„Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2017 15:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. vísir/anton brink Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsti yfir þungum áhyggjum á Alþingi í dag vegna nýs Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, sem tekið hefur afar umdeildar ákvarðanir síðustu daga, en Trump hefur meðal annars tekið ákvörðun um að meina ríkisborgurum ákveðinna þjóða inngöngu í Bandaríkin, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti. En ég hef sérstakar áhyggjur af yfirlýstum vilja og áhuga Bandaríkjaforseta á að hefja aftur pyntingar, sem eru glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir sem varða við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, Genfarsáttmálann og Rómarsáttmálann,“ sagði Þórhildur Sunna á Alþingi í dag. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að Bandaríkjaforseti muni opna að nýju leynifangelsi út um allan heim til að geta stundað þar pyntingar á yfirlýstum óvinum bandaríska ríkisins og meintum hryðjuverkamönnum þar sem hann virðist trúa á gildi og getu pyntinga til að ná fram, að sögn, mikilvægum upplýsingum,“ bætti hún við. Þórhildur Sunna fór fram á svör frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra um hvernig íslensk stjórnvöld hyggist beita sér. „Ég vil spyrja háttvirtan utanríkisráðherra hvað hann hyggist gera til að sagan endurtaki sig ekki. Að við tökum ekki aftur beinan þátt í því að hjálpa Bandaríkjaforseta að fremja stríðsglæpi eins og kom í ljós í skýrslu árið 2007 um að ísland væri að öllum líkindum meðsekt í flutningi fanga í leynifangelsi víðs vegar um heiminn.“ Guðlaugur Þór sagði stjórnvöld fylgja sinni utanríkisstefnu, líkt og þau hafi alltaf gert og muni áfram gera. „Ég held að besta leiðin til að berjast fyrir mannréttindum sé að ræða hlutina málefnalega og ekki mjög gildishlaðið. [...] Þessar sviðsmyndir sem háttvirtur þingmaður er að draga hér upp ,ég kýs að vera ekki neitt að leggja neitt út af þeim enda finnst mér það vera nokkuð hæpið,“ sagði Guðlaugur Þór. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsti yfir þungum áhyggjum á Alþingi í dag vegna nýs Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, sem tekið hefur afar umdeildar ákvarðanir síðustu daga, en Trump hefur meðal annars tekið ákvörðun um að meina ríkisborgurum ákveðinna þjóða inngöngu í Bandaríkin, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti. En ég hef sérstakar áhyggjur af yfirlýstum vilja og áhuga Bandaríkjaforseta á að hefja aftur pyntingar, sem eru glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir sem varða við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, Genfarsáttmálann og Rómarsáttmálann,“ sagði Þórhildur Sunna á Alþingi í dag. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að Bandaríkjaforseti muni opna að nýju leynifangelsi út um allan heim til að geta stundað þar pyntingar á yfirlýstum óvinum bandaríska ríkisins og meintum hryðjuverkamönnum þar sem hann virðist trúa á gildi og getu pyntinga til að ná fram, að sögn, mikilvægum upplýsingum,“ bætti hún við. Þórhildur Sunna fór fram á svör frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra um hvernig íslensk stjórnvöld hyggist beita sér. „Ég vil spyrja háttvirtan utanríkisráðherra hvað hann hyggist gera til að sagan endurtaki sig ekki. Að við tökum ekki aftur beinan þátt í því að hjálpa Bandaríkjaforseta að fremja stríðsglæpi eins og kom í ljós í skýrslu árið 2007 um að ísland væri að öllum líkindum meðsekt í flutningi fanga í leynifangelsi víðs vegar um heiminn.“ Guðlaugur Þór sagði stjórnvöld fylgja sinni utanríkisstefnu, líkt og þau hafi alltaf gert og muni áfram gera. „Ég held að besta leiðin til að berjast fyrir mannréttindum sé að ræða hlutina málefnalega og ekki mjög gildishlaðið. [...] Þessar sviðsmyndir sem háttvirtur þingmaður er að draga hér upp ,ég kýs að vera ekki neitt að leggja neitt út af þeim enda finnst mér það vera nokkuð hæpið,“ sagði Guðlaugur Þór.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira