Laugavegur 31 gæti fært kirkjunni yfir milljarð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. janúar 2017 05:00 Laugavegur 31 er nú miðpunktur í rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur. vísir/ernir „Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í Kirkjuráði sem sett hefur Kirkjuhúsið á Laugvegi 31 á sölu. „Það hefur lengi verið rætt um að selja þetta hús, aðallega til þess að komast í húsnæði sem hentaði betur starfseminni á biskupsstofu. Húsið er á mörgum hæðum og nýtist illa. Neðsta hæðin er eiginlega bara eitt stórt anddyri þannig að nýtingin er ekki góð fyrir skrifstofustarfsemi. Svo er komin viðhaldsþörf,“ segir Svana.Svana Helen Björnsdóttir.Aðspurð segir Svana þjóðkirkjuna ekki hafa augastað á nýju húsnæði eða staðsetningu. „Við erum bara að athuga hvaða verð við gætum fengið fyrir húsið. Við höfum sett húsið á sölu en það er engin skuldbinding að selja. Við myndum gjarnan vilja komast í hentugra húsnæði og koma líka ýmsum öðrum þáttum kirkjunnar undir það sama þak. “ Húseigninni var reyndar sýndur mikill áhugi áður en hún var sett á sölu. „Það koma í hverjum mánuði, nánast í hverri viku, aðilar sem sýna húsinu áhuga – ekki bara fasteignasalar heldur aðilar sem vilja hreinlega kaupa húsið undir ýmiss konar verslunar- og þjónustustarfsemi,“ svarar Svana. Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir nokkra nú þegar hafa spurt um húsið. Sverrir líkir Laugavegi 31 við Reykjavíkurapótek og Eimskipafélagshúsið en hann kom að sölu beggja þessara eigna á sínum tíma. „Þetta er eitt allra fallegasta húsið í miðborg Reykjavíkur og er ein af þessum gulleignum í bænum – þetta fer í hæsta flokk, hiklaust,“ segir Sverrir. Ekkert ásett verð er á húsinu og Svana segir mismunandi verð hafa verið boðið í eignina auk þess sem sumir hafi vilja kaupa hluta hússins eða þá taka það á leigu. „Við vitum ekki hvað er raunhæft í verði.“ Sverrir segir ekki hægt að áætla verð á Laugvegi 31 út frá meðalverði á atvinnuhúsnæði í miðbænum. „En ef við tökum þetta hús þá er staðsetningin svo gríðarlega öflug. Þarna fara eflaust hundruð þúsunda útlendinga fram hjá á hverju ári. Við þekkjum sambærilega staði í miðborginni þar sem fermetraverð í götuhæð getur farið í allt að eina milljón króna,“ segir Sverrir. Miðað við þetta fer verðið á Laugavegi 31 sjálfsagt yfir 1.000 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1945 og er 1.542 fermetrar. Það er fjórar hæðir og kjallari.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
„Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í Kirkjuráði sem sett hefur Kirkjuhúsið á Laugvegi 31 á sölu. „Það hefur lengi verið rætt um að selja þetta hús, aðallega til þess að komast í húsnæði sem hentaði betur starfseminni á biskupsstofu. Húsið er á mörgum hæðum og nýtist illa. Neðsta hæðin er eiginlega bara eitt stórt anddyri þannig að nýtingin er ekki góð fyrir skrifstofustarfsemi. Svo er komin viðhaldsþörf,“ segir Svana.Svana Helen Björnsdóttir.Aðspurð segir Svana þjóðkirkjuna ekki hafa augastað á nýju húsnæði eða staðsetningu. „Við erum bara að athuga hvaða verð við gætum fengið fyrir húsið. Við höfum sett húsið á sölu en það er engin skuldbinding að selja. Við myndum gjarnan vilja komast í hentugra húsnæði og koma líka ýmsum öðrum þáttum kirkjunnar undir það sama þak. “ Húseigninni var reyndar sýndur mikill áhugi áður en hún var sett á sölu. „Það koma í hverjum mánuði, nánast í hverri viku, aðilar sem sýna húsinu áhuga – ekki bara fasteignasalar heldur aðilar sem vilja hreinlega kaupa húsið undir ýmiss konar verslunar- og þjónustustarfsemi,“ svarar Svana. Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir nokkra nú þegar hafa spurt um húsið. Sverrir líkir Laugavegi 31 við Reykjavíkurapótek og Eimskipafélagshúsið en hann kom að sölu beggja þessara eigna á sínum tíma. „Þetta er eitt allra fallegasta húsið í miðborg Reykjavíkur og er ein af þessum gulleignum í bænum – þetta fer í hæsta flokk, hiklaust,“ segir Sverrir. Ekkert ásett verð er á húsinu og Svana segir mismunandi verð hafa verið boðið í eignina auk þess sem sumir hafi vilja kaupa hluta hússins eða þá taka það á leigu. „Við vitum ekki hvað er raunhæft í verði.“ Sverrir segir ekki hægt að áætla verð á Laugvegi 31 út frá meðalverði á atvinnuhúsnæði í miðbænum. „En ef við tökum þetta hús þá er staðsetningin svo gríðarlega öflug. Þarna fara eflaust hundruð þúsunda útlendinga fram hjá á hverju ári. Við þekkjum sambærilega staði í miðborginni þar sem fermetraverð í götuhæð getur farið í allt að eina milljón króna,“ segir Sverrir. Miðað við þetta fer verðið á Laugavegi 31 sjálfsagt yfir 1.000 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1945 og er 1.542 fermetrar. Það er fjórar hæðir og kjallari.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent