýherja – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – var 1.021 milljónir króna á árinu 2016 og hækkaði um liðlega sjö prósent á milli ára. Gengi bréfa Nýherja hafa hækkað talsvert síðustu vikur og mánuði en frá áramótum hafa bréfin hækkað í verði um meira en sextán prósent. Á síðustu tólf mánuðum nemur gengishækkunin hins vegar nærri 40 prósent. Í uppgjörstilkynningu félagsins segir Finnur að tekjuvöxturinn á síðasta ári hafi verið mestur í hugbúnaðartengdri starfsemi. „Þar má nefna að viðskiptavinir Tempo eru nú nálægt 10.000 og jukust tekjur þar um 40% á milli ára. Svipaða sögu má segja af Applicon AB, TM Software og hugbúnaðarsviði Nýherja þar sem tekjuaukning er á bilinu 20-45%.“ Þá er haft eftir Finni að bætt rekstrarafkoma félagins hafi náðst þrátt fyrir töluverðar hækkanir á launum vegna kjarasamninga og umtalsverða fjárfestingu í lausnaþróun, þjónustu og öflugri rekstarinnviðum. Hann segist finna fyrir auknum áhuga fyrirtækja og stofnana á úthýsingu upplýsingatæknirekstrar, en nýlega var greint frá slíku samkomulagi milli Arion banka og Nýherja. „Þetta er jákvæð þróun, enda höfum við ekki áður verið betur í stakk búin til að sinna slíkri þjónustu fyrir viðskiptavini okkar á hagkvæman og öruggan hátt,“ segir Finnur. Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Tekjur Nýherjasamstæðunnar námu rúmlega 4,2 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi 2016 og jukust um 15,5 prósent frá sama tímabili árið áður. Samtals voru tekjur fyrirtækisins nærri fimmtán milljarðar á árinu 2016 og hækkuðu um ellefu prósent á milli ára. Þá var hagnaður ársins 383 milljónir og jókst um 55 milljónir frá fyrra ári. Þetta kemur fram í ársuppgjöri Nýherja sem var birt fyrr í dag en þar er haft eftir Finni Oddsyni, forstjóra fyrirtækisins, að nýliðið rekstrarár samstæðunnar sé „með þeim betri í sögu félagsins.“ EBITDA-hagnaður Nýherja – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – var 1.021 milljónir króna á árinu 2016 og hækkaði um liðlega sjö prósent á milli ára. Gengi bréfa Nýherja hafa hækkað talsvert síðustu vikur og mánuði en frá áramótum hafa bréfin hækkað í verði um meira en sextán prósent. Á síðustu tólf mánuðum nemur gengishækkunin hins vegar nærri 40 prósent. Í uppgjörstilkynningu félagsins segir Finnur að tekjuvöxturinn á síðasta ári hafi verið mestur í hugbúnaðartengdri starfsemi. „Þar má nefna að viðskiptavinir Tempo eru nú nálægt 10.000 og jukust tekjur þar um 40% á milli ára. Svipaða sögu má segja af Applicon AB, TM Software og hugbúnaðarsviði Nýherja þar sem tekjuaukning er á bilinu 20-45%.“ Þá er haft eftir Finni að bætt rekstrarafkoma félagins hafi náðst þrátt fyrir töluverðar hækkanir á launum vegna kjarasamninga og umtalsverða fjárfestingu í lausnaþróun, þjónustu og öflugri rekstarinnviðum. Hann segist finna fyrir auknum áhuga fyrirtækja og stofnana á úthýsingu upplýsingatæknirekstrar, en nýlega var greint frá slíku samkomulagi milli Arion banka og Nýherja. „Þetta er jákvæð þróun, enda höfum við ekki áður verið betur í stakk búin til að sinna slíkri þjónustu fyrir viðskiptavini okkar á hagkvæman og öruggan hátt,“ segir Finnur.
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent